Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2020 17:10 Héraðssaksóknari Reykjaness hefur ákært mennina þrjá fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi að gáleysi. Vísir/Vilhelm Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. Samkvæmt ákærunni hafði öryggisbúnaður á vinnuvél sem maðurinn starfaði við verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að Pawel Giniewicz klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar og dó í kjölfarið. Einn yfirmannanna, sem er verkstjóri hjá verksmiðjunni, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar er framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eru eigendur verksmiðjunnar, hafa verið ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Framkvæmdastjórinn er einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Fram kemur í ákærunni að einn ákærðu hafi miðvikudaginn 21. júlí 2017 gert öryggisbúnað frauðpressuvélar óvirkan vitandi það að starfsmenn Plastgerðarinnar fóru reglulega inn í vélina til þess að hreinsa hana og síðan gangsett vélina sem hafði verið stöðvuð án þess að gæta að því hvort einhver væri inni í vélinni. Maðurinn er sagður ekki hafa upplýst alla starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hafi verið óvirkjaður. Við gangsetningu hafi Pawel svo klemmst á milli móta vélarinnar og látist af áverkum sem hann hlaut við það. Pawel var pólskur og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og var hann 32 ára þegar hann dó. Móðir Pawels og bróðir hans hafa krafist þess að hinir ákærðu greiði þeim miska- og skaðabætur. Móðir Pawels hefur krafist 3.071.911 króna í miska- og skaðabætur ásamt vöxtum en bróðir hans 1,5 milljónar í miskabætur. Dómsmál Reykjanesbær Vinnuslys Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Samkvæmt ákærunni hafði öryggisbúnaður á vinnuvél sem maðurinn starfaði við verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að Pawel Giniewicz klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar og dó í kjölfarið. Einn yfirmannanna, sem er verkstjóri hjá verksmiðjunni, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar er framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eru eigendur verksmiðjunnar, hafa verið ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Framkvæmdastjórinn er einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Fram kemur í ákærunni að einn ákærðu hafi miðvikudaginn 21. júlí 2017 gert öryggisbúnað frauðpressuvélar óvirkan vitandi það að starfsmenn Plastgerðarinnar fóru reglulega inn í vélina til þess að hreinsa hana og síðan gangsett vélina sem hafði verið stöðvuð án þess að gæta að því hvort einhver væri inni í vélinni. Maðurinn er sagður ekki hafa upplýst alla starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hafi verið óvirkjaður. Við gangsetningu hafi Pawel svo klemmst á milli móta vélarinnar og látist af áverkum sem hann hlaut við það. Pawel var pólskur og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og var hann 32 ára þegar hann dó. Móðir Pawels og bróðir hans hafa krafist þess að hinir ákærðu greiði þeim miska- og skaðabætur. Móðir Pawels hefur krafist 3.071.911 króna í miska- og skaðabætur ásamt vöxtum en bróðir hans 1,5 milljónar í miskabætur.
Dómsmál Reykjanesbær Vinnuslys Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira