Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2020 22:36 Þorleifur Hauksson bólusettur gegn covid-19. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fylgist með þegar Brigitte Einarsson hjúkrunarfræðingur stingur nálinni í upphandlegg Þorleifs. Stöð 2/KMU. Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar Þorleifur Hauksson, 63 ára íbúi hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar í Breiðholti, hlaut þann heiður að verða fyrstur almennra borgara að fá sprautuna klukkan tíu í morgun að viðstöddum heilbrigðisráðherra og forstjóra heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, sagði þetta stóra stund og þetta væri mikil gjöf. Þorleifur hefði sjálfur sagt að þetta væri líklega stærsta jólagjöfin. „Ertu spenntur?“ spurði hún. „Mjög svo,“ svaraði Þorleifur. Bólusetningin fór fram í matsal hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson Brigitte Einarsson, reyndasti hjúkrunarfræðingur Seljahlíðar, annaðist bólusetninguna og klöppuðu viðstaddir þegar búið var að sprauta Þorleif. „Nú förum við að sjá í ljósið við enda ganganna, vonandi. En það er búið að færa miklar fórnir, eins og þið vitið, á hjúkrunarheimilum síðustu tíu mánuði. Það hafa verið heimsóknartakmarkanir miklar. Íbúar farið lítið. Starfsfólkið nánast haldið sig í sóttkví til að geta sinnt störfum sínum,“ sagði Margrét. -Þorleifur, var þetta nokkuð vont? „Nei. Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu.“ Eftir að Þorleifur var búinn að fá sprautuna hélt hann úr matsalnum til íbúðar sinnar. Frammi á gangi biðu nítján aðrir hjúkrunaríbúar á Seljahlíð þess að verða næstir í röðinni til að fá bólusetningu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá útsendingu Vísis frá athöfninni í morgun: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar Þorleifur Hauksson, 63 ára íbúi hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar í Breiðholti, hlaut þann heiður að verða fyrstur almennra borgara að fá sprautuna klukkan tíu í morgun að viðstöddum heilbrigðisráðherra og forstjóra heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, sagði þetta stóra stund og þetta væri mikil gjöf. Þorleifur hefði sjálfur sagt að þetta væri líklega stærsta jólagjöfin. „Ertu spenntur?“ spurði hún. „Mjög svo,“ svaraði Þorleifur. Bólusetningin fór fram í matsal hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson Brigitte Einarsson, reyndasti hjúkrunarfræðingur Seljahlíðar, annaðist bólusetninguna og klöppuðu viðstaddir þegar búið var að sprauta Þorleif. „Nú förum við að sjá í ljósið við enda ganganna, vonandi. En það er búið að færa miklar fórnir, eins og þið vitið, á hjúkrunarheimilum síðustu tíu mánuði. Það hafa verið heimsóknartakmarkanir miklar. Íbúar farið lítið. Starfsfólkið nánast haldið sig í sóttkví til að geta sinnt störfum sínum,“ sagði Margrét. -Þorleifur, var þetta nokkuð vont? „Nei. Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu.“ Eftir að Þorleifur var búinn að fá sprautuna hélt hann úr matsalnum til íbúðar sinnar. Frammi á gangi biðu nítján aðrir hjúkrunaríbúar á Seljahlíð þess að verða næstir í röðinni til að fá bólusetningu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá útsendingu Vísis frá athöfninni í morgun:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45
Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40