Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2021 07:02 Ótrúleg atburðarás varð við þinghús Bandaríkjaþings, Capitol Hill, í gær þegar æstur múgur, stuðningsmenn Trumps, braut sér leið inn í húsið. Getty/Robert Nickelsberg Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. Þar á meðal er ein kona, stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, sem skotin var til bana af lögreglu þegar æstur múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið í gær. Hinir þrír eru sagðir hafa látist af öðrum orsökum sem tengjast heilsufari þeirra. Þá hafa 52 verið handteknir í tengslum við óeirðirnar en CNN greinir frá því að 47 þeirra hafi verið handteknir fyrir að brjóta gegn útgöngubanni sem tók gildi í Washington-borg klukkan sex í gærkvöldi að staðartíma, 23 að íslenskum tíma. Bannið gildir í tólf tíma. Bandaríkjaþing kom aftur saman til fundar í nótt til að staðfesta atkvæði kjörmanna í bandarísku forsetakosningunum og staðfesta þar með kjör Joe Bidens sem næsta forseta Bandaríkjanna. Þingið hefur nú loks staðfest kjörið eftir hin ótrúlegu atburðarás gærdagsins. Það var Mike Pence, fráfarandi varaforseti og einn helsti bandamaður Trumps undanfarin ár, sem las upp niðurstöðu atkvæðagreiðslu kjörmannanna og staðfesti þar með að Biden og Harris væru réttkjörin sem forseti og varaforseti Bandaríkjanna. Vísir fylgist áfram grannt með gangi mála í Bandaríkjunum og í vaktinni hér fyrir neðan má fylgjast með öllu því helsta. Fréttin var uppfærð klukkan 09:20.
Þar á meðal er ein kona, stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, sem skotin var til bana af lögreglu þegar æstur múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið í gær. Hinir þrír eru sagðir hafa látist af öðrum orsökum sem tengjast heilsufari þeirra. Þá hafa 52 verið handteknir í tengslum við óeirðirnar en CNN greinir frá því að 47 þeirra hafi verið handteknir fyrir að brjóta gegn útgöngubanni sem tók gildi í Washington-borg klukkan sex í gærkvöldi að staðartíma, 23 að íslenskum tíma. Bannið gildir í tólf tíma. Bandaríkjaþing kom aftur saman til fundar í nótt til að staðfesta atkvæði kjörmanna í bandarísku forsetakosningunum og staðfesta þar með kjör Joe Bidens sem næsta forseta Bandaríkjanna. Þingið hefur nú loks staðfest kjörið eftir hin ótrúlegu atburðarás gærdagsins. Það var Mike Pence, fráfarandi varaforseti og einn helsti bandamaður Trumps undanfarin ár, sem las upp niðurstöðu atkvæðagreiðslu kjörmannanna og staðfesti þar með að Biden og Harris væru réttkjörin sem forseti og varaforseti Bandaríkjanna. Vísir fylgist áfram grannt með gangi mála í Bandaríkjunum og í vaktinni hér fyrir neðan má fylgjast með öllu því helsta. Fréttin var uppfærð klukkan 09:20.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira