Bankastjórar segja ástandið nú vera mjög ólíkt því sem var í hruninu Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2020 09:52 Lilja Björk Einarsdóttir og Birna Einarsdóttir mætti í Bítið í morgun. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segja ástandið í samfélaginu og bönkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vera mjög ólíkt því ástandi sem skapaðist í hruninu. Þær Lilja Björk og Birna voru gestir Bítisins í morgun þar sem þær ræddu meðal annars til hvaða aðgerða bankarnir hafi gripið vegna útbreiðslu veirunnar, hvað viðskiptavinum væri boðið upp á, stöðu ferðaþjónustufyrirtækja og ýmislegt fleira. Krónur ekki að koma í kassann Lilja Björk segir að ástandið nú sé engan veginn líkt því sem var í hruninu. Þá hafi þurft að taka á miklum skuldavanda. „Skuldsetningu sem jafnvel tvöfaldaðist yfir nóttu. Hér erum við alls ekki að tala um það. Hér erum við að tala um að það kemur ekki peningur í kassann. Það koma ekki krónur til að greiða út útgjöldin. Útgjöldin geta verið fasteignalán. Þau geta líka verið rafmagn, hiti. Þau geta verið af ýmsum toga. Bara þessi mánaðarlegu útgjöld,“ segir Lilja Björk. Birna tók undir þetta og sagði stöðuna nú vera með töluvert öðrum hætti en í hruninu. „Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að fara inn í skammtímaaðgerðir og síðan þurfum við að skoða langtíma ef þær eru nauðsynlegar. Að sjálfsögðu rifjast upp ýmislegt frá 2008 því að viðskiptavinir eru margir óöryggir og vita ekki alveg hvernig þeir eigi að fóta sig í þessu,“ sagði Birna. Samstilla aðgerðir Lilja segir að Samtök fjármálafyrirtækja nú vera að stýra og samstilla aðgerðir fjármálafyrirtækja vegna þess ástands sem upp er komið. Sé það gert eftir samþykki frá samkeppnisyfirvöldum. „Það kom fram þegar ríkisstjórnin kynnti sínar aðgerðir að það átti að vera samstarf við fjármálafyrirtæki um lausnir og við erum að sjálfsögðu að ræða við þau um það,“ Lilja Björk. Hlusta má á viðtalið við þær Birnu og Lilju Björk í spilaranum að neðan. Klippa: Bítið - bankastjórar Íslenskir bankar Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Arion banki fækkar tímabundið opnum útibúum Í tilkynningu á vef bankans segir að þrjú af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu verði opin hverju sinni. 16. mars 2020 10:03 Bankarnir bregðast við ástandinu Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 18:59 Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segja ástandið í samfélaginu og bönkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vera mjög ólíkt því ástandi sem skapaðist í hruninu. Þær Lilja Björk og Birna voru gestir Bítisins í morgun þar sem þær ræddu meðal annars til hvaða aðgerða bankarnir hafi gripið vegna útbreiðslu veirunnar, hvað viðskiptavinum væri boðið upp á, stöðu ferðaþjónustufyrirtækja og ýmislegt fleira. Krónur ekki að koma í kassann Lilja Björk segir að ástandið nú sé engan veginn líkt því sem var í hruninu. Þá hafi þurft að taka á miklum skuldavanda. „Skuldsetningu sem jafnvel tvöfaldaðist yfir nóttu. Hér erum við alls ekki að tala um það. Hér erum við að tala um að það kemur ekki peningur í kassann. Það koma ekki krónur til að greiða út útgjöldin. Útgjöldin geta verið fasteignalán. Þau geta líka verið rafmagn, hiti. Þau geta verið af ýmsum toga. Bara þessi mánaðarlegu útgjöld,“ segir Lilja Björk. Birna tók undir þetta og sagði stöðuna nú vera með töluvert öðrum hætti en í hruninu. „Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að fara inn í skammtímaaðgerðir og síðan þurfum við að skoða langtíma ef þær eru nauðsynlegar. Að sjálfsögðu rifjast upp ýmislegt frá 2008 því að viðskiptavinir eru margir óöryggir og vita ekki alveg hvernig þeir eigi að fóta sig í þessu,“ sagði Birna. Samstilla aðgerðir Lilja segir að Samtök fjármálafyrirtækja nú vera að stýra og samstilla aðgerðir fjármálafyrirtækja vegna þess ástands sem upp er komið. Sé það gert eftir samþykki frá samkeppnisyfirvöldum. „Það kom fram þegar ríkisstjórnin kynnti sínar aðgerðir að það átti að vera samstarf við fjármálafyrirtæki um lausnir og við erum að sjálfsögðu að ræða við þau um það,“ Lilja Björk. Hlusta má á viðtalið við þær Birnu og Lilju Björk í spilaranum að neðan. Klippa: Bítið - bankastjórar
Íslenskir bankar Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Arion banki fækkar tímabundið opnum útibúum Í tilkynningu á vef bankans segir að þrjú af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu verði opin hverju sinni. 16. mars 2020 10:03 Bankarnir bregðast við ástandinu Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 18:59 Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Arion banki fækkar tímabundið opnum útibúum Í tilkynningu á vef bankans segir að þrjú af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu verði opin hverju sinni. 16. mars 2020 10:03
Bankarnir bregðast við ástandinu Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 18:59
Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði 13. mars 2020 13:00
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent