Segir af og frá að Persónuvernd hafi setið aðgerðalaus um helgina Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2020 12:06 Kári ber Persónuvernd þungum sökum en þar er Helga Þórisdóttir forstjóri. Vísir/Samsett Forstjóri Persónuverndar segir stofnunina hafa unnið hörðum höndum að umsókn íslenskrar erfðagreiningar alla helgina og niðurstöðu að vænta í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gangrýndi Persónuvernd harðlega í pistli sem hann birti á Facebook í gær. Þar sakaði hann stofnunina um að draga fæturna við afgreiðslu á umsókn fyrirtækisins um að birta niðurstöður úr skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveiru í samfélaginu í vísindagrein. Hann sagði vísindaráð hafa samþykkt umsóknina á nokkrum klukkutímum. Hann segir svörin frá Persónuvernd hafa verið á þá leið að umsóknin yrði afgreidd eftir helgi. Vildi Kári meina að það þýddi að starfsfólk Persónuverndar ynni ekki um helgar þrátt fyrir neyðarástand. Forstjóri Persónuverndar segir það af og frá. „Á föstudaginn, klukkan nákvæmlega 12:45, fengum við erindi frá Vísindasiðanefnd þar sem okkur var tilkynnt að fram væri komin beiðni um umsögn um vísindarannsókn frá Íslenskri erfðagreiningu. Það sem er óheppilegt í þessu ferli sem viðtók er að við vissum ekki að við ættum von á þessari umsókn á þessum degi. Hún hitti okkur fyrir í miðjum klíðum á þeim verkefnum sem við vorum að sinna. Sama dag bættust áfram við brýn verkefni, meðal annars frá sóttvarnalækni og almannavörnum. Mitt fólk vann fram eftir á föstudegi og um helgina þurfti líka að sinna þessu verkefni. Það lá alveg ljóst fyrir strax þegar við fengum þetta í hendurnar, sérstaklega eftir því sem leið á föstudaginn og fleiri verkefni bættust við, að við myndum ekki ná að ljúka afgreiðslu samdægurs og það var alveg ljóst að við myndum þurfa helgina til að ná að vinna áfram í þessu. Sem var gert þannig að öll helgina var undir. Svona er staðan, nú erum við á mánudegi og sjáum fram á að ef allt gengur að óskum náum við að koma þessu frá okkur í dag,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd þarf að ganga úr skugga að niðurstöðurnar sem Íslensk erfðagreining ætlar sér að birta brjóti ekki persónuverndarlög. „Það sem hefur verið gæfa Persónuverndar í gegnum árin er að við höfum náð að vinna eftir þeim lögum sem okkur ber að vinna eftir. Þetta hafa verið ótrúlegir tímar hjá Persónuvernd, alveg frá því undirbúningur nýju persónuverndarlöggjafarinnar tók við og allt sem hefur fylgt á eftir. Með fámennan mannskap hafa ótrúlegir hlutir náðst í gegn. Við höfum náð að fylgja lögunum á þeim mikla hraða og í því mikla ati sem við erum í. Ef við klikkum og er til dæmis að leyfa, hvort sem það eru vísindarannsóknir eða annað, getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir einstaklinga í landinu. Ef öryggi persónuverndarupplýsinga er ekki nægjanlega tryggt geta óviðkomandi komist í slíkar upplýsingar. Það skiptir máli að allt sé í lagi þegar verið er að höndla erfðaupplýsingar. Þannig að þrátt fyrir að hafa alvarlega undir mönnuð í alltof langan tíma höfum við náð að tryggja eins vel og okkur hefur verið frekast unnt faglegt starf og afleiðingar þess að misfarið sé með persónuverndarupplýsingar, það ættu mörg nýleg dæmi að sýna fram á það þegar fólk og fyrirtæki þurfa að þola margra milljarða króna sektir þegar ekki er rétt farið með persónuverndarupplýsingar,“ segir Helga. Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir stofnunina hafa unnið hörðum höndum að umsókn íslenskrar erfðagreiningar alla helgina og niðurstöðu að vænta í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gangrýndi Persónuvernd harðlega í pistli sem hann birti á Facebook í gær. Þar sakaði hann stofnunina um að draga fæturna við afgreiðslu á umsókn fyrirtækisins um að birta niðurstöður úr skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveiru í samfélaginu í vísindagrein. Hann sagði vísindaráð hafa samþykkt umsóknina á nokkrum klukkutímum. Hann segir svörin frá Persónuvernd hafa verið á þá leið að umsóknin yrði afgreidd eftir helgi. Vildi Kári meina að það þýddi að starfsfólk Persónuverndar ynni ekki um helgar þrátt fyrir neyðarástand. Forstjóri Persónuverndar segir það af og frá. „Á föstudaginn, klukkan nákvæmlega 12:45, fengum við erindi frá Vísindasiðanefnd þar sem okkur var tilkynnt að fram væri komin beiðni um umsögn um vísindarannsókn frá Íslenskri erfðagreiningu. Það sem er óheppilegt í þessu ferli sem viðtók er að við vissum ekki að við ættum von á þessari umsókn á þessum degi. Hún hitti okkur fyrir í miðjum klíðum á þeim verkefnum sem við vorum að sinna. Sama dag bættust áfram við brýn verkefni, meðal annars frá sóttvarnalækni og almannavörnum. Mitt fólk vann fram eftir á föstudegi og um helgina þurfti líka að sinna þessu verkefni. Það lá alveg ljóst fyrir strax þegar við fengum þetta í hendurnar, sérstaklega eftir því sem leið á föstudaginn og fleiri verkefni bættust við, að við myndum ekki ná að ljúka afgreiðslu samdægurs og það var alveg ljóst að við myndum þurfa helgina til að ná að vinna áfram í þessu. Sem var gert þannig að öll helgina var undir. Svona er staðan, nú erum við á mánudegi og sjáum fram á að ef allt gengur að óskum náum við að koma þessu frá okkur í dag,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd þarf að ganga úr skugga að niðurstöðurnar sem Íslensk erfðagreining ætlar sér að birta brjóti ekki persónuverndarlög. „Það sem hefur verið gæfa Persónuverndar í gegnum árin er að við höfum náð að vinna eftir þeim lögum sem okkur ber að vinna eftir. Þetta hafa verið ótrúlegir tímar hjá Persónuvernd, alveg frá því undirbúningur nýju persónuverndarlöggjafarinnar tók við og allt sem hefur fylgt á eftir. Með fámennan mannskap hafa ótrúlegir hlutir náðst í gegn. Við höfum náð að fylgja lögunum á þeim mikla hraða og í því mikla ati sem við erum í. Ef við klikkum og er til dæmis að leyfa, hvort sem það eru vísindarannsóknir eða annað, getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir einstaklinga í landinu. Ef öryggi persónuverndarupplýsinga er ekki nægjanlega tryggt geta óviðkomandi komist í slíkar upplýsingar. Það skiptir máli að allt sé í lagi þegar verið er að höndla erfðaupplýsingar. Þannig að þrátt fyrir að hafa alvarlega undir mönnuð í alltof langan tíma höfum við náð að tryggja eins vel og okkur hefur verið frekast unnt faglegt starf og afleiðingar þess að misfarið sé með persónuverndarupplýsingar, það ættu mörg nýleg dæmi að sýna fram á það þegar fólk og fyrirtæki þurfa að þola margra milljarða króna sektir þegar ekki er rétt farið með persónuverndarupplýsingar,“ segir Helga.
Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira