Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2020 12:59 Trump-liðar hafa ítrekað haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað, án þess þó að hafa fært sannanir fyrir því. AP/Evan Vucci Framboð Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur á undanförnum dögum sent fjölda tölvupósta og skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Það er þó útlit fyrir að lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. Smáa letur síðunnar þar sem fólk veitir fé til Trumps segir, samkvæmt frétt Reuters, að stór hluti þess fjár sem stuðningsmenn hans senda, fari til pólitískrar aðgerðanefndar sem stofnuð var á mánudaginn og heitir Save America. Annar hluti fer til Landsnefndar Repúblikanaflokksins. Samkvæmt kosningalögum geta bæði sjóðurinn og landsnefndin varið peningunum eins og þeim sýnist. Aðgerðanefndin fær 60 prósent og landsnefndin 40 prósent af öllum fjárframlögum undir átta þúsund dölum. Aðgerðanefndir sem þessar eru iðulega stofnaðar af stjórnmálamönnum og öðrum sem koma að pólitík í Bandaríkjunum til að veita peningum til annarra frambjóðenda og jafnvel greiða eigin kostnað eins og ferðakostnað og hótelreikninga. Peningurinn sem á að fara í lagabaráttuna gæti því allt eins endað í sjóðum annarra stjórnmálamanna. Trump-liðar hafa ítrekað haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað, án þess þó að hafa fært sannanir fyrir því. Í einrúmi segja háttsettir Repúblikanar að eina markmiðið sé að tryggja hollustu stuðningsmanna Trumps og auðvelda honum að sætta sig við tapið. Lögmenn framboðs Trumps fóru til að mynda fyrir dómara í Michigan í gær og kröfðust þess að embættismönnum þar yrði meinað að staðfesta niðurstöður kosninganna. Joe Biden leiðir Trump nú í ríkinu með um 148 þúsund atkvæðum. Framboð Trumps hafði, samkvæmt Washington Post, lofað „sláandi“ sönnunargögnum fyrir kosningasvindli í gögnum málsins. Þess í stað lögðu þeir fram 238 blaðsíður af eiðsvörnum yfirlýsingum eftirlitsaðila sem skipaðir voru af Repúblikanaflokknum. Kvarta yfir framkomu Yfirlýsingarnar sneru nánast alfarið að ásökunum sem búið er að hrekja og jafnvel að því að eftirlitsmönnum flokksins fannst komið dónalega fram við sig. Þar að auki snúa kvartanirnar eingöngu að nokkur hundruð kjörseðlum í mesta lagi. Þá sneru nánast allar kvartanirnar að talningu og starfsmönnum kjörstjórnar í Detroit, þar sem flestir kjósendur eru þeldökkir. Einn eftirlitsaðili Repúblikanaflokksins skrifaði eiðsvarna yfirlýsingu um að maður af „ógnandi stærð“ hefði verið of nálægt sér. Annar sagði að kallkerfi sem talningafólk notaði til að gefa út tilkynningar hefði gert honum erfitt fyrir að einbeita sér. Einn til viðbótar sagðist hafa séð að kjörseðlar hermanna hefðu verið merktir Joe Biden. Hann hefði heyrt að hermenn væru íhaldssamir og þótti honum það því undarlegt. Nokkrir kvörtuðu yfir því að starfsmenn kjörstjórna hefðu verið klæddir fötum merktum Black Lives Matter hreyfingunni. Ein kona kvartaði þar að auki yfir því að hafa verið kölluð „Karen“. Detroit Free Press segir frá tveimur Repbúlikönum og lögmönnum sem vildu fylgjast með talningunni. Þeim var báðum meinaður aðgangur af lögregluþjónum sem sögðu aðstöðuna fulla. Einn þeirra, James Frego, setti fótinn fyrir hurðina svo lögregluþjónar gátu ekki lokað dyrunum. Hann sagðist ekki ætla að færa fótinn fyrr en lögregluþjónarnir segðu honum nákvæmlega hve margir væru að fylgjast með talningunni. Hann var að endingu handtekinn fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Frego kvartaði og er sú kvörtun meðal þeirra eiðsvörnu yfirlýsinga sem nefndar eru hér að ofan. Eftirlitsaðilarnir voru skipaðir af Repbúlikanaflokknum og fengu litla sem enga þjálfun varðandi þá ferla sem talning atkvæða felur í sér. Einn viðmælandi Washington Post sagði að sú þjálfun hefði tekið um tuttugu mínútur. Trump-liðum vegnar ekki vel fyrir dómi Trump-liðar hafa höfðað fjölda mála á undanförnum dögum í Michigan, Pennsylvaníu, Nevada, Georgíu og Arizona. Samkvæmt samantekt AP fréttaveitunnar hefur það lítinn árangur borið. Eitt mál hefur unnist í Fíladelfíu þar sem dómari leyfði eftirlitsaðilum Repúblikanaflokksins að standa nær fólki sem telur atkvæði. Í einu þeirra mála spurði dómari einn af lögmönnum framboðs Trumps berum orðum hvort hann hefði fundið einhvers konar sannanir fyrir kosningasvindli. Svarið var nei. Samkvæmt AP virðist sem að kvörtunum Trump-liða hafi verið hent saman á skömmum tíma og innihalda þær stafsetningar- og innsláttarvillur. Dómarar hafa hingað til sýnt þessum málum mikla tortryggni. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að telja öll atkvæði Georgíu aftur Innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla. 11. nóvember 2020 16:04 Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Framboð Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur á undanförnum dögum sent fjölda tölvupósta og skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Það er þó útlit fyrir að lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. Smáa letur síðunnar þar sem fólk veitir fé til Trumps segir, samkvæmt frétt Reuters, að stór hluti þess fjár sem stuðningsmenn hans senda, fari til pólitískrar aðgerðanefndar sem stofnuð var á mánudaginn og heitir Save America. Annar hluti fer til Landsnefndar Repúblikanaflokksins. Samkvæmt kosningalögum geta bæði sjóðurinn og landsnefndin varið peningunum eins og þeim sýnist. Aðgerðanefndin fær 60 prósent og landsnefndin 40 prósent af öllum fjárframlögum undir átta þúsund dölum. Aðgerðanefndir sem þessar eru iðulega stofnaðar af stjórnmálamönnum og öðrum sem koma að pólitík í Bandaríkjunum til að veita peningum til annarra frambjóðenda og jafnvel greiða eigin kostnað eins og ferðakostnað og hótelreikninga. Peningurinn sem á að fara í lagabaráttuna gæti því allt eins endað í sjóðum annarra stjórnmálamanna. Trump-liðar hafa ítrekað haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað, án þess þó að hafa fært sannanir fyrir því. Í einrúmi segja háttsettir Repúblikanar að eina markmiðið sé að tryggja hollustu stuðningsmanna Trumps og auðvelda honum að sætta sig við tapið. Lögmenn framboðs Trumps fóru til að mynda fyrir dómara í Michigan í gær og kröfðust þess að embættismönnum þar yrði meinað að staðfesta niðurstöður kosninganna. Joe Biden leiðir Trump nú í ríkinu með um 148 þúsund atkvæðum. Framboð Trumps hafði, samkvæmt Washington Post, lofað „sláandi“ sönnunargögnum fyrir kosningasvindli í gögnum málsins. Þess í stað lögðu þeir fram 238 blaðsíður af eiðsvörnum yfirlýsingum eftirlitsaðila sem skipaðir voru af Repúblikanaflokknum. Kvarta yfir framkomu Yfirlýsingarnar sneru nánast alfarið að ásökunum sem búið er að hrekja og jafnvel að því að eftirlitsmönnum flokksins fannst komið dónalega fram við sig. Þar að auki snúa kvartanirnar eingöngu að nokkur hundruð kjörseðlum í mesta lagi. Þá sneru nánast allar kvartanirnar að talningu og starfsmönnum kjörstjórnar í Detroit, þar sem flestir kjósendur eru þeldökkir. Einn eftirlitsaðili Repúblikanaflokksins skrifaði eiðsvarna yfirlýsingu um að maður af „ógnandi stærð“ hefði verið of nálægt sér. Annar sagði að kallkerfi sem talningafólk notaði til að gefa út tilkynningar hefði gert honum erfitt fyrir að einbeita sér. Einn til viðbótar sagðist hafa séð að kjörseðlar hermanna hefðu verið merktir Joe Biden. Hann hefði heyrt að hermenn væru íhaldssamir og þótti honum það því undarlegt. Nokkrir kvörtuðu yfir því að starfsmenn kjörstjórna hefðu verið klæddir fötum merktum Black Lives Matter hreyfingunni. Ein kona kvartaði þar að auki yfir því að hafa verið kölluð „Karen“. Detroit Free Press segir frá tveimur Repbúlikönum og lögmönnum sem vildu fylgjast með talningunni. Þeim var báðum meinaður aðgangur af lögregluþjónum sem sögðu aðstöðuna fulla. Einn þeirra, James Frego, setti fótinn fyrir hurðina svo lögregluþjónar gátu ekki lokað dyrunum. Hann sagðist ekki ætla að færa fótinn fyrr en lögregluþjónarnir segðu honum nákvæmlega hve margir væru að fylgjast með talningunni. Hann var að endingu handtekinn fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Frego kvartaði og er sú kvörtun meðal þeirra eiðsvörnu yfirlýsinga sem nefndar eru hér að ofan. Eftirlitsaðilarnir voru skipaðir af Repbúlikanaflokknum og fengu litla sem enga þjálfun varðandi þá ferla sem talning atkvæða felur í sér. Einn viðmælandi Washington Post sagði að sú þjálfun hefði tekið um tuttugu mínútur. Trump-liðum vegnar ekki vel fyrir dómi Trump-liðar hafa höfðað fjölda mála á undanförnum dögum í Michigan, Pennsylvaníu, Nevada, Georgíu og Arizona. Samkvæmt samantekt AP fréttaveitunnar hefur það lítinn árangur borið. Eitt mál hefur unnist í Fíladelfíu þar sem dómari leyfði eftirlitsaðilum Repúblikanaflokksins að standa nær fólki sem telur atkvæði. Í einu þeirra mála spurði dómari einn af lögmönnum framboðs Trumps berum orðum hvort hann hefði fundið einhvers konar sannanir fyrir kosningasvindli. Svarið var nei. Samkvæmt AP virðist sem að kvörtunum Trump-liða hafi verið hent saman á skömmum tíma og innihalda þær stafsetningar- og innsláttarvillur. Dómarar hafa hingað til sýnt þessum málum mikla tortryggni.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að telja öll atkvæði Georgíu aftur Innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla. 11. nóvember 2020 16:04 Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Ætla að telja öll atkvæði Georgíu aftur Innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla. 11. nóvember 2020 16:04
Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50
Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20
Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46