Ljósmyndara synjað um lokunarstyrk: „Þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2020 10:08 Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, þurfti að loka starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Engu að síður hefur henni verið neitað um lokunarstyrk. Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, furðar sig á því að hún skuli ekki eiga rétt á lokunarstyrk frá stjórnvöldum vegna kórónuveirufaraldursins. Hún hefur tvisvar lokað vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda; hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Hún segir faraldurinn hafa kollvarpað rekstrinum. Rán sérhæfir sig í nýburaljósmyndun sem krefst mikillar nálægðar að hennar sögn enda þurfi hún að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Hún hafi því talið að sér bæri að loka sinni starfsemi þar sem hún geti ekki haldið tveggja metra fjarlægð. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Þegar það er talað um, ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Þetta var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem hún ræddi þessi mál. Hún sótti um lokunarstyrk hjá ríkisskattstjóra. „Og þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum. Ég sérhæfi mig í nýburaljósmyndun og gef mig út fyrir það helst, sinni fleiri verkefnum í hjáverkum þegar ég get en það mætir algjörum afgangi en þeir vilja meina að ég hefði bara getað snúið mér að einhverju öðru, farið að mynda landslag eða leirmuni eða hvað sem það er,“ sagði Rán. Þá benti hún á að þetta virtist ekki eiga við alla. „Það var ekki sagt við sjúkraþjálfara á punktinum með engum fyrirvara geturðu ekki bara snúið þér að viðskiptavinum sem þurfa bara æfingar á gólfi en ekki sjúkranudd eða slíkt. Þetta er álíka fáránlegt.“ Lýsir ákveðinni vanþekkingu á hennar starfi Rán sagði að hún hefði kært þessa ákvörðun ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar. „Svo segja þeir mér að þeir hafi ráðfært sig við heilbrigðisráðuneytið sem taka undir þessa ákvörðun RSK um að ég hafi í raun bara átt að geta snúið mér að öðrum verkefnum á punktinum þótt ég hafi engan viðskiptamannagrunn í slík viðskipti. Hversu taktlaust hefði það verið að auglýsa eftir fólki í myndatökur á sama tíma og það er verið að segja því að halda sig heima og ekki fara neitt af óþörfu. Þetta er á skjön,“ sagði Rán. Þá benti hún á að upptalning á störfum í löggjöfinni sem væri að finna þar væri í dæmaskyni. Framkvæmdavaldið væri hins vegar að hengja sig beint í upptalningu við synjun á umsókninni hennar. „Af því ég flokkast ekki beint þarna undir þá fæ ég þessa synjun. Þeir skoða ekkert og þetta lýsir ákveðinni vanþekkingu á mínu starfi. Þeir skoða ekkert hvað ég er að gera eða bera neina virðingu fyrir því að myndatökurnar mínar krefjast nálægðar.“ Málinu er ekki lokið að sögn Ránar. Endanleg ákvörðun yfirskattanefndar liggur ekki fyrir heldur var Rán boðið að svara því áliti nefndarinnar að tekið væri undir sjónarmið ríkisskattstjóra í málinu. Rán svaraði nefndinni um helgina. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Hún hefur tvisvar lokað vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda; hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Hún segir faraldurinn hafa kollvarpað rekstrinum. Rán sérhæfir sig í nýburaljósmyndun sem krefst mikillar nálægðar að hennar sögn enda þurfi hún að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Hún hafi því talið að sér bæri að loka sinni starfsemi þar sem hún geti ekki haldið tveggja metra fjarlægð. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Þegar það er talað um, ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Þetta var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem hún ræddi þessi mál. Hún sótti um lokunarstyrk hjá ríkisskattstjóra. „Og þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum. Ég sérhæfi mig í nýburaljósmyndun og gef mig út fyrir það helst, sinni fleiri verkefnum í hjáverkum þegar ég get en það mætir algjörum afgangi en þeir vilja meina að ég hefði bara getað snúið mér að einhverju öðru, farið að mynda landslag eða leirmuni eða hvað sem það er,“ sagði Rán. Þá benti hún á að þetta virtist ekki eiga við alla. „Það var ekki sagt við sjúkraþjálfara á punktinum með engum fyrirvara geturðu ekki bara snúið þér að viðskiptavinum sem þurfa bara æfingar á gólfi en ekki sjúkranudd eða slíkt. Þetta er álíka fáránlegt.“ Lýsir ákveðinni vanþekkingu á hennar starfi Rán sagði að hún hefði kært þessa ákvörðun ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar. „Svo segja þeir mér að þeir hafi ráðfært sig við heilbrigðisráðuneytið sem taka undir þessa ákvörðun RSK um að ég hafi í raun bara átt að geta snúið mér að öðrum verkefnum á punktinum þótt ég hafi engan viðskiptamannagrunn í slík viðskipti. Hversu taktlaust hefði það verið að auglýsa eftir fólki í myndatökur á sama tíma og það er verið að segja því að halda sig heima og ekki fara neitt af óþörfu. Þetta er á skjön,“ sagði Rán. Þá benti hún á að upptalning á störfum í löggjöfinni sem væri að finna þar væri í dæmaskyni. Framkvæmdavaldið væri hins vegar að hengja sig beint í upptalningu við synjun á umsókninni hennar. „Af því ég flokkast ekki beint þarna undir þá fæ ég þessa synjun. Þeir skoða ekkert og þetta lýsir ákveðinni vanþekkingu á mínu starfi. Þeir skoða ekkert hvað ég er að gera eða bera neina virðingu fyrir því að myndatökurnar mínar krefjast nálægðar.“ Málinu er ekki lokið að sögn Ránar. Endanleg ákvörðun yfirskattanefndar liggur ekki fyrir heldur var Rán boðið að svara því áliti nefndarinnar að tekið væri undir sjónarmið ríkisskattstjóra í málinu. Rán svaraði nefndinni um helgina. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira