Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2020 16:26 Þröstur Emilsson var fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu um árabil en tók við starfi framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna árið 2013. Honum var sagt upp sumarið 2018 þegar upp komst um fjárdráttinn. Vísir Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og var honum þá vikið frá störfum. Þröstur varði sig sjálfur fyrir dómi og játaði brot sín. Hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Ákæran yfir Þresti var í þremur liðum. Millifærði á eigin reikning Hann var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Þröstur var í viðtali við fréttastofu árið 2017 þegar ADHD-samtökin stóðu fyrir sölu á svokölluðum fidget-spilurum í fjáröflunarskyni. Greiddi golfferð til Flórída Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt sér ávinning af brotum sínum. Ekki áður hlotið dóm ADHD samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Þröstur hafnaði kröfunni og lagði í hendur dómsins að leysa úr henni. Hann játaði brot sitt en óskaði vægustu refsingar. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann misnotaði trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Skýlaus játning var virt honum til málsbóta. Var hann dæmdur í tíu mánaða fangelsi en sjö mánaðanna eru skilorðsbundnir. Þarf hann að greiða ADHD-samtökunum 9,2 milljónir auk dráttarvaxta og 168 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Félagasamtök Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og var honum þá vikið frá störfum. Þröstur varði sig sjálfur fyrir dómi og játaði brot sín. Hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Ákæran yfir Þresti var í þremur liðum. Millifærði á eigin reikning Hann var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Þröstur var í viðtali við fréttastofu árið 2017 þegar ADHD-samtökin stóðu fyrir sölu á svokölluðum fidget-spilurum í fjáröflunarskyni. Greiddi golfferð til Flórída Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt sér ávinning af brotum sínum. Ekki áður hlotið dóm ADHD samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Þröstur hafnaði kröfunni og lagði í hendur dómsins að leysa úr henni. Hann játaði brot sitt en óskaði vægustu refsingar. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann misnotaði trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Skýlaus játning var virt honum til málsbóta. Var hann dæmdur í tíu mánaða fangelsi en sjö mánaðanna eru skilorðsbundnir. Þarf hann að greiða ADHD-samtökunum 9,2 milljónir auk dráttarvaxta og 168 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Félagasamtök Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira