Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2020 21:11 Hrefna Erlinda Valdemarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Hrefnu, með reyktan regnbogasilung úr eldiskvíum í Önundarfirði. Egill Aðalsteinsson Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. Fiskeldið er helsti vaxtarsproti Vestfjarða um þessar mundir en í kvíum í Önundarfirði er verið að ala regnbogasilung, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Fiskeldisbáturinn Aldan ÍS-47 við kvíar í Önundarfirði. Flateyri í baksýn.Egill Aðalsteinsson Í litlu húsi yst á Flateyrarodda stofnaði ungur Flateyringur Fiskvinnsluna Hrefnu í fyrra. Hún heitir Hrefna Valdemarsdóttir og fullvinnur matvæli úr eldisfiski. „Hérna er reykti laxinn og grafni laxinn úr Dýrafirði frá Arctic. Og svo er það regnboginn úr Önundarfirði, sem ég fæ bara beint hérna inn um dyrnar,“ segir Hrefna um leið og hún sýnir okkur vörurnar, sem eru áframvinnsla úr fiskeldinu. Hún er einnig að þróa nýja vöru sem hún kallar laxgæti, eða sælgæti úr laxi, sem hún segir í líkingu við „beef jerky“. Frá Flateyri við Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson Hún selur matvælin undir vörumerkinu Ísfirðingur. Starfsmennirnir eru orðnir þrír og Hrefna segir söluna ganga ágætlega. „Það virðist vera rosalegur áhugi og salan aðeins aukist, svona miðað við ástandið í dag. Náttúrlega covid hefur áhrif á alla. En ég myndi segja að þetta væri bara rosalega fínt í dag. Við höldum bara áfram að vinna í okkar markaðsmálum til að ná meiru,“ segir Hrefna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Einnig verður rætt við Hrefnu í þættinum Um land allt á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, sem fjallar um Flateyri og Önundarfjörð. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Ísafjarðarbær Fiskeldi Sjávarútvegur Byggðamál Matvælaframleiðsla Um land allt Tengdar fréttir Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51 Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Fiskeldið er helsti vaxtarsproti Vestfjarða um þessar mundir en í kvíum í Önundarfirði er verið að ala regnbogasilung, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Fiskeldisbáturinn Aldan ÍS-47 við kvíar í Önundarfirði. Flateyri í baksýn.Egill Aðalsteinsson Í litlu húsi yst á Flateyrarodda stofnaði ungur Flateyringur Fiskvinnsluna Hrefnu í fyrra. Hún heitir Hrefna Valdemarsdóttir og fullvinnur matvæli úr eldisfiski. „Hérna er reykti laxinn og grafni laxinn úr Dýrafirði frá Arctic. Og svo er það regnboginn úr Önundarfirði, sem ég fæ bara beint hérna inn um dyrnar,“ segir Hrefna um leið og hún sýnir okkur vörurnar, sem eru áframvinnsla úr fiskeldinu. Hún er einnig að þróa nýja vöru sem hún kallar laxgæti, eða sælgæti úr laxi, sem hún segir í líkingu við „beef jerky“. Frá Flateyri við Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson Hún selur matvælin undir vörumerkinu Ísfirðingur. Starfsmennirnir eru orðnir þrír og Hrefna segir söluna ganga ágætlega. „Það virðist vera rosalegur áhugi og salan aðeins aukist, svona miðað við ástandið í dag. Náttúrlega covid hefur áhrif á alla. En ég myndi segja að þetta væri bara rosalega fínt í dag. Við höldum bara áfram að vinna í okkar markaðsmálum til að ná meiru,“ segir Hrefna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Einnig verður rætt við Hrefnu í þættinum Um land allt á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, sem fjallar um Flateyri og Önundarfjörð. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Ísafjarðarbær Fiskeldi Sjávarútvegur Byggðamál Matvælaframleiðsla Um land allt Tengdar fréttir Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51 Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45
Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51
Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46