Skrifstofuhótelið orðið stærsti vinnustaðurinn í sjávarþorpinu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2020 21:41 Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðskólans á Flateyri, segir frá skrifstofuhótelinu í gömlu símstöðinni. Egill Aðalsteinsson Hugtakið störf án staðsetningar hefur raungerst í vestfirsku sjávarþorpi með skrifstofuhóteli þar sem tugur einstaklinga sinnir störfum fyrir ólíka aðila. Í gömlu símstöðinni í Flateyri eru búið að innrétta fjölda skrifstofurýma, meðal annars fyrir Lýðskólann. „Þetta er sem sagt skrifstofuhótel. Þetta heitir Skúrin – samfélagsmiðstöð á Flateyri,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðskólans á Flateyri, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 36 aðilar stofnuðu einkahlutafélag um reksturinn síðastliðið sumar til að skapa sameiginlega vinnuaðstöðu. Frá Flateyri við Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson „Eitthvað svona sameiginlegt rými. Fólk getur komið saman og unnið saman. Því að það eru svo margir hérna með allskonar hugmyndir sem þeir eru að vinna í og koma á koppinn. Stofna einhverskonar fyrirtæki eða félög.“ Auk Lýðskólans hafa þarna skrifstofu Lánasjóður sveitarfélaga, Ísafjarðarbær, bókhaldsþjónusta, hugbúnaðarfyrirtæki, sem og nokkrir einstaklingar. Þetta virðist vera lýsandi dæmi um störf án staðsetningar. Lánasjóður sveitarfélaga er meðal þeirra sem nýta sér skrifstofuhótelið.Egill Aðalsteinsson „Já, þetta er alveg þannig. Okkur langar til að fá fleiri og kannski fjölbreyttari flóru í atvinnulífið. Það má eiginlega segja að Skúrin er nú þegar orðin stærsti vinnustaðurinn á Flateyri. Því við erum alveg tíu sem erum núna. Við viljum gjarnan fá fleiri. Við höfum nokkur pláss í viðbót,“ segir Ingibjörg. Einnig var fjallað um skrifstofuhótelið í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Ísafjarðarbær Byggðamál Um land allt Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
„Þetta er sem sagt skrifstofuhótel. Þetta heitir Skúrin – samfélagsmiðstöð á Flateyri,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðskólans á Flateyri, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 36 aðilar stofnuðu einkahlutafélag um reksturinn síðastliðið sumar til að skapa sameiginlega vinnuaðstöðu. Frá Flateyri við Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson „Eitthvað svona sameiginlegt rými. Fólk getur komið saman og unnið saman. Því að það eru svo margir hérna með allskonar hugmyndir sem þeir eru að vinna í og koma á koppinn. Stofna einhverskonar fyrirtæki eða félög.“ Auk Lýðskólans hafa þarna skrifstofu Lánasjóður sveitarfélaga, Ísafjarðarbær, bókhaldsþjónusta, hugbúnaðarfyrirtæki, sem og nokkrir einstaklingar. Þetta virðist vera lýsandi dæmi um störf án staðsetningar. Lánasjóður sveitarfélaga er meðal þeirra sem nýta sér skrifstofuhótelið.Egill Aðalsteinsson „Já, þetta er alveg þannig. Okkur langar til að fá fleiri og kannski fjölbreyttari flóru í atvinnulífið. Það má eiginlega segja að Skúrin er nú þegar orðin stærsti vinnustaðurinn á Flateyri. Því við erum alveg tíu sem erum núna. Við viljum gjarnan fá fleiri. Við höfum nokkur pláss í viðbót,“ segir Ingibjörg. Einnig var fjallað um skrifstofuhótelið í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Ísafjarðarbær Byggðamál Um land allt Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11
Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. 7. desember 2020 21:42