Ekki ljóst hvort að málsóknir Trump breyti úrslitum Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2020 15:29 Starfsmaður kjörstjórnar skannar atkvæði í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Enn er unnið að talningu í ríkinu sem ræður væntanlega úrslitum um hvort Trump eða Biden verður forseti. AP/Matt Slocum Dómsmál sem repúblikanar og forsetaframboð Donalds Trump hafa höfðað í fjórum lykilríkjum munu ekki endilega breyta niðurstöðum þar. Málin verða rekin fyrir ríkisdómstólum en ekki hæstarétti Bandaríkjanna, þvert á yfirlýsingar Trump. Endanleg úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum liggja enn ekki fyrir þar sem talning stendur enn yfir í nokkrum lykilríkjum, þar á meðal Pennsylvaníu, Arizona, Nevada og Georgíu. Joe Biden, frambjóðandi demókratar, virðist þó nær því að ná þeim 270 kjörmönnum sem til þarf en Trump forseti miðað við það sem vitað er um þau atkvæði sem eftir á að telja. Enn er þó töluverð óvissa um úrslitin í ríkjunum sem skipta sköpum. Trump hefur reynt sem mest hann má að gera talningu póstatkvæða tortryggilega, jafnvel þó að mörg ríki heimili talningu í nokkra daga svo lengi sem að atkvæðin voru póstlögð fyrir kjördag. Forsetinn hefur fullyrt án raka eða sannana að verið sé að „stela“ af honum kosningasigri með því að telja öll atkvæði sem bárust kjörstjórnum. Framboð Trump höfðaði mál vegna framkvæmdar kosninganna í Pennsylvaníu, Michigan og Georgíu í gær. Í Michigan og Pennsylvaníu krefst Trump-framboðið þess að talning verði stöðvuð þegar í stað og að eftirlitsmenn þess fái að fara yfir atkvæði sem hafa þegar verið opnuð og talin. AP-fréttastofan hefur þegar lýst Biden sigurvegara í Michigan. Á meðal þeirra mála sem voru höfðuð er eitt sem kom til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna um hvort atkvæði sem berast allt að þremur dögum eftir kjördag verði talin. Ríkisdómstóll komst að þeirri niðurstöðu að atkvæði sem væru póstlögð fyrir kjördag en bærust allt að þremur dögum síðar yrðu talin gild. Hæstiréttur hafnaði því að ógilda þann úrskurð en hélt því þó opnu að taka málið upp aftur eftir kosningar. Trump-framboðið fór fram á að hæstiréttur tæki málið aftur upp í gær. Trump-framboðið hefur einnig farið fram á endurtalningu í Wisconsin þar sem AP og fleiri fjölmiðlar hafa lýst Biden sigurvegara. Bill Stepien, kosningastjóri Trump, sagði það vegna „misræmis“ í nokkrum sýslum en lagði ekki fram frekari rökstuðning fyrir því hvers vegna þyrfti að telja atkvæðin aftur. AP-fréttastofan segir að ekki séu skýr merki um að dómsmálin þrjú, auk þeirra sem repúblikanar höfðu þegar höfðað í Pennsylvaníu og Nevada, eigi eftir að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Lögreglumaður kemur í veg fyrir að fólk með skoðanir á talningu atkvæða komist inn í talningarsal í Detroit í Michigan. Biden er talinn hafa unnið sigur í ríkinu.AP/Carlos Osorio Segja forsetann ekki skilja ferlið Trump tísti um að hann ætli að krefjast þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði „kosninguna“ á kosninganótt. Málið sem framboð hans hefur höfðað eru þó öll fyrir ríkisdómstólum í hverju ríki fyrir sig. Þeir repúblikanar sem Politico hefur rætt við segja að Trump skilji ekki hvernig ferlið virkað. „Hann veit bara ekki hvernig þetta virkar. Þetta er bara vanþekking á ferlinu,“ hefur blaðið eftir repúblikana sem það segir standa Hvíta húsinu nærri. Það útilokar þó ekki að málin sem nú hafa verið höfðuð rati á endanum fyrir hæstarétt landsins í gegnum röð áfrýjana. Washington Post bendir á að þegar hart var deilt um úrslit kosninganna í Flórída árið 2000 hafi mál ekki komið á borð Hæstaréttar fyrr en mánuði eftir kjördag. Úrskurður réttarins þá um að talning í Flórída skyldi stöðvuð tryggði repúblikananum George W. Bush sigur yfir demókratanum Al Gore. Hæstiréttur hefur í tvígang hafnað kröfum repúblikana um að ógilda póstatkvæði sem berast eftir kjördag en eins og áður segir gæti hann enn tekið upp eitt slíkt mál í Pennsylvaníu. Rétturinn er nú skipaður sex dómurum sem voru skipaðir af repúblikönum, þar á meðal þremur af Trump, og þremur dómurum skipuðum af demókrötum. Trump og sumir aðrir repúblikanar lögðu mikla áherslu á að staðfesta Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, sem nýjan hæstaréttardómara fyrir kosningar ef mál sem tengdust framkvæmd eða talningu eftir kosningarnar kæmu til kasta réttarins.
Dómsmál sem repúblikanar og forsetaframboð Donalds Trump hafa höfðað í fjórum lykilríkjum munu ekki endilega breyta niðurstöðum þar. Málin verða rekin fyrir ríkisdómstólum en ekki hæstarétti Bandaríkjanna, þvert á yfirlýsingar Trump. Endanleg úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum liggja enn ekki fyrir þar sem talning stendur enn yfir í nokkrum lykilríkjum, þar á meðal Pennsylvaníu, Arizona, Nevada og Georgíu. Joe Biden, frambjóðandi demókratar, virðist þó nær því að ná þeim 270 kjörmönnum sem til þarf en Trump forseti miðað við það sem vitað er um þau atkvæði sem eftir á að telja. Enn er þó töluverð óvissa um úrslitin í ríkjunum sem skipta sköpum. Trump hefur reynt sem mest hann má að gera talningu póstatkvæða tortryggilega, jafnvel þó að mörg ríki heimili talningu í nokkra daga svo lengi sem að atkvæðin voru póstlögð fyrir kjördag. Forsetinn hefur fullyrt án raka eða sannana að verið sé að „stela“ af honum kosningasigri með því að telja öll atkvæði sem bárust kjörstjórnum. Framboð Trump höfðaði mál vegna framkvæmdar kosninganna í Pennsylvaníu, Michigan og Georgíu í gær. Í Michigan og Pennsylvaníu krefst Trump-framboðið þess að talning verði stöðvuð þegar í stað og að eftirlitsmenn þess fái að fara yfir atkvæði sem hafa þegar verið opnuð og talin. AP-fréttastofan hefur þegar lýst Biden sigurvegara í Michigan. Á meðal þeirra mála sem voru höfðuð er eitt sem kom til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna um hvort atkvæði sem berast allt að þremur dögum eftir kjördag verði talin. Ríkisdómstóll komst að þeirri niðurstöðu að atkvæði sem væru póstlögð fyrir kjördag en bærust allt að þremur dögum síðar yrðu talin gild. Hæstiréttur hafnaði því að ógilda þann úrskurð en hélt því þó opnu að taka málið upp aftur eftir kosningar. Trump-framboðið fór fram á að hæstiréttur tæki málið aftur upp í gær. Trump-framboðið hefur einnig farið fram á endurtalningu í Wisconsin þar sem AP og fleiri fjölmiðlar hafa lýst Biden sigurvegara. Bill Stepien, kosningastjóri Trump, sagði það vegna „misræmis“ í nokkrum sýslum en lagði ekki fram frekari rökstuðning fyrir því hvers vegna þyrfti að telja atkvæðin aftur. AP-fréttastofan segir að ekki séu skýr merki um að dómsmálin þrjú, auk þeirra sem repúblikanar höfðu þegar höfðað í Pennsylvaníu og Nevada, eigi eftir að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Lögreglumaður kemur í veg fyrir að fólk með skoðanir á talningu atkvæða komist inn í talningarsal í Detroit í Michigan. Biden er talinn hafa unnið sigur í ríkinu.AP/Carlos Osorio Segja forsetann ekki skilja ferlið Trump tísti um að hann ætli að krefjast þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði „kosninguna“ á kosninganótt. Málið sem framboð hans hefur höfðað eru þó öll fyrir ríkisdómstólum í hverju ríki fyrir sig. Þeir repúblikanar sem Politico hefur rætt við segja að Trump skilji ekki hvernig ferlið virkað. „Hann veit bara ekki hvernig þetta virkar. Þetta er bara vanþekking á ferlinu,“ hefur blaðið eftir repúblikana sem það segir standa Hvíta húsinu nærri. Það útilokar þó ekki að málin sem nú hafa verið höfðuð rati á endanum fyrir hæstarétt landsins í gegnum röð áfrýjana. Washington Post bendir á að þegar hart var deilt um úrslit kosninganna í Flórída árið 2000 hafi mál ekki komið á borð Hæstaréttar fyrr en mánuði eftir kjördag. Úrskurður réttarins þá um að talning í Flórída skyldi stöðvuð tryggði repúblikananum George W. Bush sigur yfir demókratanum Al Gore. Hæstiréttur hefur í tvígang hafnað kröfum repúblikana um að ógilda póstatkvæði sem berast eftir kjördag en eins og áður segir gæti hann enn tekið upp eitt slíkt mál í Pennsylvaníu. Rétturinn er nú skipaður sex dómurum sem voru skipaðir af repúblikönum, þar á meðal þremur af Trump, og þremur dómurum skipuðum af demókrötum. Trump og sumir aðrir repúblikanar lögðu mikla áherslu á að staðfesta Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, sem nýjan hæstaréttardómara fyrir kosningar ef mál sem tengdust framkvæmd eða talningu eftir kosningarnar kæmu til kasta réttarins.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar dreifa ósannindum og grafa undan kosningunum Þegar forskot Donald Trump hófst að dragast saman í mikilvægum ríkjum, með talningu utankjörfundaratkvæða, byrjuðu bandamenn forsetans, stuðningsmenn hans og jafnvel hann sjálfur, að dreifa ósannindum um kosningarnar. 5. nóvember 2020 11:37 Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. 5. nóvember 2020 09:06 Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Trump-liðar dreifa ósannindum og grafa undan kosningunum Þegar forskot Donald Trump hófst að dragast saman í mikilvægum ríkjum, með talningu utankjörfundaratkvæða, byrjuðu bandamenn forsetans, stuðningsmenn hans og jafnvel hann sjálfur, að dreifa ósannindum um kosningarnar. 5. nóvember 2020 11:37
Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. 5. nóvember 2020 09:06
Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56