Grænt ljós á samruna Fréttablaðsins og DV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 10:34 Forsíða DV.is í morgun. Fram hefur komið að Torg ætli að halda úti tveimur vefum, Frettabladid.is annars vegar og DV.is hins vegar. Forsíða DV.is Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. Þetta kemur fram á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Tilkynnt var um kaup Torgs á DV þann 13. desember síðastliðinn með fyrirvara um samþykki fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Jón Þórisson er ritstjóri Fréttablaðsins.Vísir/Sigurjón Ólason Fréttablaðið og Hringbraut hafa aðsetur á Hafnartorgi og má reikna með að ritstjórn DV færi sig þangað líka. Samkeppni ekki raskað Er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruninn leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist. Heldur ekki að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Lilja Katrín Gunnarsdóttir er ritstjóri DV. Guðmundur R. Einarsson, eiginmaður hennar, er markaðs- og þróunarstjóri.Vísir/Vilhelm Þá er það jafnframt niðurstaða eftirlitsins, með hliðsjón af umsögn fjölmiðlanefndar, að ekki sé tilefni til að grípa til íhlutunar vegna áhrifa samrunans á fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlun. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna. „Í ljósi aðstæðna og áhrifa faraldurs COVID-19 á verkefni Samkeppniseftirlitsins verður ákvörðun, þar sem nánar er fjallað um rannsóknina, birt innan skamms á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.“ Tilkynninguna í heild má sjá að neðan. Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Torgs ehf. (Torg) og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. (Frjáls fjölmiðlun). Torg er útgáfufélag Fréttablaðsins og rekur fréttavefinn frettabladid.is. Þá á Torg dótturfélagið Hringbraut fjölmiðla ehf. Frjáls fjölmiðlun er útgáfufélags dagblaðsins DV og rekur jafnframt vef undir sama nafni. Undir meðferð málsins aflaði Samkeppniseftirlitið ýmissa gagna frá samrunaaðilum og hagsmunaaðilum. Þar sem um samruna á milli fjölmiðlaveitna er að ræða aflaði Samkeppniseftirlitið umsagnar fjölmiðlanefndar um áhrif samrunans á fjölræði og fjölbreytni í samræmi við ákvæði 62. gr. b. fjölmiðlalaga ásamt því að eiga fundi með fjölmiðlanefnd. Af gögnum málsins virtum er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruni Torgs og Frjálsrar fjölmiðlunar leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Þá er það jafnframt niðurstaða eftirlitsins, með hliðsjón af umsögn fjölmiðlanefndar, að ekki sé tilefni til að grípa til íhlutunar vegna áhrifa samrunans á fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlun. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna. Í ljósi aðstæðna og áhrifa faraldurs COVID-19 á verkefni Samkeppniseftirlitsins verður ákvörðun, þar sem nánar er fjallað um rannsóknina, birt innan skamms á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Fjölmiðlar Samkeppnismál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. Þetta kemur fram á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Tilkynnt var um kaup Torgs á DV þann 13. desember síðastliðinn með fyrirvara um samþykki fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Jón Þórisson er ritstjóri Fréttablaðsins.Vísir/Sigurjón Ólason Fréttablaðið og Hringbraut hafa aðsetur á Hafnartorgi og má reikna með að ritstjórn DV færi sig þangað líka. Samkeppni ekki raskað Er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruninn leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist. Heldur ekki að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Lilja Katrín Gunnarsdóttir er ritstjóri DV. Guðmundur R. Einarsson, eiginmaður hennar, er markaðs- og þróunarstjóri.Vísir/Vilhelm Þá er það jafnframt niðurstaða eftirlitsins, með hliðsjón af umsögn fjölmiðlanefndar, að ekki sé tilefni til að grípa til íhlutunar vegna áhrifa samrunans á fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlun. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna. „Í ljósi aðstæðna og áhrifa faraldurs COVID-19 á verkefni Samkeppniseftirlitsins verður ákvörðun, þar sem nánar er fjallað um rannsóknina, birt innan skamms á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.“ Tilkynninguna í heild má sjá að neðan. Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Torgs ehf. (Torg) og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. (Frjáls fjölmiðlun). Torg er útgáfufélag Fréttablaðsins og rekur fréttavefinn frettabladid.is. Þá á Torg dótturfélagið Hringbraut fjölmiðla ehf. Frjáls fjölmiðlun er útgáfufélags dagblaðsins DV og rekur jafnframt vef undir sama nafni. Undir meðferð málsins aflaði Samkeppniseftirlitið ýmissa gagna frá samrunaaðilum og hagsmunaaðilum. Þar sem um samruna á milli fjölmiðlaveitna er að ræða aflaði Samkeppniseftirlitið umsagnar fjölmiðlanefndar um áhrif samrunans á fjölræði og fjölbreytni í samræmi við ákvæði 62. gr. b. fjölmiðlalaga ásamt því að eiga fundi með fjölmiðlanefnd. Af gögnum málsins virtum er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruni Torgs og Frjálsrar fjölmiðlunar leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Þá er það jafnframt niðurstaða eftirlitsins, með hliðsjón af umsögn fjölmiðlanefndar, að ekki sé tilefni til að grípa til íhlutunar vegna áhrifa samrunans á fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlun. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna. Í ljósi aðstæðna og áhrifa faraldurs COVID-19 á verkefni Samkeppniseftirlitsins verður ákvörðun, þar sem nánar er fjallað um rannsóknina, birt innan skamms á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.
Fjölmiðlar Samkeppnismál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira