Sara Sigmunds elskar Lewis Hamilton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 08:30 Sara Sigmundsdóttir er mikil aðdáandi Lewis Hamilton. Samsett/Instagram&Getty Heimsmeistarinn í formúlu eitt á sér mikinn aðdáenda í einni stærstu stjörnu CrossFit íþróttarinnar. Sara Sigmundsdóttir felur ekki aðdáun sína á sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Lewis Hamilton tryggði sér á dögunum sinn sjöunda heimsmeistaratitil í formúlu eitt en hann vann þá titilinn fjórða árið í röð. Hamilton jafnaði með þessu met Michael Schumacher sem vann líka sjö heimsmeistaratitla frá 1994 til 2004. Í viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness á dögunum þá nefndi íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir Lewis Hamilton þegar hún var spurð út í hvaða íþróttamaður í CrossFit eða annarri íþrótti hefði mestu áhrif á hana. „Ég elska Lewis Hamilton og ekki aðeins sem íþróttamann heldur líka fyrir hans gildi og breytingarnar sem hann er að berjast fyrir til að gera heiminn betri,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Hann er eitthvað annað og hann er svo auðmjúkur,“ sagði Sara sem fór að fylgjast með formúlunni eftir að hafa horft á heimildarmyndina um hana. „Ég horfði á formúlu eitt þættina og þeir eru svo góðir. Ég hafði aldrei horft á formúlu eitt og spurði sjálfa mig af hverju ég ætti að horfa á sjónvarpsþátt um hana. Ég prófaði að horfa á hann og ég gat ekki hætt,“ sagði Sara. „Ég held að ég sé búinn að horfa þrisvar sinnum á þættina. Hann sýnir þar alltaf hversu þakklátur hann er fyrir vinnu liðsfélaga sinna. Hann er ekki þessi sjálfumglaði gæi sem heldur að hann eigi heiminn af því að hann er svona stórkostlegur ökumaður. Hann er alltaf að segja að hann gæti ekki gert þetta án liðsins síns,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Þess vegna elska ég hann og hefur þessi réttu gildi. Ég horfi mikið upp til hans og ég elska líka Serenu Williams. Hún er ótrúleg og hún hefur séð til þess ásamt Rondu Rousey að vöðvastæltar íþróttakonur eru viðurkenndar. Með frammistöðu þeirra hafa þær sýnt öllum hinum að vera stoltar af vöðvunum sínum og ekki skamma sín fyrir neitt,“ sagði Sara. „Þegar ég var að byrja að æfa þá sagði ég við vin minn að ef ég fær vöðva á hálsinn þá mun ég hætta því mér fannst það svo ógeðslegt. Svo byrjaði ég í CrossFit og elskaði það að vera komin með vöðva á hálsinn,“ sagði Sara. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Formúla Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Sjá meira
Heimsmeistarinn í formúlu eitt á sér mikinn aðdáenda í einni stærstu stjörnu CrossFit íþróttarinnar. Sara Sigmundsdóttir felur ekki aðdáun sína á sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Lewis Hamilton tryggði sér á dögunum sinn sjöunda heimsmeistaratitil í formúlu eitt en hann vann þá titilinn fjórða árið í röð. Hamilton jafnaði með þessu met Michael Schumacher sem vann líka sjö heimsmeistaratitla frá 1994 til 2004. Í viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness á dögunum þá nefndi íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir Lewis Hamilton þegar hún var spurð út í hvaða íþróttamaður í CrossFit eða annarri íþrótti hefði mestu áhrif á hana. „Ég elska Lewis Hamilton og ekki aðeins sem íþróttamann heldur líka fyrir hans gildi og breytingarnar sem hann er að berjast fyrir til að gera heiminn betri,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Hann er eitthvað annað og hann er svo auðmjúkur,“ sagði Sara sem fór að fylgjast með formúlunni eftir að hafa horft á heimildarmyndina um hana. „Ég horfði á formúlu eitt þættina og þeir eru svo góðir. Ég hafði aldrei horft á formúlu eitt og spurði sjálfa mig af hverju ég ætti að horfa á sjónvarpsþátt um hana. Ég prófaði að horfa á hann og ég gat ekki hætt,“ sagði Sara. „Ég held að ég sé búinn að horfa þrisvar sinnum á þættina. Hann sýnir þar alltaf hversu þakklátur hann er fyrir vinnu liðsfélaga sinna. Hann er ekki þessi sjálfumglaði gæi sem heldur að hann eigi heiminn af því að hann er svona stórkostlegur ökumaður. Hann er alltaf að segja að hann gæti ekki gert þetta án liðsins síns,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Þess vegna elska ég hann og hefur þessi réttu gildi. Ég horfi mikið upp til hans og ég elska líka Serenu Williams. Hún er ótrúleg og hún hefur séð til þess ásamt Rondu Rousey að vöðvastæltar íþróttakonur eru viðurkenndar. Með frammistöðu þeirra hafa þær sýnt öllum hinum að vera stoltar af vöðvunum sínum og ekki skamma sín fyrir neitt,“ sagði Sara. „Þegar ég var að byrja að æfa þá sagði ég við vin minn að ef ég fær vöðva á hálsinn þá mun ég hætta því mér fannst það svo ógeðslegt. Svo byrjaði ég í CrossFit og elskaði það að vera komin með vöðva á hálsinn,“ sagði Sara. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Formúla Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn