Leggjumst öll á eitt Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 16:30 Yfirborð jarðar hefur verið að hlýna allar götur síðan iðnbyltingin hófst. Við erum nú þegar farin að upplifa alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar vegna loftslagsbreytinga. Til þess að koma í veg fyrir að vont verði ennþá verra þarf samhent átak. Stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar verða öll að leggjast á eitt. Ísland trónir á toppnum í fyrsta til öðru sæti sem það land í Evrópu sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum á íbúa byggt á þeim skuldbindingum sem falla undir Parísarsáttmálann. Hvað getum við gert? Við getum breytt ferðavenjum og dregið úr notkun jarðefnaeldsneytis og minnkað þar með mengun. Við getum nýtt auðlindir okkar betur á sjálfbærari máta og staðið vörð um líffræðilegan fjölbreytileika í heiminum. Við getum stutt við græna nýsköpun með nýjum lausnum í baráttunni. Við getum stytt vegalengdir, tekið minna pláss bæði undir okkar mannvirki og umgang. Ekkert eitt ráð dugar. Við þurfum að gera þetta allt og miklu meira. Grænar aðalskipulagsbreytingar Til kynningar er viðauki við núverandi aðalskipulag Reykjavíkur sem kveður á um einmitt þetta og styður við þéttingu byggðar, fjölbreytta ferðamáta og útrýmingu jarðefnaeldsneytis. Úr breytingartillögum um aðalskipulag. Forkynning á þessum grænu breytingum aðalskipulagsins er að ljúka og í dag er síðasti dagurinn til að senda inn athugasemdir í þeim fasa. Þá verða athugasemdir skoðaðar og endanleg tillaga útfærð sem fer svo aftur í kynningarferli þar sem aftur verður hægt að skila inn athugasemdum. Mikilvægt er að viðhafa svo öflugt samráðsferli við mikilvægar ákvarðanir enda almenningur gjarnan róttækari en stjórnvöld þegar kemur að loftslagsmálum. Ég hvet þig til að kynna þér breytingarnar og skila inn athugasemdum. Með því að þétta byggð nýtast innviðirnir betur og því þarf ekki jafn umfangsmikla uppbyggingu nýrra innviða. Allur rekstur og viðhald nýtist líka betur og með þéttari byggð verður hægt að halda uppi hagkvæmum almenningssamgöngum. Einstaklingum og fyrirtækjum færir þéttari byggð styttri vegalengdir og mikinn sparnað í tíma og auðlindum og dregur þannig úr mengun. Fyrir utan auðvitað þá staðreynd að við viðhöldum ósnortinni náttúru. Juliette Rowland Núverandi aðalskipulag er í raun fyrsta heildarskipulag borgarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir nýjum úthverfum í jaðri byggðarinnar. Í aðalskipulagsbreytingum sem eru til kynningar er samt gert ráð fyrir heilu nýju hverfi sem mun brjóta blað sem fyrsta heildstæða borgarhverfið sem byggt hefur verið í Reykjavík og sker sig úr að því leyti að það kemur ekki til með að rísa í jaðri borgarinnar heldur á Ártúnshöfðanum, nálægt miðju höfuðborgarsvæðisins. Hverfið mun rúma sirka sama fjölda af íbúðum og er að finna í öllum Grafarvogi, en á aðeins fimmtungi af landsvæðinu. Í þessum aðalskipulagsbreytingum eru einnig sett fram markmið um að samgöngur í borginni verði kolefnishlutlausar þar sem við hættum að nota jarðefnaeldsneyti. Þar eru einnig sett fram metnaðarfyllstu markmið um breytta ferðamáta sem sett hafa verið í þessari borg, þar sem hlutdeild einkabílsins á að fara undir 50% af öllum ferðum. Þessi markmið eru fullkomlega í takt við stefnu okkar Pírata sem var til umfjöllunar á umhverfisþingi Pírata síðustu helgi. Í aðalskipulagsbreytingunni er auk þess verið að festa Borgarlínu í sessi, en hún hefur nú verið fjármögnuð í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Síðustu áratugi hefur í reynd verið mjög erfitt og jafnvel af mörgum talið ómögulegt að komast af án einkabíls í Reykjavík. Það er ekki valfrelsi. Við viljum ekki öll þurfa að eiga bíl og svo er það dýrt og óumhverfisvænt. Við erum að þétta byggð og byggja upp fjölbreyttari ferðamáta svo þú hafir alvöru val um að ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur. Stundum er talað eins og Íslendingar vilji bara aka einkabíl, eins og það sé samofið menningunni. Nýleg könnun sýnir þó fram á að stór hluti þeirra sem aka einkabíl í dag myndi frekar vilja ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur ef það væri aðgengilegra. Kannski það sé skipulagið sem hefur verið örlagavaldurinn, en ekki menningin? Græn nýsköpun Með því að setja metfjárfestingu í þróun nýrra lausna, nútímavæðingu þjónustu og stafrænni umbreytingu er verið að einfalda þjónustuferla til að minnka auðlindanotkun, draga úr mengun en um leið auka aðgengi allra að þjónustu borgarinnar. Juliette Rowland Í dag voru veittar viðurkenningar á loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð. CarbFix-verkefni Orkuveitu Reykjavíkur fékk nýsköpunarviðurkenninguna enda fyrirmyndarverkefni þar sem tækni hefur verið þróuð til að binda gróðurhúsalofttegundir í berg. Það eru nákvæmlega slík græn þróunarverkefni sem samfélagið verður að styðja við að koma á fót. Það er ein af ástæðum þess að Reykjavíkurborg ákvað á síðasta borgarstjórnarfundi að gerast bakhjarl nýs græns nýsköpunarhraðals. Auk þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda munu verkefnin skapa ný störf fyrir vel menntað fólk með fjölbreytta reynslu og styðja þannig við samkeppnishæfni samfélagsins. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að borgarþróun í þágu loftslagsins er þróun í þágu samkeppnishæfni. Juliette Rowland Með græna planinu sem samþykkt var í borgarstjórn fyrr í ár, sem er kjölfestan í viðspyrnu borgarinnar vegna Covid-19, er lagður grundvöllur að aukinni fjárfestingu sem mun ekki bara virka sem efnahagsleg viðspyrna, heldur munu þessar aðgerðir vinna í þágu náttúrunnar og komandi kynslóða. Viðspyrnan er græn og tekur ekki bara á fjárhagslegum ógöngum heldur einnig umhverfislegum. Áskoranirnar eru flóknar en leiðirnar margar og eitt er víst; Að verkefnið er brýnt og tíminn er núna. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skipulag Reykjavík Umhverfismál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Yfirborð jarðar hefur verið að hlýna allar götur síðan iðnbyltingin hófst. Við erum nú þegar farin að upplifa alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar vegna loftslagsbreytinga. Til þess að koma í veg fyrir að vont verði ennþá verra þarf samhent átak. Stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar verða öll að leggjast á eitt. Ísland trónir á toppnum í fyrsta til öðru sæti sem það land í Evrópu sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum á íbúa byggt á þeim skuldbindingum sem falla undir Parísarsáttmálann. Hvað getum við gert? Við getum breytt ferðavenjum og dregið úr notkun jarðefnaeldsneytis og minnkað þar með mengun. Við getum nýtt auðlindir okkar betur á sjálfbærari máta og staðið vörð um líffræðilegan fjölbreytileika í heiminum. Við getum stutt við græna nýsköpun með nýjum lausnum í baráttunni. Við getum stytt vegalengdir, tekið minna pláss bæði undir okkar mannvirki og umgang. Ekkert eitt ráð dugar. Við þurfum að gera þetta allt og miklu meira. Grænar aðalskipulagsbreytingar Til kynningar er viðauki við núverandi aðalskipulag Reykjavíkur sem kveður á um einmitt þetta og styður við þéttingu byggðar, fjölbreytta ferðamáta og útrýmingu jarðefnaeldsneytis. Úr breytingartillögum um aðalskipulag. Forkynning á þessum grænu breytingum aðalskipulagsins er að ljúka og í dag er síðasti dagurinn til að senda inn athugasemdir í þeim fasa. Þá verða athugasemdir skoðaðar og endanleg tillaga útfærð sem fer svo aftur í kynningarferli þar sem aftur verður hægt að skila inn athugasemdum. Mikilvægt er að viðhafa svo öflugt samráðsferli við mikilvægar ákvarðanir enda almenningur gjarnan róttækari en stjórnvöld þegar kemur að loftslagsmálum. Ég hvet þig til að kynna þér breytingarnar og skila inn athugasemdum. Með því að þétta byggð nýtast innviðirnir betur og því þarf ekki jafn umfangsmikla uppbyggingu nýrra innviða. Allur rekstur og viðhald nýtist líka betur og með þéttari byggð verður hægt að halda uppi hagkvæmum almenningssamgöngum. Einstaklingum og fyrirtækjum færir þéttari byggð styttri vegalengdir og mikinn sparnað í tíma og auðlindum og dregur þannig úr mengun. Fyrir utan auðvitað þá staðreynd að við viðhöldum ósnortinni náttúru. Juliette Rowland Núverandi aðalskipulag er í raun fyrsta heildarskipulag borgarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir nýjum úthverfum í jaðri byggðarinnar. Í aðalskipulagsbreytingum sem eru til kynningar er samt gert ráð fyrir heilu nýju hverfi sem mun brjóta blað sem fyrsta heildstæða borgarhverfið sem byggt hefur verið í Reykjavík og sker sig úr að því leyti að það kemur ekki til með að rísa í jaðri borgarinnar heldur á Ártúnshöfðanum, nálægt miðju höfuðborgarsvæðisins. Hverfið mun rúma sirka sama fjölda af íbúðum og er að finna í öllum Grafarvogi, en á aðeins fimmtungi af landsvæðinu. Í þessum aðalskipulagsbreytingum eru einnig sett fram markmið um að samgöngur í borginni verði kolefnishlutlausar þar sem við hættum að nota jarðefnaeldsneyti. Þar eru einnig sett fram metnaðarfyllstu markmið um breytta ferðamáta sem sett hafa verið í þessari borg, þar sem hlutdeild einkabílsins á að fara undir 50% af öllum ferðum. Þessi markmið eru fullkomlega í takt við stefnu okkar Pírata sem var til umfjöllunar á umhverfisþingi Pírata síðustu helgi. Í aðalskipulagsbreytingunni er auk þess verið að festa Borgarlínu í sessi, en hún hefur nú verið fjármögnuð í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Síðustu áratugi hefur í reynd verið mjög erfitt og jafnvel af mörgum talið ómögulegt að komast af án einkabíls í Reykjavík. Það er ekki valfrelsi. Við viljum ekki öll þurfa að eiga bíl og svo er það dýrt og óumhverfisvænt. Við erum að þétta byggð og byggja upp fjölbreyttari ferðamáta svo þú hafir alvöru val um að ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur. Stundum er talað eins og Íslendingar vilji bara aka einkabíl, eins og það sé samofið menningunni. Nýleg könnun sýnir þó fram á að stór hluti þeirra sem aka einkabíl í dag myndi frekar vilja ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur ef það væri aðgengilegra. Kannski það sé skipulagið sem hefur verið örlagavaldurinn, en ekki menningin? Græn nýsköpun Með því að setja metfjárfestingu í þróun nýrra lausna, nútímavæðingu þjónustu og stafrænni umbreytingu er verið að einfalda þjónustuferla til að minnka auðlindanotkun, draga úr mengun en um leið auka aðgengi allra að þjónustu borgarinnar. Juliette Rowland Í dag voru veittar viðurkenningar á loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð. CarbFix-verkefni Orkuveitu Reykjavíkur fékk nýsköpunarviðurkenninguna enda fyrirmyndarverkefni þar sem tækni hefur verið þróuð til að binda gróðurhúsalofttegundir í berg. Það eru nákvæmlega slík græn þróunarverkefni sem samfélagið verður að styðja við að koma á fót. Það er ein af ástæðum þess að Reykjavíkurborg ákvað á síðasta borgarstjórnarfundi að gerast bakhjarl nýs græns nýsköpunarhraðals. Auk þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda munu verkefnin skapa ný störf fyrir vel menntað fólk með fjölbreytta reynslu og styðja þannig við samkeppnishæfni samfélagsins. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að borgarþróun í þágu loftslagsins er þróun í þágu samkeppnishæfni. Juliette Rowland Með græna planinu sem samþykkt var í borgarstjórn fyrr í ár, sem er kjölfestan í viðspyrnu borgarinnar vegna Covid-19, er lagður grundvöllur að aukinni fjárfestingu sem mun ekki bara virka sem efnahagsleg viðspyrna, heldur munu þessar aðgerðir vinna í þágu náttúrunnar og komandi kynslóða. Viðspyrnan er græn og tekur ekki bara á fjárhagslegum ógöngum heldur einnig umhverfislegum. Áskoranirnar eru flóknar en leiðirnar margar og eitt er víst; Að verkefnið er brýnt og tíminn er núna. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar