Húsleit og handtökur vegna bruna, líkamsárása og hótana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2020 09:11 Frá aðgerðum lögreglu í Vallarási í gærkvöldi. vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær. Húsleit var gerð og tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir, hvor á sínum staðnum. Annar aðilinn mun samkvæmt heimildum fréttastofu vera karlmaður, lærður bardagaíþróttamaður, sem birti um liðna helgi myndband af sér ganga í skrokk á öðrum karlmanni. Að neðan má sjá stutt myndband af aðgerðum lögreglu í nótt. Sá var handtekinn og yfirheyrður vegna líkamsárásarinnar á sunnudag en í framhaldinu sleppt. Tveimur sólarhringum síðar kviknaði eldur í íbúð mannsins og er sterkur grunur um að kveikt hafi verið í íbúð hans. Myndband sem sýnir logandi hlut hent inn í íbúð mannsins er gagn í rannsókn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór handtaka meðal annars fram í Vallarási seint í gærkvöldi en óskýr mynd að ofan er frá vettvangi handtökunnar. Lögreglan hafði afskipti af þremur karlmönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi síðdegis í gær vegna rannsóknar málsins. Nokkur viðbúnaður var á vettvangi vegna málsins en grunur var um að einn mannanna væri vopnaður. Svo reyndist ekki vera og var enginn handtekinn í þeim aðgerðum. Uppfært klukkan 10:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar kemur fram að karlmennirnir séu á þrítugsaldri og að húsleitir hafi verið framkvæmdar. Von sé á frekari upplýsingum frá lögreglu í framhaldinu, mögulega síðar í dag, þegar rannsókn vindur fram. Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í umdæminu í gærkvöld og nótt og húsleitir framkvæmdar í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna, líkamsárás og hótunum. Mennirnir voru handteknir á sitthvorum staðnum og var nokkur viðbúnaður vegna þessa. Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögreglan áformar að senda frá sér frekari upplýsingar um málið þegar rannsókn þess vindur fram, mögulega síðar í dag. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um vopnaburð reyndist rangur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholti nú síðdegis. 19. nóvember 2020 19:25 Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15 Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36 Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02 Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær. Húsleit var gerð og tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir, hvor á sínum staðnum. Annar aðilinn mun samkvæmt heimildum fréttastofu vera karlmaður, lærður bardagaíþróttamaður, sem birti um liðna helgi myndband af sér ganga í skrokk á öðrum karlmanni. Að neðan má sjá stutt myndband af aðgerðum lögreglu í nótt. Sá var handtekinn og yfirheyrður vegna líkamsárásarinnar á sunnudag en í framhaldinu sleppt. Tveimur sólarhringum síðar kviknaði eldur í íbúð mannsins og er sterkur grunur um að kveikt hafi verið í íbúð hans. Myndband sem sýnir logandi hlut hent inn í íbúð mannsins er gagn í rannsókn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór handtaka meðal annars fram í Vallarási seint í gærkvöldi en óskýr mynd að ofan er frá vettvangi handtökunnar. Lögreglan hafði afskipti af þremur karlmönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi síðdegis í gær vegna rannsóknar málsins. Nokkur viðbúnaður var á vettvangi vegna málsins en grunur var um að einn mannanna væri vopnaður. Svo reyndist ekki vera og var enginn handtekinn í þeim aðgerðum. Uppfært klukkan 10:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar kemur fram að karlmennirnir séu á þrítugsaldri og að húsleitir hafi verið framkvæmdar. Von sé á frekari upplýsingum frá lögreglu í framhaldinu, mögulega síðar í dag, þegar rannsókn vindur fram. Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í umdæminu í gærkvöld og nótt og húsleitir framkvæmdar í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna, líkamsárás og hótunum. Mennirnir voru handteknir á sitthvorum staðnum og var nokkur viðbúnaður vegna þessa. Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögreglan áformar að senda frá sér frekari upplýsingar um málið þegar rannsókn þess vindur fram, mögulega síðar í dag.
Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í umdæminu í gærkvöld og nótt og húsleitir framkvæmdar í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna, líkamsárás og hótunum. Mennirnir voru handteknir á sitthvorum staðnum og var nokkur viðbúnaður vegna þessa. Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögreglan áformar að senda frá sér frekari upplýsingar um málið þegar rannsókn þess vindur fram, mögulega síðar í dag.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um vopnaburð reyndist rangur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholti nú síðdegis. 19. nóvember 2020 19:25 Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15 Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36 Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02 Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Grunur um vopnaburð reyndist rangur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholti nú síðdegis. 19. nóvember 2020 19:25
Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15
Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36
Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. 18. nóvember 2020 11:02
Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12