Þrjú þúsund tilkynningar vegna brota á sóttvarnarlögum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. nóvember 2020 18:31 Lögregla þurfti að sinna fjölda útkalla frá fólki sem hefur áhyggjur af brotum á sóttvarnarlögum. Vísir/Vilhelm Um þrjú þúsund tilkynningar hafa borist lögreglunni vegna brota á sóttvarnarlögum. Í um tvö hundruð tilfellum hefur málunum lokið með sektum. Margar eru vegna grímunotkunar eða að fjöldatakmarkanir séu ekki virtar. „Ég held að við séum að nálgast í heildina í faraldrinum þrjú þúsund tilkynningar sem að lögreglan hefur sem sagt skráð sem hefur þá orðið að einhvers konar máli og af því eru innan við tvö hundruð sem hafa orðið síðan að máli sem lýkur með sekt. Í flestum tilfellum lýkur þessu með samtali,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Tólf andlát tengd hópsýkingunni á Landakoti Einn lést í gær vegna Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Fimmtán hafa nú látist hér á landi í þriðju bylgju faraldursins en flest andlátin tengjast hópsýkingunni á Landakoti eða tólf. Þá lést sextugur íslenskur karlmaður á sjúkrahúsi í Rússlandi í gær vegna Covid-19. Í gær greindust átján manns með kórónuveiruna innanlands en það er svipaður fjöldi og síðustu daga þó sveiflur hafi verið. „Það er ánægjulegt að sjá að innanlandssmitum er að fækka heldur og kúrfan er að fara hægt og bítandi niður,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega takmarkanir þar til búið er að bólusetja Reglugerð um samkomutakmarkanir er í gildi fram á þriðjudag. Þórólfur hefur sent heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann vill sjá áfram og verður minnisblaðið rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramáli. Hann telur fara þurfi hægt í allar tilslakanir og því líklegt að minna verði slakað á en margir vonuðust til. „Þannig við fáum ekki aðra bylgju í bakið og þurfum þá að fara að loka aftur eða jafnvel gera róttækari aðgerðir. Það væri mjög slæmt að fá einhverja stóra bylgju í gang núna og fá svo kannski bóluefni fljótlega ofan í svona bylgju. Ég held að það myndu margir naga sig í handarbökin yfir því að hafa þó ekki haft harðari aðgerðir þar til að við fáum bóluefni sem að losar okkur kannski út úr þessu að einhverju marki,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. 12. nóvember 2020 11:33 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Um þrjú þúsund tilkynningar hafa borist lögreglunni vegna brota á sóttvarnarlögum. Í um tvö hundruð tilfellum hefur málunum lokið með sektum. Margar eru vegna grímunotkunar eða að fjöldatakmarkanir séu ekki virtar. „Ég held að við séum að nálgast í heildina í faraldrinum þrjú þúsund tilkynningar sem að lögreglan hefur sem sagt skráð sem hefur þá orðið að einhvers konar máli og af því eru innan við tvö hundruð sem hafa orðið síðan að máli sem lýkur með sekt. Í flestum tilfellum lýkur þessu með samtali,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Tólf andlát tengd hópsýkingunni á Landakoti Einn lést í gær vegna Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Fimmtán hafa nú látist hér á landi í þriðju bylgju faraldursins en flest andlátin tengjast hópsýkingunni á Landakoti eða tólf. Þá lést sextugur íslenskur karlmaður á sjúkrahúsi í Rússlandi í gær vegna Covid-19. Í gær greindust átján manns með kórónuveiruna innanlands en það er svipaður fjöldi og síðustu daga þó sveiflur hafi verið. „Það er ánægjulegt að sjá að innanlandssmitum er að fækka heldur og kúrfan er að fara hægt og bítandi niður,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega takmarkanir þar til búið er að bólusetja Reglugerð um samkomutakmarkanir er í gildi fram á þriðjudag. Þórólfur hefur sent heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann vill sjá áfram og verður minnisblaðið rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramáli. Hann telur fara þurfi hægt í allar tilslakanir og því líklegt að minna verði slakað á en margir vonuðust til. „Þannig við fáum ekki aðra bylgju í bakið og þurfum þá að fara að loka aftur eða jafnvel gera róttækari aðgerðir. Það væri mjög slæmt að fá einhverja stóra bylgju í gang núna og fá svo kannski bóluefni fljótlega ofan í svona bylgju. Ég held að það myndu margir naga sig í handarbökin yfir því að hafa þó ekki haft harðari aðgerðir þar til að við fáum bóluefni sem að losar okkur kannski út úr þessu að einhverju marki,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. 12. nóvember 2020 11:33 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. 12. nóvember 2020 11:33