Komum í veg fyrir varanlegt tjón! Kári Gautason skrifar 4. desember 2020 17:01 Framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda skrifaði nokkra ádrepu í Mogganum í gær, vegna þess meinta þrýstings sem borist hefur frá bændum til stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna alvarlegs ástands sem blasir við á innlendum markaði. Ólafur Stephensen gerir lítið úr vandanum og telur að almennar aðgerðir séu nægjanlegar til þess að mæta honum. Það þykja mér óskynsamleg skrif. Vegna þess að hann lítur framhjá því hvernig landbúnaður sker sig frá öðrum framleiðslugreinum, sérstaklega við þessar aðstæður. Trú á kennisetningar í stað þess að reiða sig á rökhyggju hefðu ekki skilað miklum árangri í glímunni við þá veiru sem hrjáir okkur þessi misserin. Það sem á sér stað um þessar mundir er það að framboð á tollkvótum til Íslands hefur aukist mjög hratt. Þar er um að ræða mikið magn vegna viðskiptasamnings sem gerður var í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs. Grátt ofan í svart Aðalatriðið er þó að eftirspurnin hefur á þessu ári hríðfallið vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Sala á lambakjöti dróst saman um 25% á þriðja ársfjórðungi og verulegur samdráttur varð í nautakjötssölu. Til að bæta gráu ofan á svart var ferlinu sem býr til verðið á tollkvótunum breytt með þeim hætti að handvirkt framkallar það lægra verð. Niðurstaðan lætur ekki á sér standa. Verðið á tollkvótunum hefur lækkað mjög skarpt en hinsvegar virðist það ætla að láta bíða eftir sér að verðlækkunin skili sér til neytenda ef marka má gögn Hagstofunnar. En á sama tíma lækkar verð til bænda. Á að segja nautunum upp? Trúi maður í blindni á ósýnilega hönd markaðarins mæti ætla að bændur myndu einfaldlega draga úr framleiðslumagni til þess að aðlaga framboðið að eftirspurn. Það er hægara sagt en gert því framleiðsluferill búvara er langur. Ákvarðanir um framleiðslumagn á nautakjöti voru teknar af bændum fyrir 18-20 mánuðum síðan, þegar þeir settu á nautkálfa. Þessu til viðbótar er það hagur hvers og eins bónda að framleiða svo lengi sem hvert kg leggur eitthvað upp í fastan kostnað hvers bús. Það er vegna þess að yfirleitt eru heimili bænda undir sem veð fyrir rekstrinum. Hér virka hinar almennu aðgerðir stjórnvalda einfaldlega ekki eins vel. Það er erfitt að setja naut á hlutabótaleið eða segja þeim upp. Evrópa lágmarkar tjónið Þetta er ekki séríslenskt, heldur er um að ræða almenn viðhorf sem gilda einnig í nágrannalöndum okkar. Að þeim sökum er Evrópusambandið að kippa úr sambandi markaðsreglum tímabundið til þess að stíga ölduna. Fínustu vínþrúgum, sem alla jafna eru notaðar í kampavín, er breytt í sótthreinsispritt. Sláturhúsum er greitt fyrir að frysta kjöt til að halda uppi verðinu. Evrópusambandið kaupir smjör og duft til þess eins að halda uppi verðinu. ESB beitir öllu vopnabúri sínu til þess að lágmarka tjónið fyrir sína bændur. Það er nefnilega um þessháttar tjón að ræða sem getur haft það í för með sér að bið verði á efnahagsbatanum, ef tjónið verðurn innlendir framleiðsluþættir skaðast varanlega. Þetta er þjóðaröryggismál Í nýlegu hefti af Economist var fjallað um þá lærdóma sem heimsbyggðin gæti lært af þessu ári. Eitt af þeim var að taka ólíklegum atburðum alvarlega og nefna þar sýklalyfjaónæmi sérstaklega. Um árabil hefur verið bent á það að fæðuöryggi og matvælaöryggi eru ekki orðin tóm eða markaðsbrellur. Heldur þjóðaröryggismál. Við höfum stjórn á þessum öryggisþáttum með því að hér sé innlend framleiðsla. Við höfum stjórn á aðbúnaði, lyfjanotkun og öðru sem máli skiptir. Það höfum við ekki ef við stórsköðum innlenda framleiðslu með því að stinga höfðinu í sandinn og treysta á að kennisetningar nýfrjálshyggjunnar leysi vandann. Það gera þær sjaldnast – heldur vanalega hlaða þær fjármunum til fámennrar stétt kapítalista. Á meðan sogast störf héðan á erlenda grundu og koma aldrei aftur. Höfundur er búfjárerfðafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Kári Gautason Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda skrifaði nokkra ádrepu í Mogganum í gær, vegna þess meinta þrýstings sem borist hefur frá bændum til stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna alvarlegs ástands sem blasir við á innlendum markaði. Ólafur Stephensen gerir lítið úr vandanum og telur að almennar aðgerðir séu nægjanlegar til þess að mæta honum. Það þykja mér óskynsamleg skrif. Vegna þess að hann lítur framhjá því hvernig landbúnaður sker sig frá öðrum framleiðslugreinum, sérstaklega við þessar aðstæður. Trú á kennisetningar í stað þess að reiða sig á rökhyggju hefðu ekki skilað miklum árangri í glímunni við þá veiru sem hrjáir okkur þessi misserin. Það sem á sér stað um þessar mundir er það að framboð á tollkvótum til Íslands hefur aukist mjög hratt. Þar er um að ræða mikið magn vegna viðskiptasamnings sem gerður var í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs. Grátt ofan í svart Aðalatriðið er þó að eftirspurnin hefur á þessu ári hríðfallið vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Sala á lambakjöti dróst saman um 25% á þriðja ársfjórðungi og verulegur samdráttur varð í nautakjötssölu. Til að bæta gráu ofan á svart var ferlinu sem býr til verðið á tollkvótunum breytt með þeim hætti að handvirkt framkallar það lægra verð. Niðurstaðan lætur ekki á sér standa. Verðið á tollkvótunum hefur lækkað mjög skarpt en hinsvegar virðist það ætla að láta bíða eftir sér að verðlækkunin skili sér til neytenda ef marka má gögn Hagstofunnar. En á sama tíma lækkar verð til bænda. Á að segja nautunum upp? Trúi maður í blindni á ósýnilega hönd markaðarins mæti ætla að bændur myndu einfaldlega draga úr framleiðslumagni til þess að aðlaga framboðið að eftirspurn. Það er hægara sagt en gert því framleiðsluferill búvara er langur. Ákvarðanir um framleiðslumagn á nautakjöti voru teknar af bændum fyrir 18-20 mánuðum síðan, þegar þeir settu á nautkálfa. Þessu til viðbótar er það hagur hvers og eins bónda að framleiða svo lengi sem hvert kg leggur eitthvað upp í fastan kostnað hvers bús. Það er vegna þess að yfirleitt eru heimili bænda undir sem veð fyrir rekstrinum. Hér virka hinar almennu aðgerðir stjórnvalda einfaldlega ekki eins vel. Það er erfitt að setja naut á hlutabótaleið eða segja þeim upp. Evrópa lágmarkar tjónið Þetta er ekki séríslenskt, heldur er um að ræða almenn viðhorf sem gilda einnig í nágrannalöndum okkar. Að þeim sökum er Evrópusambandið að kippa úr sambandi markaðsreglum tímabundið til þess að stíga ölduna. Fínustu vínþrúgum, sem alla jafna eru notaðar í kampavín, er breytt í sótthreinsispritt. Sláturhúsum er greitt fyrir að frysta kjöt til að halda uppi verðinu. Evrópusambandið kaupir smjör og duft til þess eins að halda uppi verðinu. ESB beitir öllu vopnabúri sínu til þess að lágmarka tjónið fyrir sína bændur. Það er nefnilega um þessháttar tjón að ræða sem getur haft það í för með sér að bið verði á efnahagsbatanum, ef tjónið verðurn innlendir framleiðsluþættir skaðast varanlega. Þetta er þjóðaröryggismál Í nýlegu hefti af Economist var fjallað um þá lærdóma sem heimsbyggðin gæti lært af þessu ári. Eitt af þeim var að taka ólíklegum atburðum alvarlega og nefna þar sýklalyfjaónæmi sérstaklega. Um árabil hefur verið bent á það að fæðuöryggi og matvælaöryggi eru ekki orðin tóm eða markaðsbrellur. Heldur þjóðaröryggismál. Við höfum stjórn á þessum öryggisþáttum með því að hér sé innlend framleiðsla. Við höfum stjórn á aðbúnaði, lyfjanotkun og öðru sem máli skiptir. Það höfum við ekki ef við stórsköðum innlenda framleiðslu með því að stinga höfðinu í sandinn og treysta á að kennisetningar nýfrjálshyggjunnar leysi vandann. Það gera þær sjaldnast – heldur vanalega hlaða þær fjármunum til fámennrar stétt kapítalista. Á meðan sogast störf héðan á erlenda grundu og koma aldrei aftur. Höfundur er búfjárerfðafræðingur.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun