Háar sektir brjóti fólk gegn reglum um sóttkví, einangrun og samkomubann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 14:47 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur gefið út fyrirmæli um sektargreiðslur vegna brota á reglum um sóttkví og einangrun. Vísir/Vilhelm Sá sem brýtur gegn reglum um sóttkví gæti átt von á að allt 250 þúsund króna sekt. Sá sem brýtur gegn reglum um einangrun gæti svo átt von á að allt að 500 þúsund króna sekt. Er þetta samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara sem voru birt rétt í þessu. Þá gætu sektir sömuleiðis gagnvart þeim sem brjóta gegn samkomubanninu einnig numið allt að hálfri milljón króna. Sé brotið alvarlegt er hægt að ákæra manneskju og dæma hana til fangelsisvistar, til dæmis ef hún verður uppvís að því að rjúfa einangrun og gera einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma útsetta fyrir smiti. Viðkomandi gæti þá átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér. Í fyrirmælum ríkissaksóknara segir að sektirnar ákvarðist eftir alvarleika brotsins. Þannig geta brot gegn skyldu til að fara og/eða vera í sóttkví numið sektum frá 50 þúsund krónum til 250 þúsund króna. Brot gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví eru innan sömu upphæða. Sektir vegna brota á reglum um einangrun geta svo numið frá 150 þúsund krónum til hálfrar milljónar króna. Hvað varðar samkomubannið þá liggja einnig sektargreiðslur við brotum á því. Brot á reglum um fjöldasamkomu, það er ef fleiri en 20 koma saman, varða eftirfarandi sektum eftir því sem við á: Sekt einstaklings sem sækir samkomu kr. 50.000. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda sem stendur fyrir samkomu/opnun kr. 250.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots forsvarsmanns/skipuleggjanda. Brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar starfsemi getur síðan verið frá 100 þúsund krónum upp í hálfa milljón allt eftir alvarleika brotsins. Í fyrirmælum ríkissaksóknara er lögð á það áhersla að ákærendur meti hvert tilvik fyrir sig og ákvarði sektarfjárhæðina með hliðsjón af alvarleika brots. Ljóst sé að brotin geti verið mjög mismunandi og þar með misalvarleg: „Þá er ljóst að í sumum tilvikum kann háttsemin að vera það alvarleg, einkum varðandi brot gegn reglum um einangrun, að háttsemin eigi undir ákvæði 175. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og því beri að ákæra fyrir brotið. Sem dæmi má nefna að sakborningur geri nokkurn hóp manna útsettan fyrir sýkingu eða sýki hóp manna af COVID-19 og enn alvarlegra ef um er að ræða að útsetja eða sýkja þá sem eru í sérstakri hættu vegna undirliggjandi sjúkdóma. Ef slíkt álitaefni kemur upp ber ákærendum að upplýsa ríkissaksóknara og héraðssaksóknara strax um málið en héraðssaksóknari fer með ákæruvald vegna brota gegn 175. gr. almennra hegningarlaga,“ segir í fyrirmælum ríkissaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Sá sem brýtur gegn reglum um sóttkví gæti átt von á að allt 250 þúsund króna sekt. Sá sem brýtur gegn reglum um einangrun gæti svo átt von á að allt að 500 þúsund króna sekt. Er þetta samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara sem voru birt rétt í þessu. Þá gætu sektir sömuleiðis gagnvart þeim sem brjóta gegn samkomubanninu einnig numið allt að hálfri milljón króna. Sé brotið alvarlegt er hægt að ákæra manneskju og dæma hana til fangelsisvistar, til dæmis ef hún verður uppvís að því að rjúfa einangrun og gera einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma útsetta fyrir smiti. Viðkomandi gæti þá átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér. Í fyrirmælum ríkissaksóknara segir að sektirnar ákvarðist eftir alvarleika brotsins. Þannig geta brot gegn skyldu til að fara og/eða vera í sóttkví numið sektum frá 50 þúsund krónum til 250 þúsund króna. Brot gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví eru innan sömu upphæða. Sektir vegna brota á reglum um einangrun geta svo numið frá 150 þúsund krónum til hálfrar milljónar króna. Hvað varðar samkomubannið þá liggja einnig sektargreiðslur við brotum á því. Brot á reglum um fjöldasamkomu, það er ef fleiri en 20 koma saman, varða eftirfarandi sektum eftir því sem við á: Sekt einstaklings sem sækir samkomu kr. 50.000. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda sem stendur fyrir samkomu/opnun kr. 250.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots forsvarsmanns/skipuleggjanda. Brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar starfsemi getur síðan verið frá 100 þúsund krónum upp í hálfa milljón allt eftir alvarleika brotsins. Í fyrirmælum ríkissaksóknara er lögð á það áhersla að ákærendur meti hvert tilvik fyrir sig og ákvarði sektarfjárhæðina með hliðsjón af alvarleika brots. Ljóst sé að brotin geti verið mjög mismunandi og þar með misalvarleg: „Þá er ljóst að í sumum tilvikum kann háttsemin að vera það alvarleg, einkum varðandi brot gegn reglum um einangrun, að háttsemin eigi undir ákvæði 175. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og því beri að ákæra fyrir brotið. Sem dæmi má nefna að sakborningur geri nokkurn hóp manna útsettan fyrir sýkingu eða sýki hóp manna af COVID-19 og enn alvarlegra ef um er að ræða að útsetja eða sýkja þá sem eru í sérstakri hættu vegna undirliggjandi sjúkdóma. Ef slíkt álitaefni kemur upp ber ákærendum að upplýsa ríkissaksóknara og héraðssaksóknara strax um málið en héraðssaksóknari fer með ákæruvald vegna brota gegn 175. gr. almennra hegningarlaga,“ segir í fyrirmælum ríkissaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira