Merkustu mottumenn íslenskra íþrótta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2020 10:00 Íslendingar halda mottumars hvert einasta ár. Eitt sinn söfnuðu karlmenn yfirvaraskeggi en nú lætur fólk sér duga að kaupa skræpótta sokka. Blessunarlega segja kannski einhverjir. En í tilnefni af mottumars tók Vísir saman merkustu mottumenni íslenskra íþrótta. Á listanum eru ekki menn sem söfnuðu mottu af einhverju tilefni, í mottumars eða úrslitakeppni. Mennirnir hér fyrir neðan eru, eða voru, mottumenn af lífi og sál; maðurinn og mottan voru eitt. Pétur Guðmundsson í leik með San Antonio Spurs gegn hans gömlu félögum í Los Angeles Lakers. Pétur Guðmundsson er eins og allir vita eini Íslendingurinn sem hefur leikið í NBA-deildinni í körfubolta. Hann var m.a. um tíma hjá stjörnum prýddu liði Los Angeles Lakers. Pétur, sem var tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ 2015, lék einnig í Argentínu og á Englandi. Pétur var jafnan vopnaður góðri mottu í baráttunni undir körfunni. Þorbjörn Jensson stofnaði Fjölsmiðjuna eftir að hann dró sig í hlé frá handboltanum. Þorbjörn Jensson skartar tilkomumikilli mottu og þeirri flottustu í handboltanum ásamt hinum þýska Heiner Brand. Þorbjörn hefur verið með mottu svo lengi sem elstu menn muna og hún er samofin ímynd hans. Þorbjörn var harður í horn að taka sem leikmaður, vann fjölda titla sem þjálfari Vals og tók svo við íslenska karlalandsliðinu. Marteinn Geirsson slökkti elda, innan vallar og utan. Marteinn Geirsson átti um tíma leikjamet íslenska fótboltalandsliðsins og er markahæsti varnarmaður í sögu efstu deildar. Marteinn, sem var um tíma landsliðsfyrirliði, skartaði líka hinni laglegustu mottu. Eftir að skórnir fóru á hilluna þjálfaði hann nokkur lið og hefur starfað sem slökkviliðsmaður um áratuga skeið. Hinn íslenski Rivellino, Árni Sveinsson. Árni Sveinsson var afar sigursæll með liði ÍA á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Hann fór síðan í Stjörnuna og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu þess. Árni, sem lék 50 landsleiki, var líka með ræktarlegt yfirvaraskegg og minnti um margt á Brassan frábæra, Rivellino. Alexander Ermolinskij varð bikarmeistari með Grindavík árið 2000, þá á 41. aldursári. Alexander Ermolinskij kom til Íslands 1992 eftir flottan feril í Sovétríkjunum og Ungverjalandi. Hann lék eingöngu með liðum í gulu hér á landi; Skallagrími, ÍA og Grindavík og varð bikarmeistari með síðastnefnda liðinu. Alexander lék bæði með sovéska og íslenska landsliðinu og starfaði við þjálfun hér á landi. Hann á eitt svalasta augnablik íslenskrar íþróttasögu þegar hann kyssti boltann áður hann setti niður þriggja stiga skot í leik með Skallagrími. Gunnlaugur Hjálmarsson dæmdi langt fram á sjötugsaldurinn. Gunnlaugur Hjálmarsson var ein af fyrstu handboltastjörnum Íslands og lék á þremur heimsmeistaramótum. Hann var þriðji markahæsti leikmaður HM 1961 og var valinn í heimsliðið fyrstur Íslendinga. Gunnlaugur hellti sér síðan út í dómgæslu og dæmdi fram á sjötugsaldur. Það var ekki vænlegt til árangurs að rífa kjaft við mann með svona vígalega mottu. Sigfried Held hirti ekki jafn vel um augabrúnirnar og mottuna.vísir/getty Sigfried Held stýrði íslenska karlalandsliðinu á árunum 1986-89. Hann var þekktur leikmaður á sínum tíma og var í silfurliði Vestur-Þjóðverja á HM 1966. Hann lék yfir 40 landsleiki fyrir Vestur-Þýskaland og varð Evrópumeistari bikarhafa með Borussia Dortmund. Auk Íslands þjálfaði Held í Þýskalandi, Tyrklandi, Austurríki, á Möltu og í Taílandi. Ingvar Jónsson ásamt sonum sínum, Pétri og Jóni Arnari. Mynd úr Íþróttablaðinu. Ingvar Jónsson er oft kallaður guðfaðir körfuboltans í Hafnarfirði. Hann var prímusmótorinn í starfi Hauka um langt skeið og synir hans og sonarsynir hafa einnig gert það gott í körfuboltanum. Ingvar var einnig með myndarlega mottu eins og myndin hér fyrir ofan ber vitni um. Grín og gaman Einu sinni var... Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Sjá meira
Íslendingar halda mottumars hvert einasta ár. Eitt sinn söfnuðu karlmenn yfirvaraskeggi en nú lætur fólk sér duga að kaupa skræpótta sokka. Blessunarlega segja kannski einhverjir. En í tilnefni af mottumars tók Vísir saman merkustu mottumenni íslenskra íþrótta. Á listanum eru ekki menn sem söfnuðu mottu af einhverju tilefni, í mottumars eða úrslitakeppni. Mennirnir hér fyrir neðan eru, eða voru, mottumenn af lífi og sál; maðurinn og mottan voru eitt. Pétur Guðmundsson í leik með San Antonio Spurs gegn hans gömlu félögum í Los Angeles Lakers. Pétur Guðmundsson er eins og allir vita eini Íslendingurinn sem hefur leikið í NBA-deildinni í körfubolta. Hann var m.a. um tíma hjá stjörnum prýddu liði Los Angeles Lakers. Pétur, sem var tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ 2015, lék einnig í Argentínu og á Englandi. Pétur var jafnan vopnaður góðri mottu í baráttunni undir körfunni. Þorbjörn Jensson stofnaði Fjölsmiðjuna eftir að hann dró sig í hlé frá handboltanum. Þorbjörn Jensson skartar tilkomumikilli mottu og þeirri flottustu í handboltanum ásamt hinum þýska Heiner Brand. Þorbjörn hefur verið með mottu svo lengi sem elstu menn muna og hún er samofin ímynd hans. Þorbjörn var harður í horn að taka sem leikmaður, vann fjölda titla sem þjálfari Vals og tók svo við íslenska karlalandsliðinu. Marteinn Geirsson slökkti elda, innan vallar og utan. Marteinn Geirsson átti um tíma leikjamet íslenska fótboltalandsliðsins og er markahæsti varnarmaður í sögu efstu deildar. Marteinn, sem var um tíma landsliðsfyrirliði, skartaði líka hinni laglegustu mottu. Eftir að skórnir fóru á hilluna þjálfaði hann nokkur lið og hefur starfað sem slökkviliðsmaður um áratuga skeið. Hinn íslenski Rivellino, Árni Sveinsson. Árni Sveinsson var afar sigursæll með liði ÍA á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Hann fór síðan í Stjörnuna og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu þess. Árni, sem lék 50 landsleiki, var líka með ræktarlegt yfirvaraskegg og minnti um margt á Brassan frábæra, Rivellino. Alexander Ermolinskij varð bikarmeistari með Grindavík árið 2000, þá á 41. aldursári. Alexander Ermolinskij kom til Íslands 1992 eftir flottan feril í Sovétríkjunum og Ungverjalandi. Hann lék eingöngu með liðum í gulu hér á landi; Skallagrími, ÍA og Grindavík og varð bikarmeistari með síðastnefnda liðinu. Alexander lék bæði með sovéska og íslenska landsliðinu og starfaði við þjálfun hér á landi. Hann á eitt svalasta augnablik íslenskrar íþróttasögu þegar hann kyssti boltann áður hann setti niður þriggja stiga skot í leik með Skallagrími. Gunnlaugur Hjálmarsson dæmdi langt fram á sjötugsaldurinn. Gunnlaugur Hjálmarsson var ein af fyrstu handboltastjörnum Íslands og lék á þremur heimsmeistaramótum. Hann var þriðji markahæsti leikmaður HM 1961 og var valinn í heimsliðið fyrstur Íslendinga. Gunnlaugur hellti sér síðan út í dómgæslu og dæmdi fram á sjötugsaldur. Það var ekki vænlegt til árangurs að rífa kjaft við mann með svona vígalega mottu. Sigfried Held hirti ekki jafn vel um augabrúnirnar og mottuna.vísir/getty Sigfried Held stýrði íslenska karlalandsliðinu á árunum 1986-89. Hann var þekktur leikmaður á sínum tíma og var í silfurliði Vestur-Þjóðverja á HM 1966. Hann lék yfir 40 landsleiki fyrir Vestur-Þýskaland og varð Evrópumeistari bikarhafa með Borussia Dortmund. Auk Íslands þjálfaði Held í Þýskalandi, Tyrklandi, Austurríki, á Möltu og í Taílandi. Ingvar Jónsson ásamt sonum sínum, Pétri og Jóni Arnari. Mynd úr Íþróttablaðinu. Ingvar Jónsson er oft kallaður guðfaðir körfuboltans í Hafnarfirði. Hann var prímusmótorinn í starfi Hauka um langt skeið og synir hans og sonarsynir hafa einnig gert það gott í körfuboltanum. Ingvar var einnig með myndarlega mottu eins og myndin hér fyrir ofan ber vitni um.
Grín og gaman Einu sinni var... Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Sjá meira