Samfylkingin vill styðja Icelandair með hlutabréfakaupum Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2020 12:41 Formaður Samfylkingarinnar og fjármálaráðherra tókust á um hvernig ætti að koma Icelandair til aðstoðar á Alþingi í morgun. vísir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar vill að ríkið aðstoði Icelandair með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækinu eins og mörg önnur ríki hafi gert gagnvart sínum flugfélögum. Fjármálaráðherra segir þá leið alltaf eiga að vera síðasta úrræðið Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að stjórnvöld hafi ákveðið að greiða laun starfsmanna á uppsagnarfresti hjá öllum fyrirtækjum, stórum jafnt sem smáum. Í mörgum nágrannaríkjanna hafi stjórnvöld hins vegar gripið til almennra aðgerða fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki en sértækra aðgerða vegna stórra og kerfilslega mikilvægra fyrirtækja eins og flugfélaga. „Þannig eru fjölmörg ríki nú að koma til aðstoðar og eignast tímabundið í evrópskum flugfélögum. Íslenska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara aðra leið. Nú fær Icelandair í gegnum þessa leið líklega um sjö milljarða í sinn hlut. Það er helmingur markaðsvirðis fyrirtækisins og hæstvirtur ráðherra upplýsir hér að það gæti orðið meira,” sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að ríkið eignist hlut í Icelandair á móti stuðningi sínum við fyrirtækið.Vísir/Vilhelm Auðvitað þyrfti að styðja þetta mikilvæga fyrirtæki sem væri alger lífæð til landsins. „Er eðlilegt að ráðstafa svo stórum upphæðum og jafnvel meiru í framhaldinu til að verja hlutafé fyrirtækis án þess að við eigum nokkurn möguleika á að fá það með beinum hætti til baka og eignast tímabundið í fyrirtækinu,” sagði formaður Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðir stjórnvalda ekki miða að því að verja hagsmuni hluthafa. Fjármálaráðherra segir að það ætti að vera síðasta úrræði stjórnvalda að eignast hlut í fyrirtækjum sem það aðstoðar.Vísir/Vilhelm „Nei ég tel ekki eðlilegt að verja hluthafana með slíku inngripi. Enda liggur það fyrir eins og é ger að skilja stöðuna að hluthafarnir eru að verða fyrir stórkostlegu tjóni þar sem félagið er að fara í hlutafjárútboð. Sem væntanlega mun þýða að núverandi hluthafar verða þynntir út,” sagði Bjarni. Það ætti ávalt að vera síðasti valkosturinn að ríkið kæmi inn í fyrirtæki sem hluthafi. Hlutabótaleiðin og greiðsla launa á uppsagnarfresti væri almenn aðgerð og kostnaður sem hvort eð er myndi lenda á ríkissjóði í ríkari mæli með gjaldþrotum fyrirtækja. „Hvers vegna vill háttvirtur þingmaður einungis ræða Icelandair? Hvers vegan boðar hann ekki þá stefnu sína að gegn stuðningi við fyrirtæki sem þurfa nauðsynlega að fá svigrúm til að endurskipuleggja sinn fjárhag vilji hann boða ríkisvæðingu allra slíkra fyrirtækja,” sagði fjármálaráðherra og Logi greip framm í; “það er ekki það sem talað var um.” „Það er bara það sem má skilja af orðum háttvirts þingmanns,” sagði Bjarni Benediktsson. Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Samgöngur Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir 3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum 32 fyrirtækja síðasta sólarhringinn. 30. apríl 2020 10:44 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar vill að ríkið aðstoði Icelandair með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækinu eins og mörg önnur ríki hafi gert gagnvart sínum flugfélögum. Fjármálaráðherra segir þá leið alltaf eiga að vera síðasta úrræðið Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að stjórnvöld hafi ákveðið að greiða laun starfsmanna á uppsagnarfresti hjá öllum fyrirtækjum, stórum jafnt sem smáum. Í mörgum nágrannaríkjanna hafi stjórnvöld hins vegar gripið til almennra aðgerða fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki en sértækra aðgerða vegna stórra og kerfilslega mikilvægra fyrirtækja eins og flugfélaga. „Þannig eru fjölmörg ríki nú að koma til aðstoðar og eignast tímabundið í evrópskum flugfélögum. Íslenska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara aðra leið. Nú fær Icelandair í gegnum þessa leið líklega um sjö milljarða í sinn hlut. Það er helmingur markaðsvirðis fyrirtækisins og hæstvirtur ráðherra upplýsir hér að það gæti orðið meira,” sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að ríkið eignist hlut í Icelandair á móti stuðningi sínum við fyrirtækið.Vísir/Vilhelm Auðvitað þyrfti að styðja þetta mikilvæga fyrirtæki sem væri alger lífæð til landsins. „Er eðlilegt að ráðstafa svo stórum upphæðum og jafnvel meiru í framhaldinu til að verja hlutafé fyrirtækis án þess að við eigum nokkurn möguleika á að fá það með beinum hætti til baka og eignast tímabundið í fyrirtækinu,” sagði formaður Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðir stjórnvalda ekki miða að því að verja hagsmuni hluthafa. Fjármálaráðherra segir að það ætti að vera síðasta úrræði stjórnvalda að eignast hlut í fyrirtækjum sem það aðstoðar.Vísir/Vilhelm „Nei ég tel ekki eðlilegt að verja hluthafana með slíku inngripi. Enda liggur það fyrir eins og é ger að skilja stöðuna að hluthafarnir eru að verða fyrir stórkostlegu tjóni þar sem félagið er að fara í hlutafjárútboð. Sem væntanlega mun þýða að núverandi hluthafar verða þynntir út,” sagði Bjarni. Það ætti ávalt að vera síðasti valkosturinn að ríkið kæmi inn í fyrirtæki sem hluthafi. Hlutabótaleiðin og greiðsla launa á uppsagnarfresti væri almenn aðgerð og kostnaður sem hvort eð er myndi lenda á ríkissjóði í ríkari mæli með gjaldþrotum fyrirtækja. „Hvers vegna vill háttvirtur þingmaður einungis ræða Icelandair? Hvers vegan boðar hann ekki þá stefnu sína að gegn stuðningi við fyrirtæki sem þurfa nauðsynlega að fá svigrúm til að endurskipuleggja sinn fjárhag vilji hann boða ríkisvæðingu allra slíkra fyrirtækja,” sagði fjármálaráðherra og Logi greip framm í; “það er ekki það sem talað var um.” „Það er bara það sem má skilja af orðum háttvirts þingmanns,” sagði Bjarni Benediktsson.
Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Samgöngur Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir 3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum 32 fyrirtækja síðasta sólarhringinn. 30. apríl 2020 10:44 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum 32 fyrirtækja síðasta sólarhringinn. 30. apríl 2020 10:44