Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2020 07:11 Sundlaugargestir hópast saman fyrir utan Laugardalslaugina, rétt fyrir opnun, klukkan 6:30. Vísir/Atli Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. Sundlaugunum var lokað í annað sinn í heimsfaraldrinum þann 7. október, en samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra var þeim heimilt að hafa opið fyrir almenningi aftur frá og með deginum í dag. Um klukkan 6:10 voru fyrstu sundlaugargestirnir mættir fyrir utan innganginn og var ljóst að þeim lá ýmislegt á hjarta, enda höfðu þeir ekki fengið almennilega útrás þann tíma sem pottarnir voru lokaðir. Smátt og smátt fjölgaði svo í hópnum og þegar opnaði klukkan 6:30 voru milli fimmtán og tuttugu manns sem biðu, ef röð mætti þá kalla. Að neðan má sjá þegar opnað var fyrir gesti klukkan 6:30. Mikið var spjallað á meðan þess var beðið að starfsmenn opnuðu. „Seint koma sumir!“ og „Gaman að sjá þig“ heyrðist oftar en einu sinni. „Ekki gerir ríkisstjórnin það!“ heyrðist líka í tvígang. „Ég átti að skila því til ykkar að hann [karlmannsnafn] mætir ekki fyrr en Kári hefur gefið leyfi,“ tilkynnti einn. „Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Fastagestirnir Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Þorfinnur Steinarsson og Guðmundur Ragnarsson voru fyrstir til að koma sér fyrir í „röðinni“. Snær sagði þennan lokunartíma hafa verið hundleiðinlegan. „Maður fór bara í sturtuna á morgnana í stað þess að fara í laugina. Við höfum reyndar hist nokkrir úr þessum morgunhópi á morgnana í bakaríi. Spjallað og krufið málin. Við getum náttúrulega ekki látið þetta leika lausum hala allt saman. Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Guðmundur Ragnarsson og Þorfinnur Steinarsson voru fremstir í röðinni.Vísir/Atli Eyjólfur segir nokkra úr hópnum líka hafa farið í langa göngutúra – sex til tólf kílómetra á dag. Þeir sögðust hlakka til að fara í pottinn. Fyrst yrði þó að synda nokkrar ferðir. Fimmtíu prósent af hámarksfjölda Samkvæmt nýjustu reglugerð ráðherra er heimilt fyrir sundlaugar að hafa opið fyrir allt að 50 prósent af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Opnunin nú var nokkuð ólík þeirri sem var í maí þegar ákveðið var að opna á miðnætti eftir lokunina þá. Mikill fjöldi ungmenna streymdi þá inn í laugina þegar klukkan sló miðnætti eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Sundlaugunum var lokað í annað sinn í heimsfaraldrinum þann 7. október, en samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra var þeim heimilt að hafa opið fyrir almenningi aftur frá og með deginum í dag. Um klukkan 6:10 voru fyrstu sundlaugargestirnir mættir fyrir utan innganginn og var ljóst að þeim lá ýmislegt á hjarta, enda höfðu þeir ekki fengið almennilega útrás þann tíma sem pottarnir voru lokaðir. Smátt og smátt fjölgaði svo í hópnum og þegar opnaði klukkan 6:30 voru milli fimmtán og tuttugu manns sem biðu, ef röð mætti þá kalla. Að neðan má sjá þegar opnað var fyrir gesti klukkan 6:30. Mikið var spjallað á meðan þess var beðið að starfsmenn opnuðu. „Seint koma sumir!“ og „Gaman að sjá þig“ heyrðist oftar en einu sinni. „Ekki gerir ríkisstjórnin það!“ heyrðist líka í tvígang. „Ég átti að skila því til ykkar að hann [karlmannsnafn] mætir ekki fyrr en Kári hefur gefið leyfi,“ tilkynnti einn. „Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Fastagestirnir Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Þorfinnur Steinarsson og Guðmundur Ragnarsson voru fyrstir til að koma sér fyrir í „röðinni“. Snær sagði þennan lokunartíma hafa verið hundleiðinlegan. „Maður fór bara í sturtuna á morgnana í stað þess að fara í laugina. Við höfum reyndar hist nokkrir úr þessum morgunhópi á morgnana í bakaríi. Spjallað og krufið málin. Við getum náttúrulega ekki látið þetta leika lausum hala allt saman. Einhverjir verða að bera ábyrgð!“ Eyjólfur Pálsson, Snær Karlsson, Guðmundur Ragnarsson og Þorfinnur Steinarsson voru fremstir í röðinni.Vísir/Atli Eyjólfur segir nokkra úr hópnum líka hafa farið í langa göngutúra – sex til tólf kílómetra á dag. Þeir sögðust hlakka til að fara í pottinn. Fyrst yrði þó að synda nokkrar ferðir. Fimmtíu prósent af hámarksfjölda Samkvæmt nýjustu reglugerð ráðherra er heimilt fyrir sundlaugar að hafa opið fyrir allt að 50 prósent af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Opnunin nú var nokkuð ólík þeirri sem var í maí þegar ákveðið var að opna á miðnætti eftir lokunina þá. Mikill fjöldi ungmenna streymdi þá inn í laugina þegar klukkan sló miðnætti eins og sjá má í myndbandinu að neðan.
Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira