„Örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2020 11:54 Þórhallur Árnason er varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi. Vísir/Egill Þórhallur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að nú þegar fari að birta verði staðan metin á Seyðisfirði varðandi það hvort mögulegt sé að fara í hreinsunarstarf eftir aurskriðurnar tvær sem féllu á bæinn í nótt. Hann segir bæjarbúa taka einn dag í einu. Enn er töluvert vatnsveður í bænum og appelsínugul viðvörun í gildi vegna mikilla rigninga. Þá er hættustig almannavarna í gildi vegna skriðuhættu. Fjöldi húsa hefur verið rýmdur vegna skriðuhættu en seinni skriðan sem féll í nótt fór á einbýlishús og flutti það með sér tugi metra. Ekki er búið í húsinu að staðaldri svo það var mannlaust en auk þess var það inni á rýmingarsvæði við Austurveg og hafði lent í annarri skriðu fyrr í vikunni. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, hafa verið á ferð um Seyðisfjörð í morgun og ræddu við Þórhall skömmu áður en það tók að birta almennilega til nú undir hádegi. Hann sagði allar varúðarráðstafanir enn í gildi. Mikilvægt væri að gæta áfram fyllsta öryggis og bregðast við ef svo bæri undir. Aðspurður hvort óttast væri að fleiri skriður gætu fallið sagði Þórhallur ekki alveg vitað hvað væri í miðju Nautaklaufarinnar, þeim stað þaðan sem skriðurnar féllu í nótt. Það myndi koma betur í ljós í birtingu. Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og tjónið töluvert þó enn eigi eftir að meta það. Vatn og aur hefur flætt inn í nokkur hús í bænum, eitt hús hefur færst úr stað eins og áður er getið og þá er vatnsflaumur, aur og grjót úti um allt á götum bæjarins. Þórhallur segir örugglega erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þessar hamfarir. „Ég held að fólk sé bara að vinna úr þessu eins og þetta er frá degi til dags. Þetta er örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta og eins líka fólk sem hefur þurft að fara frá heimilum sínum og svo framvegis og öll þessi óvissa, og taka svo bara stöðuna eftir því sem tíminn líður,“ sagði Þórhallur. Aurskriður á Seyðisfirði hættustig Heldur hefur bætt í úrkomu á Seyðisfirði. Hreinsunarstarf gengur því hægt þar sem...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Friday, December 18, 2020 Múlaþing Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Veður Tengdar fréttir Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20 Gripið verði til viðeigandi ráðstafana og stuðnings vegna hamfaranna á Seyðisfirði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ríkisstjórnina fylgjast vel með gangi mála á Seyðisfirði. Verið sé að leggja mat á umfang þess tjóns sem orðið hefur í aurskriðunum sem fallið hafa á bæinn í vikunni og áhrif þeirra á samfélagið og sveitarfélagið. 18. desember 2020 11:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Enn er töluvert vatnsveður í bænum og appelsínugul viðvörun í gildi vegna mikilla rigninga. Þá er hættustig almannavarna í gildi vegna skriðuhættu. Fjöldi húsa hefur verið rýmdur vegna skriðuhættu en seinni skriðan sem féll í nótt fór á einbýlishús og flutti það með sér tugi metra. Ekki er búið í húsinu að staðaldri svo það var mannlaust en auk þess var það inni á rýmingarsvæði við Austurveg og hafði lent í annarri skriðu fyrr í vikunni. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, hafa verið á ferð um Seyðisfjörð í morgun og ræddu við Þórhall skömmu áður en það tók að birta almennilega til nú undir hádegi. Hann sagði allar varúðarráðstafanir enn í gildi. Mikilvægt væri að gæta áfram fyllsta öryggis og bregðast við ef svo bæri undir. Aðspurður hvort óttast væri að fleiri skriður gætu fallið sagði Þórhallur ekki alveg vitað hvað væri í miðju Nautaklaufarinnar, þeim stað þaðan sem skriðurnar féllu í nótt. Það myndi koma betur í ljós í birtingu. Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og tjónið töluvert þó enn eigi eftir að meta það. Vatn og aur hefur flætt inn í nokkur hús í bænum, eitt hús hefur færst úr stað eins og áður er getið og þá er vatnsflaumur, aur og grjót úti um allt á götum bæjarins. Þórhallur segir örugglega erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þessar hamfarir. „Ég held að fólk sé bara að vinna úr þessu eins og þetta er frá degi til dags. Þetta er örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta og eins líka fólk sem hefur þurft að fara frá heimilum sínum og svo framvegis og öll þessi óvissa, og taka svo bara stöðuna eftir því sem tíminn líður,“ sagði Þórhallur. Aurskriður á Seyðisfirði hættustig Heldur hefur bætt í úrkomu á Seyðisfirði. Hreinsunarstarf gengur því hægt þar sem...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Friday, December 18, 2020
Múlaþing Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Veður Tengdar fréttir Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20 Gripið verði til viðeigandi ráðstafana og stuðnings vegna hamfaranna á Seyðisfirði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ríkisstjórnina fylgjast vel með gangi mála á Seyðisfirði. Verið sé að leggja mat á umfang þess tjóns sem orðið hefur í aurskriðunum sem fallið hafa á bæinn í vikunni og áhrif þeirra á samfélagið og sveitarfélagið. 18. desember 2020 11:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20
Gripið verði til viðeigandi ráðstafana og stuðnings vegna hamfaranna á Seyðisfirði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ríkisstjórnina fylgjast vel með gangi mála á Seyðisfirði. Verið sé að leggja mat á umfang þess tjóns sem orðið hefur í aurskriðunum sem fallið hafa á bæinn í vikunni og áhrif þeirra á samfélagið og sveitarfélagið. 18. desember 2020 11:01