Fjórfalt fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 12:59 Aldrei hafa fleiri sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum á einni viku en nú. Í síðustu viku sóttu 3,3 milljónir manna um bætur. Fyrra met var um 700.000 manns í október árið 1982. AP/John Minchillo Fleiri en þrjár milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og er það fjórfalt fleiri en nokkru sinni hafa gert það. Hagfræðingar vara við því að atvinnuleysi vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins gæti náð allt að 13% í maí. Fjöldinn sem sótti um bætur nú er talinn vísbending um umfang uppsagna. Fjöldi fyrirtækja hefur sagt upp fyrirtækjum vegna hríðminnkandi eftirspurnar sem er tilkomin vegna faraldursins og viðbragða yfirvalda til að hefta útbreiðslu hennar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að enn frekari uppsagnir séu í vændum í Bandaríkjunum sem sigla nú inn í efnahagskreppu. Það er mikill viðsnúningur því í febrúar mældist atvinnuleysi 3,5% og hafði ekki verið lægra í hálfa öld. Hagfræðingar óttast að allt að 30% samdráttur gæti orðið á næsta ársfjórðungi. Þrátt fyrir að þær 3,3 milljónir manna sem sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku séu fjórfalt fleiri en fyrra met sem var sett árið 1982 er talið að talan gefi ekki rétta mynd af atvinnuleysinu. Fjölmargir sem hafi misst vinnuna undanfarna daga hafi ekki náð inn á vefsíður ríkja og símaver vegna álags á þau. Þannig eru líkur á að enn fleiri hefðu sótt um bætur hefðu þeir getað það. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt sögulegan björgunarpakka sem á að lina þjáningar bandaríska hagkerfisins á meðan faraldurinn stendur yfir. Í honum er meðal annars gert ráð fyrir lánum til fyrirtækja til að gera þeim kleift að halda í starfsfólk en einnig stórauknir fjármunir í atvinnuleysisbætur. Fleirum verður gert kleift að sækja um bætur og lengur. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. 26. mars 2020 09:09 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Fleiri en þrjár milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og er það fjórfalt fleiri en nokkru sinni hafa gert það. Hagfræðingar vara við því að atvinnuleysi vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins gæti náð allt að 13% í maí. Fjöldinn sem sótti um bætur nú er talinn vísbending um umfang uppsagna. Fjöldi fyrirtækja hefur sagt upp fyrirtækjum vegna hríðminnkandi eftirspurnar sem er tilkomin vegna faraldursins og viðbragða yfirvalda til að hefta útbreiðslu hennar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að enn frekari uppsagnir séu í vændum í Bandaríkjunum sem sigla nú inn í efnahagskreppu. Það er mikill viðsnúningur því í febrúar mældist atvinnuleysi 3,5% og hafði ekki verið lægra í hálfa öld. Hagfræðingar óttast að allt að 30% samdráttur gæti orðið á næsta ársfjórðungi. Þrátt fyrir að þær 3,3 milljónir manna sem sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku séu fjórfalt fleiri en fyrra met sem var sett árið 1982 er talið að talan gefi ekki rétta mynd af atvinnuleysinu. Fjölmargir sem hafi misst vinnuna undanfarna daga hafi ekki náð inn á vefsíður ríkja og símaver vegna álags á þau. Þannig eru líkur á að enn fleiri hefðu sótt um bætur hefðu þeir getað það. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt sögulegan björgunarpakka sem á að lina þjáningar bandaríska hagkerfisins á meðan faraldurinn stendur yfir. Í honum er meðal annars gert ráð fyrir lánum til fyrirtækja til að gera þeim kleift að halda í starfsfólk en einnig stórauknir fjármunir í atvinnuleysisbætur. Fleirum verður gert kleift að sækja um bætur og lengur.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. 26. mars 2020 09:09 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. 26. mars 2020 09:09