Drekinn seldi tugi ólöglegra níkótínvökva Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 11:04 Drekinn við Njálsgötu. Drekinn Aðstandendur söluturnsins Drekans á Njálsgötu seldu alls 60 tegundir áfyllinga á rafrettur sem ýmist innhéldu ólöglegt magn af nikótíni, sögðust innihalda minna nikótín en raun var eða skorti allar viðvaranir og innihalds- og notkunarupplýsingar. Drekanum hefur því verið bannað að selja áfyllingarnar og skal farga þeim öllum innan sex vikna. Þegar eftirlitsmenn Neytendastofu litu við í Drekanum í október í fyrra kom á daginn að í Drekanum mátti kaupa 60 tegundir af umræddum rafrettuáfyllingum sem ekki voru taldar í samræmi við lög um rafrettur. Var það ekki síst vegna þess að þær skorti hinar ýmsu merkingar; viðvörunar- og notkunarleiðbeiningar eða geymslu- og innihaldslýsingar auk þess sem þeim fylgdi ekki upplýsingabæklingur. Neytendastofu hafði jafnframt ekki borist tilkynning um að til stæði að selja vökvana eins og lög kveða á um. Stofnunin setti því sölubann á áfyllingarnar, kallaði eftir gögnum frá aðstandendum Drekans og gaf þeim fjórar vikur til að bregðast við. 20 millígrömm af niktótíni eða 50? Eftirlitsmennirnir heimsóttu Drekann aftur í byrjun nóvember. „Kom í ljós á umbúðum sex áfyllinga sem innsiglaðar voru í geymslu verslunarinnar Drekans voru tveir límmiðar. Á ytri límmiða var merking um að áfyllingin innihéldi 20 mg/ml en á innri límmiða var styrkleiki nikótíns tilgreindur einra en 20 mg/ml, þ.e. 25 mg/ml og 50 mg/ml,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Umræddar áfyllingar voru á meðal þeirra sem voru í tímabundnu sölubanni og voru fjarlægðar með samþykki eigenda, sem sagðist ekki hafa vitað af þessum villandi merkingum. Eigandinn óskaði eftir því að þessum sex áfyllingum sem innihéldu ólöglegt magn nikótíns yrði eytt, sem Neytendastofa féllst á. Stofnunin fór fram á að Drekinn myndi jafnframt gera úrbætur á merkingum hinna 54 áfyllinganna sem upp á vantaði og segist Neytendastofa hafa leiðbeint aðstandendum söluturnsins hvernig best væri að standa að því. Engin svör hafi hins vegar borist. Því bannaði Neytendastofa Drekanum að selja umræddar rafretturáfyllingar og gerði honum að eyða öllum vörunum sem til voru í versluninni innan sex vikna. Í úrskurði Neytendastofu má nálgast listann yfir áfyllingarnar sem stofnunin taldi stangast á við lög. Rafrettur Neytendur Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira
Aðstandendur söluturnsins Drekans á Njálsgötu seldu alls 60 tegundir áfyllinga á rafrettur sem ýmist innhéldu ólöglegt magn af nikótíni, sögðust innihalda minna nikótín en raun var eða skorti allar viðvaranir og innihalds- og notkunarupplýsingar. Drekanum hefur því verið bannað að selja áfyllingarnar og skal farga þeim öllum innan sex vikna. Þegar eftirlitsmenn Neytendastofu litu við í Drekanum í október í fyrra kom á daginn að í Drekanum mátti kaupa 60 tegundir af umræddum rafrettuáfyllingum sem ekki voru taldar í samræmi við lög um rafrettur. Var það ekki síst vegna þess að þær skorti hinar ýmsu merkingar; viðvörunar- og notkunarleiðbeiningar eða geymslu- og innihaldslýsingar auk þess sem þeim fylgdi ekki upplýsingabæklingur. Neytendastofu hafði jafnframt ekki borist tilkynning um að til stæði að selja vökvana eins og lög kveða á um. Stofnunin setti því sölubann á áfyllingarnar, kallaði eftir gögnum frá aðstandendum Drekans og gaf þeim fjórar vikur til að bregðast við. 20 millígrömm af niktótíni eða 50? Eftirlitsmennirnir heimsóttu Drekann aftur í byrjun nóvember. „Kom í ljós á umbúðum sex áfyllinga sem innsiglaðar voru í geymslu verslunarinnar Drekans voru tveir límmiðar. Á ytri límmiða var merking um að áfyllingin innihéldi 20 mg/ml en á innri límmiða var styrkleiki nikótíns tilgreindur einra en 20 mg/ml, þ.e. 25 mg/ml og 50 mg/ml,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Umræddar áfyllingar voru á meðal þeirra sem voru í tímabundnu sölubanni og voru fjarlægðar með samþykki eigenda, sem sagðist ekki hafa vitað af þessum villandi merkingum. Eigandinn óskaði eftir því að þessum sex áfyllingum sem innihéldu ólöglegt magn nikótíns yrði eytt, sem Neytendastofa féllst á. Stofnunin fór fram á að Drekinn myndi jafnframt gera úrbætur á merkingum hinna 54 áfyllinganna sem upp á vantaði og segist Neytendastofa hafa leiðbeint aðstandendum söluturnsins hvernig best væri að standa að því. Engin svör hafi hins vegar borist. Því bannaði Neytendastofa Drekanum að selja umræddar rafretturáfyllingar og gerði honum að eyða öllum vörunum sem til voru í versluninni innan sex vikna. Í úrskurði Neytendastofu má nálgast listann yfir áfyllingarnar sem stofnunin taldi stangast á við lög.
Rafrettur Neytendur Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira