Liverpool á eftir manninum sem afgreiddi íslenska landsliðið í Zagreb Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 10:30 Marcelo Brozovic í baráttunni við Kára Árnason í leiknum í Zagreb í undankeppni HM 2018. Brozovic tryggði Króatíu sigur með tveimur mörkum. EPA/ANTONIO BAT Liverpool er sagt vera á eftir króatískum miðjumanni Internazionale og nýjustu fréttir frá Ítalíu segja að staða á samningaviðræðum leikmannsins auki líkurnar á því að hann endi á Anfield. Marcelo Brozovic skrifaði undir nýjasta samning sinn við Inter í október 2018 og hann rennur út í lok júní næsta sumar. Inter er að reyna að semja aftur við hann en CalcioMercato segir að leikmaðurinn vilji fá miklu meira en félagið er að bjóða. Liverpool handed £53m Marcelo Brozovic transfer boost as Inter Milan face contract problem#LFC #Inter https://t.co/syfDjIZ0FQ pic.twitter.com/28jLCwlfgv— Express Sport (@DExpress_Sport) April 29, 2020 Brozovic fær nú í kringum þrjár milljónir punda í árslaun en sækist eftir því að fá 5,2 milljónir punda í nýjum samningi. Inter hefur aðeins boðið 3,9 milljónir punda samkvæmt heimildum ítalska miðilsins. Jürgen Klopp er sagður hafa mikinn áhuga á að fá kappann inn á miðju Liverpool en Brozovic getur spilað alls staðar á miðjunni þótt hans besta staða sé varnartengiliður. Liverpool ætti því að geta fengið hann með því að kaupa upp gamla samninginn en sú upphæð er talin vera 53 milljónir punda. ?? Timo Werner 'will leave'?? Two Lille stars linked?? Marcelo Brozovic 'boost'Follow all of the latest Liverpool news and transfers right here ??https://t.co/AqXxKbjxyl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 29, 2020 Marcelo Brozovic er 27 ára gamall og hefur leikið með Internazionale frá 2015 en hann kom fyrst til ítalska liðsins á láni. Inter keypti hann síðan af Dinamo Zagreb. Íslendingar ættu að muna eftir stráknum því hann afgreiddi íslenska landsliðið með því að skora bæði mörkin í 2-0 sigri Króatíu á Íslandi í Zagreb í nóvember 2016. Fyrra markið skoraði Brozovic með föstu skoti utan teigs á 15. mínútu en það síðara á lokamínútunni með föstu skoti frá vítateig eftir snögga sókn. Marcelo Brozovic hefur skorað 6 mörk í 51 landsleik fyrir Króatíu en hann var með liðinu á EM 2016 og á HM 2018. Á HM í Rússlandi spilaði hann allan tímann í bæði undanúrslitaleiknum á móti Englandi og í úrslitaleiknum á móti Frökkum. Report: Distance between #Inter and #Brozovic; #Liverpool remain interested https://t.co/xC9XCT66Ec pic.twitter.com/dltFAdCBc8— CalcioMercato (En) (@CmdotCom_En) April 28, 2020 Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Liverpool er sagt vera á eftir króatískum miðjumanni Internazionale og nýjustu fréttir frá Ítalíu segja að staða á samningaviðræðum leikmannsins auki líkurnar á því að hann endi á Anfield. Marcelo Brozovic skrifaði undir nýjasta samning sinn við Inter í október 2018 og hann rennur út í lok júní næsta sumar. Inter er að reyna að semja aftur við hann en CalcioMercato segir að leikmaðurinn vilji fá miklu meira en félagið er að bjóða. Liverpool handed £53m Marcelo Brozovic transfer boost as Inter Milan face contract problem#LFC #Inter https://t.co/syfDjIZ0FQ pic.twitter.com/28jLCwlfgv— Express Sport (@DExpress_Sport) April 29, 2020 Brozovic fær nú í kringum þrjár milljónir punda í árslaun en sækist eftir því að fá 5,2 milljónir punda í nýjum samningi. Inter hefur aðeins boðið 3,9 milljónir punda samkvæmt heimildum ítalska miðilsins. Jürgen Klopp er sagður hafa mikinn áhuga á að fá kappann inn á miðju Liverpool en Brozovic getur spilað alls staðar á miðjunni þótt hans besta staða sé varnartengiliður. Liverpool ætti því að geta fengið hann með því að kaupa upp gamla samninginn en sú upphæð er talin vera 53 milljónir punda. ?? Timo Werner 'will leave'?? Two Lille stars linked?? Marcelo Brozovic 'boost'Follow all of the latest Liverpool news and transfers right here ??https://t.co/AqXxKbjxyl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 29, 2020 Marcelo Brozovic er 27 ára gamall og hefur leikið með Internazionale frá 2015 en hann kom fyrst til ítalska liðsins á láni. Inter keypti hann síðan af Dinamo Zagreb. Íslendingar ættu að muna eftir stráknum því hann afgreiddi íslenska landsliðið með því að skora bæði mörkin í 2-0 sigri Króatíu á Íslandi í Zagreb í nóvember 2016. Fyrra markið skoraði Brozovic með föstu skoti utan teigs á 15. mínútu en það síðara á lokamínútunni með föstu skoti frá vítateig eftir snögga sókn. Marcelo Brozovic hefur skorað 6 mörk í 51 landsleik fyrir Króatíu en hann var með liðinu á EM 2016 og á HM 2018. Á HM í Rússlandi spilaði hann allan tímann í bæði undanúrslitaleiknum á móti Englandi og í úrslitaleiknum á móti Frökkum. Report: Distance between #Inter and #Brozovic; #Liverpool remain interested https://t.co/xC9XCT66Ec pic.twitter.com/dltFAdCBc8— CalcioMercato (En) (@CmdotCom_En) April 28, 2020
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira