ÍSÍ úthlutar 450 milljónum til íþróttahreyfingarinnar - Brugðist við vegna móta sem falla niður Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 18:00 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Lárus Blöndal forseti ÍSÍ undirrita samning um að ÍSÍ sjái um úthlutun 450 milljóna króna frá ríkinu. MYND/ÍSÍ Stjórnvöld hafa falið ÍSÍ að sjá um úthlutun þeirra 450 milljóna króna sem íþróttahreyfingin fær til að mæta áhrifum kórónuveirufaraldursins. Farið verður í bæði almennar og sértækar aðgerðir. Almennar aðgerðir munu taka mið af reiknireglu og koma til framkvæmda strax, samkvæmt fréttatilkynningu frá ÍSÍ. Sértækar aðgerðir felast í að fjármagni verði úthlutað vegna sérstakra viðburða, móta og keppnishalds sem ekki getur orðið af vegna faraldursins. Ljúka þurfti keppnistímabilum í innanhússíþróttum fyrr en ella vegna faraldursins, hætta þurfti við stór barnamót eins og Nettómótið í körfubolta, fresta þurfti upphafi Íslandsmótsins í fótbolta og óvíst er að barnamót sumarsins geti verið með hefðbundnum hætti, svo dæmi séu tekin. Auglýst verður á vef ÍSÍ eftir umsóknum um fjármagn. ÍSÍ ætlar svo að fylgjast náið með starfsemi íþróttafélaga og upplýsa Mennta- og menningarmálaráðuneytið með reglubundnum hætti um áhrif þeirra aðgerða sem ráðist verður í. Stefnt er að því að greiða sem fyrst út til íþróttafélaga eftir að fjármagn berst til ÍSÍ og eftir að greiðslur hafa farið fram verður birt sundurliðun á heimasíðu ÍSÍ með upplýsingum um hvernig fjármunum var skipt og hvaða forsendur lágu að baki. „Markmið stuðnings stjórnvalda er að draga úr afleiðingum COVID-19 á íþróttalíf í landinu og tryggja eins og kostur er að fjölbreytt íþróttaiðkun geti farið fram – það er okkur öllum mikilvægt, ekki síst út frá lýðheilsusjónarmiðum og forvarnargildi íþrótta. Viðmið um úthlutun þessarar styrkja mun taka mið af stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum og byggja á sjónarmiðum jafnræðis, kynjajafnréttis og gagnsæis. Þá verður sérstaklega hugað að brottfalli úr íþróttum og verkefnum sem hvetja viðkvæma hópa til íþróttaiðkunar,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í fréttatilkynningu. Að auki verður til umfjöllunar á Alþingi tillaga um 600 milljóna kr. aukafjárveitingu til sveitarfélaga vegna tímabundins stuðnings við fjölskyldur í erfiðri stöðu, svo tryggja megi jöfn tækifæri barna og ungmenna til íþrótta- og tómstundastarfs í sumar. Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti ÍSÍ: Minni stuðningur við íþróttir frá atvinnulífinu á hverju ári Íþróttahreyfingin þarf ekki aðeins að hafa áhyggjur af skelfilegum áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af minni stuðningi frá atvinnulífinu undanfarin misseri. 23. mars 2020 15:44 Allt íþróttastarf fellur niður Mælst er til þess að skipulagt íþróttastarf á Íslandi falli niður í óákveðinn tíma vegna aðgerða til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. 20. mars 2020 18:03 Rúmur milljarður til viðbótar í menningu, íþróttir og rannsóknir Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst leggja 750 milljónum króna til viðbótar í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum. Er það gert til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar. 21. mars 2020 20:44 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Stjórnvöld hafa falið ÍSÍ að sjá um úthlutun þeirra 450 milljóna króna sem íþróttahreyfingin fær til að mæta áhrifum kórónuveirufaraldursins. Farið verður í bæði almennar og sértækar aðgerðir. Almennar aðgerðir munu taka mið af reiknireglu og koma til framkvæmda strax, samkvæmt fréttatilkynningu frá ÍSÍ. Sértækar aðgerðir felast í að fjármagni verði úthlutað vegna sérstakra viðburða, móta og keppnishalds sem ekki getur orðið af vegna faraldursins. Ljúka þurfti keppnistímabilum í innanhússíþróttum fyrr en ella vegna faraldursins, hætta þurfti við stór barnamót eins og Nettómótið í körfubolta, fresta þurfti upphafi Íslandsmótsins í fótbolta og óvíst er að barnamót sumarsins geti verið með hefðbundnum hætti, svo dæmi séu tekin. Auglýst verður á vef ÍSÍ eftir umsóknum um fjármagn. ÍSÍ ætlar svo að fylgjast náið með starfsemi íþróttafélaga og upplýsa Mennta- og menningarmálaráðuneytið með reglubundnum hætti um áhrif þeirra aðgerða sem ráðist verður í. Stefnt er að því að greiða sem fyrst út til íþróttafélaga eftir að fjármagn berst til ÍSÍ og eftir að greiðslur hafa farið fram verður birt sundurliðun á heimasíðu ÍSÍ með upplýsingum um hvernig fjármunum var skipt og hvaða forsendur lágu að baki. „Markmið stuðnings stjórnvalda er að draga úr afleiðingum COVID-19 á íþróttalíf í landinu og tryggja eins og kostur er að fjölbreytt íþróttaiðkun geti farið fram – það er okkur öllum mikilvægt, ekki síst út frá lýðheilsusjónarmiðum og forvarnargildi íþrótta. Viðmið um úthlutun þessarar styrkja mun taka mið af stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum og byggja á sjónarmiðum jafnræðis, kynjajafnréttis og gagnsæis. Þá verður sérstaklega hugað að brottfalli úr íþróttum og verkefnum sem hvetja viðkvæma hópa til íþróttaiðkunar,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í fréttatilkynningu. Að auki verður til umfjöllunar á Alþingi tillaga um 600 milljóna kr. aukafjárveitingu til sveitarfélaga vegna tímabundins stuðnings við fjölskyldur í erfiðri stöðu, svo tryggja megi jöfn tækifæri barna og ungmenna til íþrótta- og tómstundastarfs í sumar.
Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti ÍSÍ: Minni stuðningur við íþróttir frá atvinnulífinu á hverju ári Íþróttahreyfingin þarf ekki aðeins að hafa áhyggjur af skelfilegum áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af minni stuðningi frá atvinnulífinu undanfarin misseri. 23. mars 2020 15:44 Allt íþróttastarf fellur niður Mælst er til þess að skipulagt íþróttastarf á Íslandi falli niður í óákveðinn tíma vegna aðgerða til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. 20. mars 2020 18:03 Rúmur milljarður til viðbótar í menningu, íþróttir og rannsóknir Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst leggja 750 milljónum króna til viðbótar í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum. Er það gert til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar. 21. mars 2020 20:44 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Forseti ÍSÍ: Minni stuðningur við íþróttir frá atvinnulífinu á hverju ári Íþróttahreyfingin þarf ekki aðeins að hafa áhyggjur af skelfilegum áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af minni stuðningi frá atvinnulífinu undanfarin misseri. 23. mars 2020 15:44
Allt íþróttastarf fellur niður Mælst er til þess að skipulagt íþróttastarf á Íslandi falli niður í óákveðinn tíma vegna aðgerða til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. 20. mars 2020 18:03
Rúmur milljarður til viðbótar í menningu, íþróttir og rannsóknir Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst leggja 750 milljónum króna til viðbótar í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum. Er það gert til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar. 21. mars 2020 20:44