Algjör samstaða stjórnar- og stjórnarandstöðu um bótagreiðslur Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2020 11:07 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Önnur umræða um frumvarp um greiðslu bóta á móti skertu starfshlutfalli hófst á Alþingi í morgun og er reiknað með að frumvarpið verði að lögum í dag. Formaður velferðarnefndar segir vel gert í frumvarpinu miðað við aðstæður þar sem réttur sjálfstætt starfandi sé einnig tryggður sem og réttur foreldra barna í sóttkví til launa. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um greiðslu atvinnuleysisbóta til að vega upp á móti lækkuðu starfshlutfalli vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu kórónaveirunnar var lagt fram á föstudag fyrir viku. Það hefur tekið miklum breytingum í meðförum velferðarnefndar en í gærdag lagði félagsmálaráðherra fram breytingatillögur sem hækkuðu allar viðmiðanir frá upprunalega frumvarpinu. Þannig munu samanlögð laun og bætur þeirra sem eru með 400 þúsund og minna í laun síðustu þrjá mánuði fyrir fullt starf ekki skerðast næstu þrjá mánuði. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir það ekki gerast oft að allir flokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu standi saman að áliti við afgreiðslu mála úr nefnd. „Það tókst í þetta sinn þannig að nefndin stóð öll saman að þessu áliti þótt einhverjir séu með fyrirvara. En þá eru það smávægilegir fyrirvarar. Þetta skiptir rosalega miklu máli. Nefndin er náttúrlega búin að vinna núna sólarhringum saman frá því um helgina. Það skiptir rosalegu máli að finna þessa samstöðu,“ segir Helga Vala. Auk þessa að tryggja öllum framfærslu með blöndu skertra launa og bóta á móti, heldur réttur launafólks til að gera kröfu á Ábyrgðasjóð sér sem og til fæðingarorlofs og svo framvegis. „Miðað við aðstæður er verið að teygja sig ansi langt. Það er sérstaklega verið að tryggja þá sem hafa lægstu launin. Að það verði engin skerðing þar. Þeir sem eru hins vegar með hærri laun munu verða fyrir skerðingum. Þá erum við að tala um þá sem eru með tólf hundruð þúsund og yfir. Það er óhjákvæmilegt,“ segir formaður velferðarnefndar. Aðgerðirnar séu hugsaðar til að koma í veg fyrir fjölda uppsagna í þeirri von að þetta sé tímabundið ástand. Þá sé einnig hugað að sjálfstætt starfandi einstaklingum og þá miðað við ársuppgjör þeirra til skattayfirvalda sem og námsmanna. Einnig voru gerðar ráðstafanir varðandi fólk í sóttkví til réttar á launum, hvort sem það þarf að fara í sóttkví sjálft eða vegna barna sinna. „Þá er það atvinnurekandinn sem í rauninni sækir um að fá bætur vegna starfsmanna sem eru í sóttkví,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir 17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19 Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03 Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp um greiðslu bóta á móti skertu starfshlutfalli hófst á Alþingi í morgun og er reiknað með að frumvarpið verði að lögum í dag. Formaður velferðarnefndar segir vel gert í frumvarpinu miðað við aðstæður þar sem réttur sjálfstætt starfandi sé einnig tryggður sem og réttur foreldra barna í sóttkví til launa. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um greiðslu atvinnuleysisbóta til að vega upp á móti lækkuðu starfshlutfalli vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu kórónaveirunnar var lagt fram á föstudag fyrir viku. Það hefur tekið miklum breytingum í meðförum velferðarnefndar en í gærdag lagði félagsmálaráðherra fram breytingatillögur sem hækkuðu allar viðmiðanir frá upprunalega frumvarpinu. Þannig munu samanlögð laun og bætur þeirra sem eru með 400 þúsund og minna í laun síðustu þrjá mánuði fyrir fullt starf ekki skerðast næstu þrjá mánuði. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir það ekki gerast oft að allir flokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu standi saman að áliti við afgreiðslu mála úr nefnd. „Það tókst í þetta sinn þannig að nefndin stóð öll saman að þessu áliti þótt einhverjir séu með fyrirvara. En þá eru það smávægilegir fyrirvarar. Þetta skiptir rosalega miklu máli. Nefndin er náttúrlega búin að vinna núna sólarhringum saman frá því um helgina. Það skiptir rosalegu máli að finna þessa samstöðu,“ segir Helga Vala. Auk þessa að tryggja öllum framfærslu með blöndu skertra launa og bóta á móti, heldur réttur launafólks til að gera kröfu á Ábyrgðasjóð sér sem og til fæðingarorlofs og svo framvegis. „Miðað við aðstæður er verið að teygja sig ansi langt. Það er sérstaklega verið að tryggja þá sem hafa lægstu launin. Að það verði engin skerðing þar. Þeir sem eru hins vegar með hærri laun munu verða fyrir skerðingum. Þá erum við að tala um þá sem eru með tólf hundruð þúsund og yfir. Það er óhjákvæmilegt,“ segir formaður velferðarnefndar. Aðgerðirnar séu hugsaðar til að koma í veg fyrir fjölda uppsagna í þeirri von að þetta sé tímabundið ástand. Þá sé einnig hugað að sjálfstætt starfandi einstaklingum og þá miðað við ársuppgjör þeirra til skattayfirvalda sem og námsmanna. Einnig voru gerðar ráðstafanir varðandi fólk í sóttkví til réttar á launum, hvort sem það þarf að fara í sóttkví sjálft eða vegna barna sinna. „Þá er það atvinnurekandinn sem í rauninni sækir um að fá bætur vegna starfsmanna sem eru í sóttkví,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir 17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19 Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03 Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19
Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03
Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35