Barr ekki lengur í náðinni og sagður íhuga að hætta Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2020 09:00 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er ekki lengur í náðinni hjá Trump. AP/Jeff Roberson William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, íhugar að hætta sem ráðherra, áður en kjörtímabild Donald Trumps, forseta, rennur út í næsta mánuði. Trump brást mjög reiður við þegar Barr sagði nýverið í viðtali að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ekki fundið neinar sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði. Eftir viðtalið neitaði Trump að segja hvort hann bæri enn traust til dómsmálaráðherra síns og ötulustu stuðningsmenn forsetans hafa gengið hart fram gegn Barr. Meðal annars hefur hann sagður verið meðlimur „djúpríkisins“ Sjá einnig: Barr kannast ekki við svindl Samkvæmt heimildum New York Times er Barr að íhuga að segja af sér fyrir árslok, en Joe Biden tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar. Hann mun þó ekki hafa tekið ákvörðun enn. Frá því Barr tók við embætti hefur hann ítrekað verið sakaður um að beita dómsmálaráðuneytinu í hag forsetans. Hann hefur látið rannsaka pólitíska andstæðinga Trumps og stöðvað rannsóknir gagnvart bandamönnum forsetans og vinum hans eins og Michael Flynn og Roger Stone. Í sumar skipaði Barr lögreglumönnum að reka friðsama mótmælendur frá Laffayette-torgi skammt frá Hvíta húsinu, svo Trump gæti farið í myndatöku þar. Fleiri miðlar vestanhafs hafa heimildir fyrir því að Barr sé að íhuga að hætta. Þeirra á meðal er Washington Post. Heimildarmenn þess miðils segja Barr hafa verið byrjaðan að velta því fyrir sér að hætta, áður en Trump kastaði honum fyrir úlfana, ef svo má að orði komast. Fregnir hafa þó borist af því að Trump hafi íhugað, og sé að íhuga, að reka Barr. Á blaðamannafundi í síðustu viku, þegar Trump neitaði að segja hvort Barr nyti trausts hans, gagnrýndi forsetinn hann fyrir að hafa „ekkert gert“ varðandi ásakanir Trumps um kosningasvik. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. 18. nóvember 2020 15:47 Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir þingnefnd í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. 28. júlí 2020 23:49 Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 24. júní 2020 08:35 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Eftir viðtalið neitaði Trump að segja hvort hann bæri enn traust til dómsmálaráðherra síns og ötulustu stuðningsmenn forsetans hafa gengið hart fram gegn Barr. Meðal annars hefur hann sagður verið meðlimur „djúpríkisins“ Sjá einnig: Barr kannast ekki við svindl Samkvæmt heimildum New York Times er Barr að íhuga að segja af sér fyrir árslok, en Joe Biden tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar. Hann mun þó ekki hafa tekið ákvörðun enn. Frá því Barr tók við embætti hefur hann ítrekað verið sakaður um að beita dómsmálaráðuneytinu í hag forsetans. Hann hefur látið rannsaka pólitíska andstæðinga Trumps og stöðvað rannsóknir gagnvart bandamönnum forsetans og vinum hans eins og Michael Flynn og Roger Stone. Í sumar skipaði Barr lögreglumönnum að reka friðsama mótmælendur frá Laffayette-torgi skammt frá Hvíta húsinu, svo Trump gæti farið í myndatöku þar. Fleiri miðlar vestanhafs hafa heimildir fyrir því að Barr sé að íhuga að hætta. Þeirra á meðal er Washington Post. Heimildarmenn þess miðils segja Barr hafa verið byrjaðan að velta því fyrir sér að hætta, áður en Trump kastaði honum fyrir úlfana, ef svo má að orði komast. Fregnir hafa þó borist af því að Trump hafi íhugað, og sé að íhuga, að reka Barr. Á blaðamannafundi í síðustu viku, þegar Trump neitaði að segja hvort Barr nyti trausts hans, gagnrýndi forsetinn hann fyrir að hafa „ekkert gert“ varðandi ásakanir Trumps um kosningasvik.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. 18. nóvember 2020 15:47 Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir þingnefnd í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. 28. júlí 2020 23:49 Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 24. júní 2020 08:35 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41
Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30
Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. 18. nóvember 2020 15:47
Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25
Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir þingnefnd í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. 28. júlí 2020 23:49
Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 24. júní 2020 08:35