Marel kaupir PMJ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2021 12:35 Marel hefur lokið kaupum á PMJ, alþjóðlegum framleiðanda hátæknilausna í andaiðnaði. Vísir/Hanna Marel hefur lokið kaupum á fyrirtækinu PMJ, alþjóðlegum framleiðanda hátæknilausna fyrir andaiðnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel en þar kemur fram að PMJ sé í forystu hvað varðar þróun lausna í anda- og gæsaiðnaði. Kaupverðs er ekki getið í tilkynningunni. PMJ var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1998 en nú nema árstekjur fyrirtækisins um fimm miljónum evra og starfa fjörutíu starfsmenn hjá fyrirtækinu í Opmeer í Hollandi. „Vöruframboð Marel og PMJ fellur vel saman og í sameiningu geta félögin boðið viðskiptavinum sínum í andaiðnaði upp á heildarlausnir sem ná yfir allt vinnsluferlið í andaiðnaði. Marel mun í kjölfarið vera í sterkari stöðu til að stækka viðskiptavinahóp sinn í andaiðnaði og mun nýta til þess sitt alþjóðlega sölu- og þjónustunet. Saman munu Marel og PMJ vera farabroddi þegar kemur að því að auka sjálfvirkni í andaiðnaði í samstarfi við sína viðskiptavini,“ segir í tilkynningunni frá Marel. Markaður fyrir andakjöt sé stór og fari vaxandi á heimsvísu en áætlað virði alþjóðlegs markaðar fyrir andakjöt er um sex milljarðar evra. Vegur Kínamarkaður þungt eða um 70% samkvæmt tilkynningunni, en Marel hefur sterka stöðu á þeim markaði. „Margir af stærstu framleiðendum heims í andaiðnaði eru á meðal viðskiptavina PMJ og með því að nýta alþjóðlegt sölu- og þjónustunet Marel og stafrænar lausnir verður hægt að skapa tækifæri til frekari vaxtar auk þess að auka þjónustu við viðskiptavini til framtíðar,“ segir ennfremur í tilkynningunni en stefnt er að því að stjórnendur PMJ muni áfram starfa hjá félaginu. „Við erum mjög ánægð með kaupin. Það er rökrétt skref fyrir Marel að útvíkka þriðju stoðina í kjúklingaiðnaði með því að styrkja starfsemi sína í þróun og framleiðslu lausna fyrir andaiðnað til viðbótar við kjúklinga- og kalkúnaiðnað. Marel og PMJ eiga það sameiginlegt að búa yfir mikilli tækniþekkingu og reynslu á sviði nýsköpunar og þróunar. Lausnir PMJ búa yfir miklum gæðum sem eru til vitnis um 23 ára reynslu félagsins af nýsköpun í þróun lausna fyrir andaiðnaðinn. Með því að sameina krafta okkar og leggja áfram áherslu á nýsköpun erum við í sterkari stöðu til að umbylta andaiðnaðinum í samstarfi við okkar viðskiptavini,“ er haft eftir Roger Claessens, framkvæmdastjóra kjúklingaiðnaðar hjá Marel. Forstjóri PMJ kveðst stoltur af árangri fyrirtækisins. „Við erum stolt af PMJ og þeim árangri sem við höfum náð í samstarfi við okkar starfsfólk og viðskiptavini út um allan heim. Þegar reynsla okkar, þekking og hágæðalausnir í andaiðnaði sameinast þekkingu og alþjóðlegu sölu- og þjónustuneti Marel verðum við í stakk búin til að taka næsta skref áfram og þjónusta okkar viðskiptavini betur en nokkru sinni fyrr,“ er haft eftir Bas vand der Veldt, forstjóra PMJ, í tilkynningunni. Tækni Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
„Vöruframboð Marel og PMJ fellur vel saman og í sameiningu geta félögin boðið viðskiptavinum sínum í andaiðnaði upp á heildarlausnir sem ná yfir allt vinnsluferlið í andaiðnaði. Marel mun í kjölfarið vera í sterkari stöðu til að stækka viðskiptavinahóp sinn í andaiðnaði og mun nýta til þess sitt alþjóðlega sölu- og þjónustunet. Saman munu Marel og PMJ vera farabroddi þegar kemur að því að auka sjálfvirkni í andaiðnaði í samstarfi við sína viðskiptavini,“ segir í tilkynningunni frá Marel. Markaður fyrir andakjöt sé stór og fari vaxandi á heimsvísu en áætlað virði alþjóðlegs markaðar fyrir andakjöt er um sex milljarðar evra. Vegur Kínamarkaður þungt eða um 70% samkvæmt tilkynningunni, en Marel hefur sterka stöðu á þeim markaði. „Margir af stærstu framleiðendum heims í andaiðnaði eru á meðal viðskiptavina PMJ og með því að nýta alþjóðlegt sölu- og þjónustunet Marel og stafrænar lausnir verður hægt að skapa tækifæri til frekari vaxtar auk þess að auka þjónustu við viðskiptavini til framtíðar,“ segir ennfremur í tilkynningunni en stefnt er að því að stjórnendur PMJ muni áfram starfa hjá félaginu. „Við erum mjög ánægð með kaupin. Það er rökrétt skref fyrir Marel að útvíkka þriðju stoðina í kjúklingaiðnaði með því að styrkja starfsemi sína í þróun og framleiðslu lausna fyrir andaiðnað til viðbótar við kjúklinga- og kalkúnaiðnað. Marel og PMJ eiga það sameiginlegt að búa yfir mikilli tækniþekkingu og reynslu á sviði nýsköpunar og þróunar. Lausnir PMJ búa yfir miklum gæðum sem eru til vitnis um 23 ára reynslu félagsins af nýsköpun í þróun lausna fyrir andaiðnaðinn. Með því að sameina krafta okkar og leggja áfram áherslu á nýsköpun erum við í sterkari stöðu til að umbylta andaiðnaðinum í samstarfi við okkar viðskiptavini,“ er haft eftir Roger Claessens, framkvæmdastjóra kjúklingaiðnaðar hjá Marel. Forstjóri PMJ kveðst stoltur af árangri fyrirtækisins. „Við erum stolt af PMJ og þeim árangri sem við höfum náð í samstarfi við okkar starfsfólk og viðskiptavini út um allan heim. Þegar reynsla okkar, þekking og hágæðalausnir í andaiðnaði sameinast þekkingu og alþjóðlegu sölu- og þjónustuneti Marel verðum við í stakk búin til að taka næsta skref áfram og þjónusta okkar viðskiptavini betur en nokkru sinni fyrr,“ er haft eftir Bas vand der Veldt, forstjóra PMJ, í tilkynningunni.
Tækni Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira