BÍ telur lokaða dagskrá Stöðvar 2 „lægsta punkt í samtímasögu íslenskrar fjölmiðlunar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2021 17:45 Kvödfréttatími Stöðvar 2 verður frá og með mánudeginum 18. janúar í lokaðri dagskrá. Vísir „Það verða straumhvörf í íslenskri fjölmiðlasögu þegar fréttir Stöðvar 2 hætta að vera í opinni dagskrá núna í janúar eftir 34 ára nánast samfellda starfsemi. Það eru tímamót þegar fréttir Stöðvar 2, til að mynda af náttúruhamförunum á Seyðisfirði fyrir fáum vikum síðan, verða fyrir áskrifendur eingöngu en ekki fyrir allan almenning þessa lands.“ Svona hefst ályktun Blaðamannafélags Íslands, BÍ, vegna fyrirhugaðra breytinga á kvöldfréttum Stöðvar 2. Tilkynnt var fyrr í vikunni að Sýn hafi ákveðið að frá og með 18. janúar næstkomandi verði kvöldfréttir Stöðvar 2 í lokaðri dagskrá og aðeins aðgengilegar áskrifendum. Blaðamannafélagið segir það þungt áfall fyrir íslenska samfélagsumræðu og áfellisdóm yfir þeim rekstrarskilyrðum sem fyrirtækjum hefur verið búin á markaði. „Þegar ljósvakinn var frelsaður úr viðjum einokunar árið 1985 var það upphafið að mesta blómatíma í sögu íslenskrar fjölmiðlunar og undirstaða framfara í íslensku samfélagi á svo ótal mörgum sviðum. Núna þegar útsendingar frétta Stöðvar 2 læsast öðrum en áskrifendum er það táknrænn lægsti punktur í samtímasögu íslenskrar fjölmiðlunar og segir ömurlega sögu um stöðuna á þessum markaði,“ segir í ályktun BÍ. Fram kemur í ályktuninni að samkeppniseftirlitið hafi ítrekað vakið athygli á óeðlilegum skilyrðum sem löggjafinn hafi ákveðið að búa fyrirtækjum á ljósvakamarkaði og bendir á þá ákvörðun sem gerð var árið 2008 um að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi. Í ályktun samkeppniseftirlitsins kom meðal annars fram að rekja mætti erfiða stöðu keppinauta RÚV á auglýsingamarkaði „til þeirra ósanngjörnu samkeppnisaðstæðna sem ríkja á umræddum markaði og stafa af lögunum um RÚV og samkeppnishamlandi hegðun fyrirtækisins á auglýsingamarkaði.“ Það sé einnig „veigamikil ástæða þess að ekki eru fleiri öflugar sjónvarpsstöðvar hér á landi en raun ber vitni.“ Í ályktun BÍ segir einnig að með lokun fréttatíma Stöðvar 2 minnki samkeppni á ljósvakamarkaði en samkeppni á því sviði, sem öðrum, sé aflviki gæða. Það sé út af fyrir sig þrekvirki að fréttir Stöðvar 2 hafi verið í opinni dagskrá í 34 ár í samkeppnisumhverfinu sem stöðinni hefur verið búin. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tengdar fréttir Hagur neytenda og auglýsenda að ríkið sé á auglýsingamarkaði að mati VG Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir telur að tryggja þurfi fjármögnun Ríkisútvarpsins ef taka eigi stofnunina af auglýsingamarkaði. 13. janúar 2021 10:14 Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Svona hefst ályktun Blaðamannafélags Íslands, BÍ, vegna fyrirhugaðra breytinga á kvöldfréttum Stöðvar 2. Tilkynnt var fyrr í vikunni að Sýn hafi ákveðið að frá og með 18. janúar næstkomandi verði kvöldfréttir Stöðvar 2 í lokaðri dagskrá og aðeins aðgengilegar áskrifendum. Blaðamannafélagið segir það þungt áfall fyrir íslenska samfélagsumræðu og áfellisdóm yfir þeim rekstrarskilyrðum sem fyrirtækjum hefur verið búin á markaði. „Þegar ljósvakinn var frelsaður úr viðjum einokunar árið 1985 var það upphafið að mesta blómatíma í sögu íslenskrar fjölmiðlunar og undirstaða framfara í íslensku samfélagi á svo ótal mörgum sviðum. Núna þegar útsendingar frétta Stöðvar 2 læsast öðrum en áskrifendum er það táknrænn lægsti punktur í samtímasögu íslenskrar fjölmiðlunar og segir ömurlega sögu um stöðuna á þessum markaði,“ segir í ályktun BÍ. Fram kemur í ályktuninni að samkeppniseftirlitið hafi ítrekað vakið athygli á óeðlilegum skilyrðum sem löggjafinn hafi ákveðið að búa fyrirtækjum á ljósvakamarkaði og bendir á þá ákvörðun sem gerð var árið 2008 um að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi. Í ályktun samkeppniseftirlitsins kom meðal annars fram að rekja mætti erfiða stöðu keppinauta RÚV á auglýsingamarkaði „til þeirra ósanngjörnu samkeppnisaðstæðna sem ríkja á umræddum markaði og stafa af lögunum um RÚV og samkeppnishamlandi hegðun fyrirtækisins á auglýsingamarkaði.“ Það sé einnig „veigamikil ástæða þess að ekki eru fleiri öflugar sjónvarpsstöðvar hér á landi en raun ber vitni.“ Í ályktun BÍ segir einnig að með lokun fréttatíma Stöðvar 2 minnki samkeppni á ljósvakamarkaði en samkeppni á því sviði, sem öðrum, sé aflviki gæða. Það sé út af fyrir sig þrekvirki að fréttir Stöðvar 2 hafi verið í opinni dagskrá í 34 ár í samkeppnisumhverfinu sem stöðinni hefur verið búin. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tengdar fréttir Hagur neytenda og auglýsenda að ríkið sé á auglýsingamarkaði að mati VG Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir telur að tryggja þurfi fjármögnun Ríkisútvarpsins ef taka eigi stofnunina af auglýsingamarkaði. 13. janúar 2021 10:14 Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Hagur neytenda og auglýsenda að ríkið sé á auglýsingamarkaði að mati VG Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir telur að tryggja þurfi fjármögnun Ríkisútvarpsins ef taka eigi stofnunina af auglýsingamarkaði. 13. janúar 2021 10:14
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25