Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2021 21:02 Albert Sveinsson skipstjóri í brúnni á Víkingi AK við bryggju í Reykjavík í dag. Arnar Halldórsson Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. Fiskiskipið Víkingur kom til Reykjavíkur snemma í morgun frá Vopnafirði en þangað var skipið á leið til löndunar á kolmunna þegar skipstjórinn, Albert Sveinsson, var beðinn um kanna ábendingar frá togurum um loðnu. Í fréttum Stöðvar 2 lýsti Albert því sem hann sá á miðunum. Víkingur kom til Reykjavíkur í morgun eftir siglingu frá Vopnafirði.Arnar Halldórsson „Og komum fljótlega í loðnu. Þar var mikið að sjá. Þykkar og góðar lóðningar. Og fylgdum þessu norður eftir í 45 sjómílur.“ -Og allsstaðar loðna? „Allsstaðar loðna.“ Öflug fiskleitartæki gerðu skipstjóranum kleift að skanna þrjá kílómetra út frá hvorri hlið. Albert er hins vegar ekki viss um að mæliaðferðir Hafrannsóknastofnunar gefi sömu mynd og hann sá. „Það er nógu mikið af loðnu í mínum huga. En okkur finnst mælingareglurnar ekki vera alveg réttar.“ Og tortryggir breytingar sem gerðar voru fyrir einhverjum árum. „Það þarf að mæla mun meira núna heldur en þurfti hérna áður. En maður vonar það besta.“ Uppsjávarveiðiskip Brims, Víkingur og Venus, liggja núna í Sundahöfn í Reykjavík meðan beðið er niðurstöðu fiskifræðinga. Loðnunæturnar í porti Hampiðjunnar má sjá fyrir framan stefni Víkings.Arnar Halldórsson Bæði uppsjávarveiðiskip Brims, Venus og Víkingur, liggja núna í Sundahöfn í Reykjavík. Áhafnirnar bíða átekta eftir græna ljósinu frá fiskifræðingum. „Við viljum fara að veiða, allavega fljótlega, svona þegar þetta fer að koma upp á grunnið.“ Í porti Hampiðjunnar á hafnarbakkanum bíður loðnunótin. „Já. Við erum klárir. Það er bara að taka nótina um borð og fara,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK-100. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Vopnafjörður Akranes Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52 Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fiskiskipið Víkingur kom til Reykjavíkur snemma í morgun frá Vopnafirði en þangað var skipið á leið til löndunar á kolmunna þegar skipstjórinn, Albert Sveinsson, var beðinn um kanna ábendingar frá togurum um loðnu. Í fréttum Stöðvar 2 lýsti Albert því sem hann sá á miðunum. Víkingur kom til Reykjavíkur í morgun eftir siglingu frá Vopnafirði.Arnar Halldórsson „Og komum fljótlega í loðnu. Þar var mikið að sjá. Þykkar og góðar lóðningar. Og fylgdum þessu norður eftir í 45 sjómílur.“ -Og allsstaðar loðna? „Allsstaðar loðna.“ Öflug fiskleitartæki gerðu skipstjóranum kleift að skanna þrjá kílómetra út frá hvorri hlið. Albert er hins vegar ekki viss um að mæliaðferðir Hafrannsóknastofnunar gefi sömu mynd og hann sá. „Það er nógu mikið af loðnu í mínum huga. En okkur finnst mælingareglurnar ekki vera alveg réttar.“ Og tortryggir breytingar sem gerðar voru fyrir einhverjum árum. „Það þarf að mæla mun meira núna heldur en þurfti hérna áður. En maður vonar það besta.“ Uppsjávarveiðiskip Brims, Víkingur og Venus, liggja núna í Sundahöfn í Reykjavík meðan beðið er niðurstöðu fiskifræðinga. Loðnunæturnar í porti Hampiðjunnar má sjá fyrir framan stefni Víkings.Arnar Halldórsson Bæði uppsjávarveiðiskip Brims, Venus og Víkingur, liggja núna í Sundahöfn í Reykjavík. Áhafnirnar bíða átekta eftir græna ljósinu frá fiskifræðingum. „Við viljum fara að veiða, allavega fljótlega, svona þegar þetta fer að koma upp á grunnið.“ Í porti Hampiðjunnar á hafnarbakkanum bíður loðnunótin. „Já. Við erum klárir. Það er bara að taka nótina um borð og fara,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK-100. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Vopnafjörður Akranes Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52 Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52
Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38