Ekki alveg sammála um þurrkarann Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 10:55 Frá vettvangi við Hafnarstræti í maí. Vísir/tryggvi Talið er líklegast að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Hafnarstræti á Akureyri í maí, með þeim afleiðingum að karlmaður á sjötugsaldri lést, hafi kviknað út frá þurrkara. Rannsakendur komu sér þó ekki alveg saman um eldsupptök, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Norðurlandi eystra. Eldurinn kom upp í húsinu við Hafnarstræti að kvöldi 19. maí síðastliðinn en grunur vaknaði um það strax í upphafi að húsið væri ekki mannlaust. Reykkafarar fundu svo mann meðvitundarlausan á miðhæðinni. Hann var strax fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur en lést á gjörgæsludeild Landspítalann að kvöldi 20. maí, sólarhring eftir að eldurinn kviknaði. Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rannsókn á brunanum í Hafnarstræti sé lokið. Líklegast sé að eldurinn hafi kviknað út frá þurrkara í húsinu, líkt og talið var strax í upphafi. Rannsakendur hafi þó ekki verið alveg sammála; þannig hafi fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar ekki getað fullyrt með óyggjandi hætti að það hefði verið eitthvað í þurrkaranum sem brann. Fulltrúar frá tæknideild lögreglu sem skoðuðu vettvang fullyrði hins vegar að eldsupptök hafi verið fyrir aftan þurrkarann. Ummerki bendi til þess. Húsið við Hafnarstræti var á meðal elstu húsa Akureyrarbæjar og fór afar illa út úr brunanum. Eldurinn var mikill og það tók slökkvilið tæpar fimm klukkustundir að ná tökum á aðstæðum. Þá safnaðist stór hópur fólks saman í grennd við vettvanginn til að fylgjast með störfum slökkviliðsins, sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Lögreglumál Akureyri Tengdar fréttir Unnið út frá því að eldurinn hafi komið upp í þurrkara Enn er beðið eftir skýrslu tæknideildar og Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar vegna rannsóknar á vettvangi brunans í Hafnarstræti á Akureyri 19. maí síðastliðinn þar sem karlmaður á sjötugsaldri lést 10. júní 2020 14:41 Látinn eftir eldsvoðann á Akureyri Karlmaðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur með sjúkraflugi eftir bruna í Hafnarstræti á Akureyri í fyrradag er látinn. 21. maí 2020 11:36 Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Talið er líklegast að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Hafnarstræti á Akureyri í maí, með þeim afleiðingum að karlmaður á sjötugsaldri lést, hafi kviknað út frá þurrkara. Rannsakendur komu sér þó ekki alveg saman um eldsupptök, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Norðurlandi eystra. Eldurinn kom upp í húsinu við Hafnarstræti að kvöldi 19. maí síðastliðinn en grunur vaknaði um það strax í upphafi að húsið væri ekki mannlaust. Reykkafarar fundu svo mann meðvitundarlausan á miðhæðinni. Hann var strax fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur en lést á gjörgæsludeild Landspítalann að kvöldi 20. maí, sólarhring eftir að eldurinn kviknaði. Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rannsókn á brunanum í Hafnarstræti sé lokið. Líklegast sé að eldurinn hafi kviknað út frá þurrkara í húsinu, líkt og talið var strax í upphafi. Rannsakendur hafi þó ekki verið alveg sammála; þannig hafi fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar ekki getað fullyrt með óyggjandi hætti að það hefði verið eitthvað í þurrkaranum sem brann. Fulltrúar frá tæknideild lögreglu sem skoðuðu vettvang fullyrði hins vegar að eldsupptök hafi verið fyrir aftan þurrkarann. Ummerki bendi til þess. Húsið við Hafnarstræti var á meðal elstu húsa Akureyrarbæjar og fór afar illa út úr brunanum. Eldurinn var mikill og það tók slökkvilið tæpar fimm klukkustundir að ná tökum á aðstæðum. Þá safnaðist stór hópur fólks saman í grennd við vettvanginn til að fylgjast með störfum slökkviliðsins, sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.
Lögreglumál Akureyri Tengdar fréttir Unnið út frá því að eldurinn hafi komið upp í þurrkara Enn er beðið eftir skýrslu tæknideildar og Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar vegna rannsóknar á vettvangi brunans í Hafnarstræti á Akureyri 19. maí síðastliðinn þar sem karlmaður á sjötugsaldri lést 10. júní 2020 14:41 Látinn eftir eldsvoðann á Akureyri Karlmaðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur með sjúkraflugi eftir bruna í Hafnarstræti á Akureyri í fyrradag er látinn. 21. maí 2020 11:36 Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Unnið út frá því að eldurinn hafi komið upp í þurrkara Enn er beðið eftir skýrslu tæknideildar og Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar vegna rannsóknar á vettvangi brunans í Hafnarstræti á Akureyri 19. maí síðastliðinn þar sem karlmaður á sjötugsaldri lést 10. júní 2020 14:41
Látinn eftir eldsvoðann á Akureyri Karlmaðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur með sjúkraflugi eftir bruna í Hafnarstræti á Akureyri í fyrradag er látinn. 21. maí 2020 11:36
Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21