Var búinn að samþykkja að fara til Liverpool en endaði hjá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2020 14:00 Teddy Sherringham fagnar sigri í Meistaradeildinni 1999 með þeim Nicky Butt, Ole Gunnar Solskjær og Dwight Yorke. United liðið var þá að vinna sinn þriðja stóra titil á tíu dögum. Getty/Alexander Hassenstein Teddy Sheringham átti stóran þátt í því að Manchester United vann þrennuna tímabilið 1998-99 en hann hafði getað endað hjá Liverpool frekar en United. Í ljós hefur komið að Teddy Sheringham var mjög nálægt því að fara til Liverpool þegar Manchester United keypti hann frá Tottenham í júní 1997. Manchester United var þarna að leita að eftirmanni Eric Cantona sem hafði óvænt sett fótboltaskóna upp á hillu. Teddy Sheringham agreed to join Liverpool before sealing Man Utd transfer https://t.co/SC5X1sM5Al pic.twitter.com/XUS2HseyYS— Mirror Football (@MirrorFootball) March 24, 2020 The Athletic hefur grafið það upp að Teddy Sheringham var þetta sumar búinn að samþykkja að fara til Liverpool og hafði meira að segja gengið frá persónulegum samningi sínum við félagið. Knattspyrnustjóri Liverpool á þessum tíma var Roy Evans. Það fór hins vegar svo að Teddy Sheringham endaði á Old Trafford og það má skrifa eingöngu á stjórn Liverpool. Knattspyrnustjórinn Roy Evans var þarna að leita að manni til að spila frammi með Robbie Fowler. Stjórn Liverpool liðsins komst hins vegar að því að hinn 31 árs gamli Sheringham væri of gamall og hætti við kaupin. Sheringham átti heldur betur eftir að afsanna það. Hann skoraði 46 mörk í 153 leikjum með Manchester United og spilaði síðan með Tottenham, Portsmouth, West Ham og Colchester áður en skórnir fóru upp á hillu. 22 - Teddy Sheringham won the Golden Boot in the first ever Premier League campaign, and is the only player to have won the award while scoring for more than one club in the season (1 for @NFFC, 21 for @SpursOfficial). Leader. #OptaPLSeasons pic.twitter.com/VHpdJCNubx— OptaJoe (@OptaJoe) March 23, 2020 Liverpool keypti frekar þýska framherjann Karl-Heinz Riedle frá Borussia Dortmund sem var samt tveimur árum eldri en Sheringham. Þetta 1997-98 tímabil sló hinn átján ára gamli Michael Owen í gegn á Anfield með 18 mörkum í 36 leikjum. Teddy Sheringham vann þrefalt með Manchester United vorið 1999 og alls sjö titla með félaginu. United tryggði sér alla þrjá titlana 1998-99 með því að vinna þrjá leiki á tíu dögum. Teddy Sheringham skoraði þá fyrsta markið í 2-0 sigri á Newcastle í bikarúrslitaleiknum og var bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira
Teddy Sheringham átti stóran þátt í því að Manchester United vann þrennuna tímabilið 1998-99 en hann hafði getað endað hjá Liverpool frekar en United. Í ljós hefur komið að Teddy Sheringham var mjög nálægt því að fara til Liverpool þegar Manchester United keypti hann frá Tottenham í júní 1997. Manchester United var þarna að leita að eftirmanni Eric Cantona sem hafði óvænt sett fótboltaskóna upp á hillu. Teddy Sheringham agreed to join Liverpool before sealing Man Utd transfer https://t.co/SC5X1sM5Al pic.twitter.com/XUS2HseyYS— Mirror Football (@MirrorFootball) March 24, 2020 The Athletic hefur grafið það upp að Teddy Sheringham var þetta sumar búinn að samþykkja að fara til Liverpool og hafði meira að segja gengið frá persónulegum samningi sínum við félagið. Knattspyrnustjóri Liverpool á þessum tíma var Roy Evans. Það fór hins vegar svo að Teddy Sheringham endaði á Old Trafford og það má skrifa eingöngu á stjórn Liverpool. Knattspyrnustjórinn Roy Evans var þarna að leita að manni til að spila frammi með Robbie Fowler. Stjórn Liverpool liðsins komst hins vegar að því að hinn 31 árs gamli Sheringham væri of gamall og hætti við kaupin. Sheringham átti heldur betur eftir að afsanna það. Hann skoraði 46 mörk í 153 leikjum með Manchester United og spilaði síðan með Tottenham, Portsmouth, West Ham og Colchester áður en skórnir fóru upp á hillu. 22 - Teddy Sheringham won the Golden Boot in the first ever Premier League campaign, and is the only player to have won the award while scoring for more than one club in the season (1 for @NFFC, 21 for @SpursOfficial). Leader. #OptaPLSeasons pic.twitter.com/VHpdJCNubx— OptaJoe (@OptaJoe) March 23, 2020 Liverpool keypti frekar þýska framherjann Karl-Heinz Riedle frá Borussia Dortmund sem var samt tveimur árum eldri en Sheringham. Þetta 1997-98 tímabil sló hinn átján ára gamli Michael Owen í gegn á Anfield með 18 mörkum í 36 leikjum. Teddy Sheringham vann þrefalt með Manchester United vorið 1999 og alls sjö titla með félaginu. United tryggði sér alla þrjá titlana 1998-99 með því að vinna þrjá leiki á tíu dögum. Teddy Sheringham skoraði þá fyrsta markið í 2-0 sigri á Newcastle í bikarúrslitaleiknum og var bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira