Allir þrír íslensku körfuboltastrákarnir í spænsku deildinni í beinni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2020 08:00 Martin Hermannsson endar daginn með Valencia en hann átti mjög flottan leik með liðunu á dögunum. Getty/JM Casares Þrír leikir í ACB deildinni í körfubolta verða í beinni á sportstöðvunum í dag en öll Íslendingaliðin þrjú spila þá í sextándu umferð spænska körfuboltans. Haukur Helgi Pálsson byrjar veisluna, svo tekur við leikur með Tryggva Snæ Hlinasyni og loks er leikur með Martin Hermannssyni um kvöldið. Þetta eru einmitt síðustu þrír leikir leikir Íslendingaliðanna á árinu 2020 en þessir þrír urðu einmitt í þremur efstu sætunum í kjöri Körfuknattleikssambands Íslands á Körfuboltamanni ársins. Fyrsti leikur dagsins er leikur Iberostar Tenerife og MoraBanc Andorra sem hefst klukkan 14.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Haukur Helgi Pálsson og félagar í MoraBanc Andorra eru þar í heimsókn á Kanaríeyjum. Verkefnið verður ekki mikið erfiðara fyrir Hauk Helga og félaga enda er Iberostar Tenerife í öðru sæti deildarinnar með tólf sigra í fjórtán leikjum. MoraBanc Andorra er sjö sætum neðar með sjö sigra í þrettán leikjum. Haukur Helgi Pálsson er með 8,6 stig, 2,2 fráköst og 1,5 stoðsendingu að meðaltali á 17,5 mínútum í spænsku deildinni í vetur en hann hefur sett niður 43 prósent þriggja stiga skota sinna og skorað 1,4 þrista að meðaltali í leik. Annar leikur dagsins er leikur Casademont Zaragoza og TD Systems Baskonia sem hefst klukkan 17.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza fá þarna liðið í fjórða sæti í heimsókn en þeir sjálfir eru tólf sætum neðar í töflunni. Tryggvi Snær Hlinason er með 8,9 stig, 5,7 fráköst og 1,1 varið skot að meðaltali á 19,2 mínútum í leik í spænsku deildini í vetur en hann hefur nýtt 78 prósent skota sinna og troðið boltanum 29 sinnum í körfuna í fimmtán leikjum. Lokaleikur dagsins er leikur Valencia Basket Club og Acunsa GBC sem hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Martin Hermannsson og félagar í Valencia fá þarna neðsta lið deildarinnar í heimsókn. Valencia er í áttunda sæti með átta sigra í fjórtán leikjum. Martin Hermannsson er með 6,7 stig, 1,4 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali á 15,2 mínútum í leik en hann hefur nýtt 43 prósent þriggja stiga skota sinna og 88 prósent vítanna. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski körfuboltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson byrjar veisluna, svo tekur við leikur með Tryggva Snæ Hlinasyni og loks er leikur með Martin Hermannssyni um kvöldið. Þetta eru einmitt síðustu þrír leikir leikir Íslendingaliðanna á árinu 2020 en þessir þrír urðu einmitt í þremur efstu sætunum í kjöri Körfuknattleikssambands Íslands á Körfuboltamanni ársins. Fyrsti leikur dagsins er leikur Iberostar Tenerife og MoraBanc Andorra sem hefst klukkan 14.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Haukur Helgi Pálsson og félagar í MoraBanc Andorra eru þar í heimsókn á Kanaríeyjum. Verkefnið verður ekki mikið erfiðara fyrir Hauk Helga og félaga enda er Iberostar Tenerife í öðru sæti deildarinnar með tólf sigra í fjórtán leikjum. MoraBanc Andorra er sjö sætum neðar með sjö sigra í þrettán leikjum. Haukur Helgi Pálsson er með 8,6 stig, 2,2 fráköst og 1,5 stoðsendingu að meðaltali á 17,5 mínútum í spænsku deildinni í vetur en hann hefur sett niður 43 prósent þriggja stiga skota sinna og skorað 1,4 þrista að meðaltali í leik. Annar leikur dagsins er leikur Casademont Zaragoza og TD Systems Baskonia sem hefst klukkan 17.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza fá þarna liðið í fjórða sæti í heimsókn en þeir sjálfir eru tólf sætum neðar í töflunni. Tryggvi Snær Hlinason er með 8,9 stig, 5,7 fráköst og 1,1 varið skot að meðaltali á 19,2 mínútum í leik í spænsku deildini í vetur en hann hefur nýtt 78 prósent skota sinna og troðið boltanum 29 sinnum í körfuna í fimmtán leikjum. Lokaleikur dagsins er leikur Valencia Basket Club og Acunsa GBC sem hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Martin Hermannsson og félagar í Valencia fá þarna neðsta lið deildarinnar í heimsókn. Valencia er í áttunda sæti með átta sigra í fjórtán leikjum. Martin Hermannsson er með 6,7 stig, 1,4 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali á 15,2 mínútum í leik en hann hefur nýtt 43 prósent þriggja stiga skota sinna og 88 prósent vítanna. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira