Flugmenn Icelandair standa með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 19:01 Rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar. Vísir/Vilhelm Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Þá mun einnig 13 flugmönnum hjá Air Iceland Connect verða sagt upp um næstu mánaðamót. Þetta kemur fram í tilkynningu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) til fjölmiðla. Þar segir jafnframt að þegar mest var hafi tæplega 600 flugmenn starfað hjá Icelandair. Verkefni félagsins nú sé að styðja við flugmenn og veita þeim aðstoð í erfiðum aðstæðum. Í tilkynningunni segir einnig að flugmenn Icelandair hafi staðið með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt og munu halda því áfram. FÍA hvetur íslensk stjórnvöld til að gera slíkt hið sama: „Flugiðnaðurinn er slagæð í efnahag og hagkerfi þjóðarinnar, iðnaður sem heldur uppi um 72.000 störfum á Íslandi, beint eða óbeint. Ferðaiðnaður, sjávarútvegur og ótal fleiri atvinnugreinar reiða sig á greiðar og reglulegar flugsamgöngur. Sú mikla umferð sem fer um Keflavíkurflugvöll árlega er afrakstur áratuga vinnu Icelandair til að festa Ísland í sessi sem tengil eða miðpunkt milli heimsálfa (e. hub and spoke system). Sú mikilvæga staða er nú í hættu ef ekki verður gripið inn í með myndarlegum hætti. Flugmenn Icelandair hafa staðið með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt og munu halda því áfram. Við hvetjum íslensk stjórnvöld til að gera slíkt hið sama, grípa inn í og tryggja áframhaldandi grundvöll reglulegra flugsamgangna milli Íslands og umheimsins. Icelandair þarf jafnframt að vera tilbúið til að rísa hratt upp þegar aðstæður gefa efni til. Við viljum leggja áherslu á að þetta er tímabundið ástand og þrátt fyrir höggin sem dynja á okkur flugmönnum og öðrum stéttum, þá munum við standa þetta af okkur,“ segir í tilkynningu Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Sjá meira
Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Þá mun einnig 13 flugmönnum hjá Air Iceland Connect verða sagt upp um næstu mánaðamót. Þetta kemur fram í tilkynningu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) til fjölmiðla. Þar segir jafnframt að þegar mest var hafi tæplega 600 flugmenn starfað hjá Icelandair. Verkefni félagsins nú sé að styðja við flugmenn og veita þeim aðstoð í erfiðum aðstæðum. Í tilkynningunni segir einnig að flugmenn Icelandair hafi staðið með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt og munu halda því áfram. FÍA hvetur íslensk stjórnvöld til að gera slíkt hið sama: „Flugiðnaðurinn er slagæð í efnahag og hagkerfi þjóðarinnar, iðnaður sem heldur uppi um 72.000 störfum á Íslandi, beint eða óbeint. Ferðaiðnaður, sjávarútvegur og ótal fleiri atvinnugreinar reiða sig á greiðar og reglulegar flugsamgöngur. Sú mikla umferð sem fer um Keflavíkurflugvöll árlega er afrakstur áratuga vinnu Icelandair til að festa Ísland í sessi sem tengil eða miðpunkt milli heimsálfa (e. hub and spoke system). Sú mikilvæga staða er nú í hættu ef ekki verður gripið inn í með myndarlegum hætti. Flugmenn Icelandair hafa staðið með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt og munu halda því áfram. Við hvetjum íslensk stjórnvöld til að gera slíkt hið sama, grípa inn í og tryggja áframhaldandi grundvöll reglulegra flugsamgangna milli Íslands og umheimsins. Icelandair þarf jafnframt að vera tilbúið til að rísa hratt upp þegar aðstæður gefa efni til. Við viljum leggja áherslu á að þetta er tímabundið ástand og þrátt fyrir höggin sem dynja á okkur flugmönnum og öðrum stéttum, þá munum við standa þetta af okkur,“ segir í tilkynningu Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent