Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Eiður Þór Árnason skrifar 20. janúar 2021 18:55 Jeffrey Ross Gunter, fráfarandi sendiherra, hefur verið ötull stuðningsmaður Donalds Trump. Bandaríska sendiráðið Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. Í yfirlýsingu sinni segir Gunter það hafa verið „gífurlegan heiður“ að fá að gegna stöðu sendiherra gagnvart Íslandi. „Ég verð að eilífu þakklátur og stoltur af gífurlega góðu teymi sendiráðsins og öllu því sem við höfum til lykta leitt fyrir Bandaríkin og Ísland. Þakka þér Trump forseti fyrir þetta gífurlega tækifæri.“ Talaði um kínaveiru og falsfréttir Óhætt er að segja að Gunter hafi vakið meiri athygli hér á landi en margir forverar hans. Í sumar greindi fréttastofa CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að sendiherrann vildi bera byssu á Íslandi og óskað eftir aukinni öryggisgæslu, þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi tilkynnt honum að hann væri ekki í neinni hættu. Í október síðastliðnum sakaði bandaríska sendiráðið svo Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ í færslu á Facebook-síðu sinni. Færslan kom í kjölfar fréttar á vef blaðsins um að starfsmaður sendiráðsins hafi greinst með Covid-19 áður en flutningi lauk í ný húsakynni þess við Laufásveg. Sendiráðið hafnaði því og sagði íslenskan starfsmann hafa smitast „löngu eftir“ að nýja sendiráðið hefði verið vígt. Fréttablaðið stóð við fréttaflutning sinn en starfsmenn sendiráðsins afturkölluðu samdægurs boð miðilsins í hringborðsumræður í sendiráðinu. Tísti í anda Trumps Fyrir þetta olli Gunter fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ í júlí og brugðust margir illa við þeim ummælum hans. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa sendiherranum úr landi. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokknum og er meðal annars leiðtogi samtaka gyðinga innan flokksins. Gunter hefur verið ötull stuðningsmaður Trumps og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Þar að auki stýrði hann nefnd sem aflaði fjár fyrir þáverandi forseta í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og studdi Gunter einnig embættistökusjóð Trump verulega. Gunter var fyrir skipun sína reynslulaus sem erindreki en hafði um árabil starfað sem húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. 24. maí 2019 14:01 Bandaríski sendiherrann á Íslandi tístir um „ósýnilegu Kínaveiruna“ Sendiherrann var skipaður af Donald Trump á þarsíðasta ári. 20. júlí 2020 22:43 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Í yfirlýsingu sinni segir Gunter það hafa verið „gífurlegan heiður“ að fá að gegna stöðu sendiherra gagnvart Íslandi. „Ég verð að eilífu þakklátur og stoltur af gífurlega góðu teymi sendiráðsins og öllu því sem við höfum til lykta leitt fyrir Bandaríkin og Ísland. Þakka þér Trump forseti fyrir þetta gífurlega tækifæri.“ Talaði um kínaveiru og falsfréttir Óhætt er að segja að Gunter hafi vakið meiri athygli hér á landi en margir forverar hans. Í sumar greindi fréttastofa CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að sendiherrann vildi bera byssu á Íslandi og óskað eftir aukinni öryggisgæslu, þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi tilkynnt honum að hann væri ekki í neinni hættu. Í október síðastliðnum sakaði bandaríska sendiráðið svo Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ í færslu á Facebook-síðu sinni. Færslan kom í kjölfar fréttar á vef blaðsins um að starfsmaður sendiráðsins hafi greinst með Covid-19 áður en flutningi lauk í ný húsakynni þess við Laufásveg. Sendiráðið hafnaði því og sagði íslenskan starfsmann hafa smitast „löngu eftir“ að nýja sendiráðið hefði verið vígt. Fréttablaðið stóð við fréttaflutning sinn en starfsmenn sendiráðsins afturkölluðu samdægurs boð miðilsins í hringborðsumræður í sendiráðinu. Tísti í anda Trumps Fyrir þetta olli Gunter fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ í júlí og brugðust margir illa við þeim ummælum hans. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa sendiherranum úr landi. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokknum og er meðal annars leiðtogi samtaka gyðinga innan flokksins. Gunter hefur verið ötull stuðningsmaður Trumps og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Þar að auki stýrði hann nefnd sem aflaði fjár fyrir þáverandi forseta í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og studdi Gunter einnig embættistökusjóð Trump verulega. Gunter var fyrir skipun sína reynslulaus sem erindreki en hafði um árabil starfað sem húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. 24. maí 2019 14:01 Bandaríski sendiherrann á Íslandi tístir um „ósýnilegu Kínaveiruna“ Sendiherrann var skipaður af Donald Trump á þarsíðasta ári. 20. júlí 2020 22:43 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. 24. maí 2019 14:01
Bandaríski sendiherrann á Íslandi tístir um „ósýnilegu Kínaveiruna“ Sendiherrann var skipaður af Donald Trump á þarsíðasta ári. 20. júlí 2020 22:43
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46
Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42