Líklega altjón á skíðasvæðinu á Siglufirði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. janúar 2021 14:14 Skíðaskáli Siglufirðinga eftir eyðilegginguna. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði í morgun. Snjóflóð skall á skíðaskálann í gærmorgun og hreif skálann af grunni sínum. Elías segir í samtali við fréttastofu að líklega sé um altjón á skíðasvæðinu að ræða. Skíðalyftan hafi þó sloppið fyrir horn. Björgunarsveitarmenn sóttu í gær lyf og aðrar nauðsynjar fyrir bæjarbúa vegna ófærðar sem var allt í kringum bæinn. Almannavarnir og Veðurstofa Íslands munu halda stöðufund um ástandið klukkan 16.00 í dag en fréttatilkynning verður send út að honum loknum. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins í morgun. Vísir/Stöð 2 Nágrannakærleikur í algleymingi á Siglufirði Fólki í alls níu húsum á Siglufirði var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að það hafi verið leikur einn að finna fólkinu dvalarstað á Siglufirði. „Fólkið dreifðist bara á mörg heimili í bænum. Það voru mjög margir sem buðu fram pláss, bæði þeir sem reka ferðaþjónustu á svæðinu og íbúar sem buðu fram aðstoð við að hýsa fólk. Náungakærleikurinn skein í gegn.“ Að neðan má sjá myndband af eyðileggingunni í Skarðsdal sem Sigurður Þór Helgason hjá DJI Reykjavik tók. Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti um hádegisbil að nú væri ljóst að fólkið gæti ekki fengið að snúa aftur strax en staðan yrði endurmetin klukkan 16.00 í dag og frekar upplýsingar sendar út til íbúa í kjölfarið. Veðurstofu Íslands er ekki kunnugt um að fleiri snjóflóð hafi fallið í nótt en snjóathugunarmenn hófu athugun á aðstæðum um leið og birti. Veðurspáin næstu daga er ekki hagstæð. Harpa Grímsdóttir er hópstjóri ofanflóðavöktunar. „Ekki er spáð neinu aftakaveðri en þessi langvarandi snjósöfnun ásamt éljagangi og skafrenningi er eitthvað sem við höfum áhyggjur af og þurfum að fylgjast með.“ Týr verður til taks Varðskipið Týr er komið norður. Víðir segir að það sé til að gæta fyllsta öryggis. „Þetta er hluti af því sem við gerum yfirleitt alltaf í kringum snjóflóðaviðbúnað. Við viljum hafa varðskip í nánd til að geta flutt, með stuttum fyrirvara, hjálparlið á staðinn ef þörf þykir því yfirleitt fylgir þessum snjóflóðaviðbúnaði lokanir vega þannig að við komumst ekki alltaf landleiðina.“ Búið er að opna veginn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar en athugið þó að óvissustig gildir þar enn vegna snjóflóðahættu. „Gott væri að fólk takmarki ferðir eins og það getur nema brýna nauðsyn beri til“. Fjallabyggð Veður Almannavarnir Skíðasvæði Tengdar fréttir Níu fjölskyldur á Siglufirði mega ekki snúa aftur heim strax Ástandið er óbreytt á Norðurlandi hvað snjóflóðahættu varðar og því mun rýming níu húsa á Siglufirði vara áfram, í það minnsta um stundarsakir. 21. janúar 2021 12:35 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Enn engar tilkynningar um ný flóð á Tröllaskaga Veðurstofunni hafa enn ekki borist nýjar tilkynningar um að ný snjóflóð hafi fallið í Siglufirði eða annars staðar á Tröllaskaga. Beðið er eftir að birti til að hægt sé að taka betur stöðuna, en margir vegir á svæðinu eru sem stendur lokaðir og því ekki útilokað að flóð hafi fallið. 21. janúar 2021 07:29 Hækka viðbúnaðarstig og rýma svæði á Siglufirði Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðbúnaðarstig í hættustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Ákveðið hefur verið að rýma svæði sem er syðst á Siglufirði og mun lögregla hafa samband við fólkið sem þarf að yfirgefa heimili sín. 20. janúar 2021 15:23 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Björgunarsveitarmenn sóttu í gær lyf og aðrar nauðsynjar fyrir bæjarbúa vegna ófærðar sem var allt í kringum bæinn. Almannavarnir og Veðurstofa Íslands munu halda stöðufund um ástandið klukkan 16.00 í dag en fréttatilkynning verður send út að honum loknum. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins í morgun. Vísir/Stöð 2 Nágrannakærleikur í algleymingi á Siglufirði Fólki í alls níu húsum á Siglufirði var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að það hafi verið leikur einn að finna fólkinu dvalarstað á Siglufirði. „Fólkið dreifðist bara á mörg heimili í bænum. Það voru mjög margir sem buðu fram pláss, bæði þeir sem reka ferðaþjónustu á svæðinu og íbúar sem buðu fram aðstoð við að hýsa fólk. Náungakærleikurinn skein í gegn.“ Að neðan má sjá myndband af eyðileggingunni í Skarðsdal sem Sigurður Þór Helgason hjá DJI Reykjavik tók. Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti um hádegisbil að nú væri ljóst að fólkið gæti ekki fengið að snúa aftur strax en staðan yrði endurmetin klukkan 16.00 í dag og frekar upplýsingar sendar út til íbúa í kjölfarið. Veðurstofu Íslands er ekki kunnugt um að fleiri snjóflóð hafi fallið í nótt en snjóathugunarmenn hófu athugun á aðstæðum um leið og birti. Veðurspáin næstu daga er ekki hagstæð. Harpa Grímsdóttir er hópstjóri ofanflóðavöktunar. „Ekki er spáð neinu aftakaveðri en þessi langvarandi snjósöfnun ásamt éljagangi og skafrenningi er eitthvað sem við höfum áhyggjur af og þurfum að fylgjast með.“ Týr verður til taks Varðskipið Týr er komið norður. Víðir segir að það sé til að gæta fyllsta öryggis. „Þetta er hluti af því sem við gerum yfirleitt alltaf í kringum snjóflóðaviðbúnað. Við viljum hafa varðskip í nánd til að geta flutt, með stuttum fyrirvara, hjálparlið á staðinn ef þörf þykir því yfirleitt fylgir þessum snjóflóðaviðbúnaði lokanir vega þannig að við komumst ekki alltaf landleiðina.“ Búið er að opna veginn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar en athugið þó að óvissustig gildir þar enn vegna snjóflóðahættu. „Gott væri að fólk takmarki ferðir eins og það getur nema brýna nauðsyn beri til“.
Fjallabyggð Veður Almannavarnir Skíðasvæði Tengdar fréttir Níu fjölskyldur á Siglufirði mega ekki snúa aftur heim strax Ástandið er óbreytt á Norðurlandi hvað snjóflóðahættu varðar og því mun rýming níu húsa á Siglufirði vara áfram, í það minnsta um stundarsakir. 21. janúar 2021 12:35 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Enn engar tilkynningar um ný flóð á Tröllaskaga Veðurstofunni hafa enn ekki borist nýjar tilkynningar um að ný snjóflóð hafi fallið í Siglufirði eða annars staðar á Tröllaskaga. Beðið er eftir að birti til að hægt sé að taka betur stöðuna, en margir vegir á svæðinu eru sem stendur lokaðir og því ekki útilokað að flóð hafi fallið. 21. janúar 2021 07:29 Hækka viðbúnaðarstig og rýma svæði á Siglufirði Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðbúnaðarstig í hættustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Ákveðið hefur verið að rýma svæði sem er syðst á Siglufirði og mun lögregla hafa samband við fólkið sem þarf að yfirgefa heimili sín. 20. janúar 2021 15:23 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Níu fjölskyldur á Siglufirði mega ekki snúa aftur heim strax Ástandið er óbreytt á Norðurlandi hvað snjóflóðahættu varðar og því mun rýming níu húsa á Siglufirði vara áfram, í það minnsta um stundarsakir. 21. janúar 2021 12:35
Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41
Enn engar tilkynningar um ný flóð á Tröllaskaga Veðurstofunni hafa enn ekki borist nýjar tilkynningar um að ný snjóflóð hafi fallið í Siglufirði eða annars staðar á Tröllaskaga. Beðið er eftir að birti til að hægt sé að taka betur stöðuna, en margir vegir á svæðinu eru sem stendur lokaðir og því ekki útilokað að flóð hafi fallið. 21. janúar 2021 07:29
Hækka viðbúnaðarstig og rýma svæði á Siglufirði Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðbúnaðarstig í hættustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Ákveðið hefur verið að rýma svæði sem er syðst á Siglufirði og mun lögregla hafa samband við fólkið sem þarf að yfirgefa heimili sín. 20. janúar 2021 15:23