Með réttarstöðu sakbornings eftir veltuna í Öxnadal Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 13:58 Bíllinn alelda á slysstað í Öxnadal 6. nóvember. Ökumaður bíls sem valt út af þjóðveginum í Öxnadal í Hörgársveit fyrr í mánuðinum hefur réttarstöðu sakbornings. Málið er rannsakað sem líkamsmeiðing af gáleysi en ýmislegt er talið benda til þess að ökumaðurinn hafi ekið of hratt þegar bíllinn valt. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfestir þetta í samtali við Vísi. Bergur segir að ummerki á vettvangi og framburður vitna bendi til þess að ekið hafi verið yfir lögreglum hámarkshraða. Ætlaður hraði bílsins verði reiknaður út með aðstoð sérfræðings en niðurstaða frá honum liggi ekki fyrir. Á meðan sú rannsókn standi yfir hafi ökumaðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, réttarstöðu sakbornings. Rætt við farþega, ökumann og vegfarendur Tvö voru í bílnum, karl og kona. Þegar Vísir náði síðast tali af Bergi hafði lögregla ekki náð að ræða við fólkið sem flutt var talsvert slasað á sjúkrahús af slysstað. Bergur segir að nú hafi verið tekin af því skýrsla, sem og vegfarendum sem komu að slysinu og fólki sem varð bílsins vart. Konan hlaut fjöláverka við veltuna og slasaðist töluvert. Karlinn slasaðist líka en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi, að því er Bergur best veit. Slysið varð á þjóðvegi 1 til móts við bæinn Syðri-Bægisá í Öxnadal í Hörgársveit rétt fyrir klukkan hálf þrjú föstudaginn 6. nóvember. Samkvæmt ummerkjum á vettvangi var bifreiðinni ekið til norðurs en hafnaði síðan út af veginum og valt nokkrar veltur. Við það kom eldur upp í henni og varð hún fljótt alelda. Manninum tókst að komast út úr bílnum af sjálfsdáðum en konan vankaðist við veltina og þurfti að hjálpa henni út. Samgönguslys Hörgársveit Lögreglumál Tengdar fréttir Enn ekki náðst að ræða við fólkið í bílnum Lögregla hefur enn ekki náð að ræða við karl og konu sem lentu í alvarlegu bílslysi í Öxnadal í Hörgársveit fyrr í mánuðinum. 17. nóvember 2020 11:58 Hafa hvorki getað rætt við ökumann né farþega Karl og kona sem lentu í alvarlegu umferðarslysi í Öxnadal í Hörgársveit á föstudag liggja enn mikið slösuð á sjúkrahúsi. 9. nóvember 2020 13:32 Bíll alelda eftir veltu og tveir slasaðir Bílvelta varð á þjóðvegi 1 við Bægisá í Hörgársveitá þriðja tímanum í dag. 6. nóvember 2020 15:56 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Ökumaður bíls sem valt út af þjóðveginum í Öxnadal í Hörgársveit fyrr í mánuðinum hefur réttarstöðu sakbornings. Málið er rannsakað sem líkamsmeiðing af gáleysi en ýmislegt er talið benda til þess að ökumaðurinn hafi ekið of hratt þegar bíllinn valt. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfestir þetta í samtali við Vísi. Bergur segir að ummerki á vettvangi og framburður vitna bendi til þess að ekið hafi verið yfir lögreglum hámarkshraða. Ætlaður hraði bílsins verði reiknaður út með aðstoð sérfræðings en niðurstaða frá honum liggi ekki fyrir. Á meðan sú rannsókn standi yfir hafi ökumaðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, réttarstöðu sakbornings. Rætt við farþega, ökumann og vegfarendur Tvö voru í bílnum, karl og kona. Þegar Vísir náði síðast tali af Bergi hafði lögregla ekki náð að ræða við fólkið sem flutt var talsvert slasað á sjúkrahús af slysstað. Bergur segir að nú hafi verið tekin af því skýrsla, sem og vegfarendum sem komu að slysinu og fólki sem varð bílsins vart. Konan hlaut fjöláverka við veltuna og slasaðist töluvert. Karlinn slasaðist líka en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi, að því er Bergur best veit. Slysið varð á þjóðvegi 1 til móts við bæinn Syðri-Bægisá í Öxnadal í Hörgársveit rétt fyrir klukkan hálf þrjú föstudaginn 6. nóvember. Samkvæmt ummerkjum á vettvangi var bifreiðinni ekið til norðurs en hafnaði síðan út af veginum og valt nokkrar veltur. Við það kom eldur upp í henni og varð hún fljótt alelda. Manninum tókst að komast út úr bílnum af sjálfsdáðum en konan vankaðist við veltina og þurfti að hjálpa henni út.
Samgönguslys Hörgársveit Lögreglumál Tengdar fréttir Enn ekki náðst að ræða við fólkið í bílnum Lögregla hefur enn ekki náð að ræða við karl og konu sem lentu í alvarlegu bílslysi í Öxnadal í Hörgársveit fyrr í mánuðinum. 17. nóvember 2020 11:58 Hafa hvorki getað rætt við ökumann né farþega Karl og kona sem lentu í alvarlegu umferðarslysi í Öxnadal í Hörgársveit á föstudag liggja enn mikið slösuð á sjúkrahúsi. 9. nóvember 2020 13:32 Bíll alelda eftir veltu og tveir slasaðir Bílvelta varð á þjóðvegi 1 við Bægisá í Hörgársveitá þriðja tímanum í dag. 6. nóvember 2020 15:56 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Enn ekki náðst að ræða við fólkið í bílnum Lögregla hefur enn ekki náð að ræða við karl og konu sem lentu í alvarlegu bílslysi í Öxnadal í Hörgársveit fyrr í mánuðinum. 17. nóvember 2020 11:58
Hafa hvorki getað rætt við ökumann né farþega Karl og kona sem lentu í alvarlegu umferðarslysi í Öxnadal í Hörgársveit á föstudag liggja enn mikið slösuð á sjúkrahúsi. 9. nóvember 2020 13:32
Bíll alelda eftir veltu og tveir slasaðir Bílvelta varð á þjóðvegi 1 við Bægisá í Hörgársveitá þriðja tímanum í dag. 6. nóvember 2020 15:56