Fagnar því að neytandinn hafi haft sigur Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2020 21:21 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Hægra megin á mynd sést Eames-hægindastóll, sambærilegur þeim sem málið varðar. Arnar/penninn Formaður Neytendasamtakanna fagnar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konu, sem neitað var um að fá hægindastól afhentan sem hún greiddi að stærstum hluta fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Hann segir málið ódæmigert; flest mál sem tengist inneignarnótum og rati inn á borð samtakanna varði gildistíma. Vísir fjallaði um dóm héraðsdóms í dag en málið varðar konu sem keypti Eames-hægindastól fyrir rétt rúma milljón króna hjá Pennanum sumarið 2018. Nær allt andvirði stólsins greiddi konan með inneignarnótum sem hún hafði öðlast með bóksölu á skiptibókamarkaði Pennans og gjafakorti. Enginn fyrirvari var gerður við greiðsluna og gefinn var út sölureikningur fyrir kaupunum. Síðar hafnaði Penninn því að afhenda konunni stólinn og sagði viðskiptin ekki hafa verið lögmæt. Pennanum var þó loks gert að afhenda konunni stólinn. „Veit ekki hvað Pennanum gengur til“ „Fyrstu viðbrögð eru að það sé gott að fyrirtækinu sé gert að taka við eigin gjafakortum og inneignarnótum, það finnst manni mjög eðlilegt. Og svo náttúrulega, eins og er í svona málum, eru vafaatriði dæmd neytandanum í hag, sem er líka eðlilegt gagnvart venjulegum neytendarétti,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Maður veit ekki hvað Pennanum gengur til að afhenda ekki vöruna, því samkvæmt þessari frétt þá er enginn ágreiningur um að hún gerði þennan kaupsamning og greiddi vöruna, með inneignarnótu, gjafabréfi og 18 þúsund krónum í reiðufé.“ Upphæðin einnig óvenjuleg Breki segir að hann hafi ekki fengið veður af sambærilegu máli áður. „Ég get ekki sagt að þetta sé dæmigert mál fyrir það sem við fáum til okkar. Þetta er óvenjulegt á marga vegu.“ Mál tengd gjafakortum og inneignarnótum sem koma á borð samtakanna varði yfirleitt gildistíma. „Oft á tíðum er skammur gildistími og við höfum verið að gagnrýna það mjög og hefðum viljað hafa einhvers konar samræmdan tíma. Mörg fyrirtæki eru farin að bjóða upp á ótakmarkaðan gildistíma, þ.e.a.s. að það rennur ekki út, önnur fyrirtæki standa enn á því að inneignarnótur renni út á einu ári. Við teljum að þetta eigi að vera eins og aðrar fjárkröfur,“ segir Breki. Ekki hefur enn reynt á gildistíma gjafabréfa eða inneignarnóta fyrir dómstólum „Við erum að bíða eftir einhverju slíku máli að fara með. En yfirleitt eru þetta ekki svona háar upphæðir eins og þetta, þetta eru yfirleitt einhverjir þúsundkallar eða tugir þúsunda að hámarki, en ekki milljón. Sem er líka ódæmigert fyrir þau mál sem koma til okkar. En við fögnum þessari niðurstöðu fyrir hönd neytandans.“ Neytendur Dómsmál Tengdar fréttir Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13 Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Vísir fjallaði um dóm héraðsdóms í dag en málið varðar konu sem keypti Eames-hægindastól fyrir rétt rúma milljón króna hjá Pennanum sumarið 2018. Nær allt andvirði stólsins greiddi konan með inneignarnótum sem hún hafði öðlast með bóksölu á skiptibókamarkaði Pennans og gjafakorti. Enginn fyrirvari var gerður við greiðsluna og gefinn var út sölureikningur fyrir kaupunum. Síðar hafnaði Penninn því að afhenda konunni stólinn og sagði viðskiptin ekki hafa verið lögmæt. Pennanum var þó loks gert að afhenda konunni stólinn. „Veit ekki hvað Pennanum gengur til“ „Fyrstu viðbrögð eru að það sé gott að fyrirtækinu sé gert að taka við eigin gjafakortum og inneignarnótum, það finnst manni mjög eðlilegt. Og svo náttúrulega, eins og er í svona málum, eru vafaatriði dæmd neytandanum í hag, sem er líka eðlilegt gagnvart venjulegum neytendarétti,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Maður veit ekki hvað Pennanum gengur til að afhenda ekki vöruna, því samkvæmt þessari frétt þá er enginn ágreiningur um að hún gerði þennan kaupsamning og greiddi vöruna, með inneignarnótu, gjafabréfi og 18 þúsund krónum í reiðufé.“ Upphæðin einnig óvenjuleg Breki segir að hann hafi ekki fengið veður af sambærilegu máli áður. „Ég get ekki sagt að þetta sé dæmigert mál fyrir það sem við fáum til okkar. Þetta er óvenjulegt á marga vegu.“ Mál tengd gjafakortum og inneignarnótum sem koma á borð samtakanna varði yfirleitt gildistíma. „Oft á tíðum er skammur gildistími og við höfum verið að gagnrýna það mjög og hefðum viljað hafa einhvers konar samræmdan tíma. Mörg fyrirtæki eru farin að bjóða upp á ótakmarkaðan gildistíma, þ.e.a.s. að það rennur ekki út, önnur fyrirtæki standa enn á því að inneignarnótur renni út á einu ári. Við teljum að þetta eigi að vera eins og aðrar fjárkröfur,“ segir Breki. Ekki hefur enn reynt á gildistíma gjafabréfa eða inneignarnóta fyrir dómstólum „Við erum að bíða eftir einhverju slíku máli að fara með. En yfirleitt eru þetta ekki svona háar upphæðir eins og þetta, þetta eru yfirleitt einhverjir þúsundkallar eða tugir þúsunda að hámarki, en ekki milljón. Sem er líka ódæmigert fyrir þau mál sem koma til okkar. En við fögnum þessari niðurstöðu fyrir hönd neytandans.“
Neytendur Dómsmál Tengdar fréttir Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13 Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13
Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45
ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03