Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2021 12:29 Q-liðar stóðu margir í þeirri trú að innsetningarathöfnin í gær væri gildra og að Donald Trump myndi setja á herlög og handtaka leiðtoga Demókrataflokksins í massavís. AP/Andrew Harnik Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. Fylgjendur Qanon samsæriskenningarinnar töldu innsetningarathöfnina í gær vera gildru Trumps og áttu von á því að Trump myndi setja á herlög og senda hermenn til að handtaka leiðtoga Demókrata og aðra í massavís. Joe Biden sór þó embættiseið sinn sem forseti við rólega athöfn í gær og Donald Trump lét sig hverfa til Flórída. Enginn var handtekinn og ekkert varð úr spádómum og yfirlýsingum netverjans sem gengur undir nafninu Q. Sá á að hafa verið með aðgang að leynilegum upplýsingum innan ríkisstjórnar Trumps og verið með puttann á púlsinum varðandi baráttuna gegn djöfladýrkendunum. Margir svokallaðir samsæringar standa nú á krossgötum Stormurinn sem skellur aldrei á Það er í raun erfitt að fanga Qanon hreyfinguna en í einföldu máli er um að ræða fólk sem trúir/trúði því að Trump stæði í leynilegri baráttu við djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórni heiminum á bak við tjöldin. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Þessi undarlega og stoðlausa samsæriskenning er í raun mynduð úr mörgum öðrum og tengist jafnvel Pizzagate samsæriskenningunni um að Demókratar hafi haldið börnum í búrum og níðst á þeim í kjallara pítsustaðar í Washington DC. Undanfarin ár hefur dularfull manneskja sem kallast Q lofað því að verið sé að varpa ljósi á þessa djöfladýrkendur og þau verði opinberuð og handtekin í einum stórum viðburði sem kallaður hefur verið „stormurinn“. Sá stormur átti að skella á í gær. Hér má sjá samantekt Guardian um það hvað Qanon er. Margir miður sín Sé mið tekið af spjallþráðum Qanon á netinu eru margir þeirra sem hafa fylgt samsæriskenningunni eftir miður sín. Reuters vísar til að mynda í umræðu á Telegram, þar sem 18.400 notendur eru skráðir. Þar var fólk á báðum áttum. Einhverjir hvöttu fólk til að treysta á áætlunina og aðrir töldu sig svikna. Það væri ljóst að það væri engin áætlun og Q væri ómarkverður. Sambærilegra sögu er að segja af öðrum spjallþráðum, þar sem Q-liðar skipast í hópa. Einhverjir virðast hafa gefist upp og aðrir grafa hælana dýpra. NBC News segir að Ron Watkins, sem hefur verið fyrirferðarmikill í tengslum við Qanon og stýrði upprunalega spjallþræðinum þar sem Q átti að hafa stigið fyrst fram á sjónarsviðið, virðist hafa lagt árar í bát í gær. Hann sendi rúmlega hundrað þúsund fylgjendum sínum þau skilaboð að þau hefði gert sitt besta og nú væri kominn tími til þess snúa aftur til eðlilegra lífa þeirra, eins og hægt væri. Fólk ætti góðar minningar og jafnvel vini vegna Q. Watkins og faðir hans Jim eru af mörgum sérfræðingum taldir vera Q. Þeir hafi í raun þóst vera Q og deilt skilaboðunum sem eiga að hafa komið frá innherjanum dularfulla. Kevin Roose er blaðamaður New York times og deildi hann skilaboðum Ron Watkins í gær. Ron Watkins, the former 8kun admin who helped keep QAnon afloat for years (and who some suspected of being Q himself), is throwing in the towel. pic.twitter.com/HJdBrOexO2— Kevin Roose (@kevinroose) January 20, 2021 Þá hefur NBC eftir sérfræðingi sem hefur fylgt samsæriskenningunni eftir að þeir aðilar sem hafi hagnast á fylgjendum hennar verji nú miklu púðri í að halda fylgjendum sínum. Það sé þó erfitt þar sem svo umfangsmikill spádómur hafi ekki ræst. Sérfræðingar óttast að fólk sem hafi aðhyllst Qanon en sé nú óráðið gæti auðveldlega dregist að annars konar öfgahópum eins og þjóðernissinnum og heimaræktuðum hryðjuverkamönnum. Í frétt NBC er haft eftir einum rannsakanda að þjóðernissinnar og nýnasistar séu þegar byrjaðir að láta að sér kveða á spjallþráðum Qanon og reyni að fá fólkið til að ganga til liðs við þá. Í frétt Washington Post segir að þó margir segist ósáttir við að „Stormurinn“ hafi ekki skollið á í gær hafi meirihluti þeirra fært markið til. Storminum hafi einungis verið frestað í þeirra augum og að herinn stjórni nú baráttunni. Aðrir telja að Trump gæti snúið aftur til Washington DC. Blaðamaðurinn Ben Collins hefur fylgst með Qanon hreyfingunni og segir öfgahópa og sértrúarsöfnuði geta laðað Q-liða til sín. Nýnasistar séu þegar byrjaðir. This is the real threat. Other extremist groups and cults can now absorb newly adrift, already radicalized people.It s already happening with neo-Nazis and white supremacists on Telegram, who are explicitly targeting disaffected Q follwers today using prewritten scripts. https://t.co/5EA7K7kiGn— Ben Collins (@oneunderscore__) January 20, 2021 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Sjá meira
Fylgjendur Qanon samsæriskenningarinnar töldu innsetningarathöfnina í gær vera gildru Trumps og áttu von á því að Trump myndi setja á herlög og senda hermenn til að handtaka leiðtoga Demókrata og aðra í massavís. Joe Biden sór þó embættiseið sinn sem forseti við rólega athöfn í gær og Donald Trump lét sig hverfa til Flórída. Enginn var handtekinn og ekkert varð úr spádómum og yfirlýsingum netverjans sem gengur undir nafninu Q. Sá á að hafa verið með aðgang að leynilegum upplýsingum innan ríkisstjórnar Trumps og verið með puttann á púlsinum varðandi baráttuna gegn djöfladýrkendunum. Margir svokallaðir samsæringar standa nú á krossgötum Stormurinn sem skellur aldrei á Það er í raun erfitt að fanga Qanon hreyfinguna en í einföldu máli er um að ræða fólk sem trúir/trúði því að Trump stæði í leynilegri baráttu við djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórni heiminum á bak við tjöldin. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Þessi undarlega og stoðlausa samsæriskenning er í raun mynduð úr mörgum öðrum og tengist jafnvel Pizzagate samsæriskenningunni um að Demókratar hafi haldið börnum í búrum og níðst á þeim í kjallara pítsustaðar í Washington DC. Undanfarin ár hefur dularfull manneskja sem kallast Q lofað því að verið sé að varpa ljósi á þessa djöfladýrkendur og þau verði opinberuð og handtekin í einum stórum viðburði sem kallaður hefur verið „stormurinn“. Sá stormur átti að skella á í gær. Hér má sjá samantekt Guardian um það hvað Qanon er. Margir miður sín Sé mið tekið af spjallþráðum Qanon á netinu eru margir þeirra sem hafa fylgt samsæriskenningunni eftir miður sín. Reuters vísar til að mynda í umræðu á Telegram, þar sem 18.400 notendur eru skráðir. Þar var fólk á báðum áttum. Einhverjir hvöttu fólk til að treysta á áætlunina og aðrir töldu sig svikna. Það væri ljóst að það væri engin áætlun og Q væri ómarkverður. Sambærilegra sögu er að segja af öðrum spjallþráðum, þar sem Q-liðar skipast í hópa. Einhverjir virðast hafa gefist upp og aðrir grafa hælana dýpra. NBC News segir að Ron Watkins, sem hefur verið fyrirferðarmikill í tengslum við Qanon og stýrði upprunalega spjallþræðinum þar sem Q átti að hafa stigið fyrst fram á sjónarsviðið, virðist hafa lagt árar í bát í gær. Hann sendi rúmlega hundrað þúsund fylgjendum sínum þau skilaboð að þau hefði gert sitt besta og nú væri kominn tími til þess snúa aftur til eðlilegra lífa þeirra, eins og hægt væri. Fólk ætti góðar minningar og jafnvel vini vegna Q. Watkins og faðir hans Jim eru af mörgum sérfræðingum taldir vera Q. Þeir hafi í raun þóst vera Q og deilt skilaboðunum sem eiga að hafa komið frá innherjanum dularfulla. Kevin Roose er blaðamaður New York times og deildi hann skilaboðum Ron Watkins í gær. Ron Watkins, the former 8kun admin who helped keep QAnon afloat for years (and who some suspected of being Q himself), is throwing in the towel. pic.twitter.com/HJdBrOexO2— Kevin Roose (@kevinroose) January 20, 2021 Þá hefur NBC eftir sérfræðingi sem hefur fylgt samsæriskenningunni eftir að þeir aðilar sem hafi hagnast á fylgjendum hennar verji nú miklu púðri í að halda fylgjendum sínum. Það sé þó erfitt þar sem svo umfangsmikill spádómur hafi ekki ræst. Sérfræðingar óttast að fólk sem hafi aðhyllst Qanon en sé nú óráðið gæti auðveldlega dregist að annars konar öfgahópum eins og þjóðernissinnum og heimaræktuðum hryðjuverkamönnum. Í frétt NBC er haft eftir einum rannsakanda að þjóðernissinnar og nýnasistar séu þegar byrjaðir að láta að sér kveða á spjallþráðum Qanon og reyni að fá fólkið til að ganga til liðs við þá. Í frétt Washington Post segir að þó margir segist ósáttir við að „Stormurinn“ hafi ekki skollið á í gær hafi meirihluti þeirra fært markið til. Storminum hafi einungis verið frestað í þeirra augum og að herinn stjórni nú baráttunni. Aðrir telja að Trump gæti snúið aftur til Washington DC. Blaðamaðurinn Ben Collins hefur fylgst með Qanon hreyfingunni og segir öfgahópa og sértrúarsöfnuði geta laðað Q-liða til sín. Nýnasistar séu þegar byrjaðir. This is the real threat. Other extremist groups and cults can now absorb newly adrift, already radicalized people.It s already happening with neo-Nazis and white supremacists on Telegram, who are explicitly targeting disaffected Q follwers today using prewritten scripts. https://t.co/5EA7K7kiGn— Ben Collins (@oneunderscore__) January 20, 2021
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Sjá meira