Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2021 23:04 Repúblikanarnir sem greiddu atkvæði á móti frávísunartillögunni eru allir þekktir fyrir að vera gagnrýnendur Trump. Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. Trump var ákærður af fulltrúadeildinni fyrir að hvetja til uppreisnar í tengslum við innrás í þinhúsið í Washington D.C. hinn 6. janúar síðastliðinn. Málið verður tekið fyrir í öldungadeildinni eftir um tvær vikur. Til að sakfella forsetann fyrrverandi þurfa tveir þriðjuhlutar þingmanna öldungadeildarinnar að vera samþykkir. Það þýðir að allir þingmenn demókrata þurfa að segja já og að minnsta kosti sautján þingmenn repúblikana. Í dag var hins vegar gengið til atkvæða um frávísunartillögu repúblikanans Rand Paul, sem hefur haldið því fram að ákærurnar standist ekki stjórnarskrá landsins þar sem Trump er ekki lengur forseti. Tillagan var felld en aðeins fimm þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði á móti; Lisa Murkowski, Susan Collins, Mitt Romney, Ben Sasse og Patrick Toomey, sem öll hafa verið gagnrýnin á forsetann fyrrverandi. Auðvitað gæti eitthvað breyst á næstu tveimur vikum en miðað við þessar niðurstöður eru afar litlar líkur á að Trump verði fundinn sekur í öldungadeildinni. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með tillögu Paul var Mitch McConnell, leiðtogi minnihlutans, sem er þó sagður þeirrar skoðunar að Trump eigi sannarlega nokkra sök á því hvernig fór. Greint var frá því í fjölmiðlum vestanhafs í dag að McConnell og Trump hefðu ekki rætt saman frá 15. desember síðastliðnum. New York Times greindi frá. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. 26. janúar 2021 13:33 Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Trump var ákærður af fulltrúadeildinni fyrir að hvetja til uppreisnar í tengslum við innrás í þinhúsið í Washington D.C. hinn 6. janúar síðastliðinn. Málið verður tekið fyrir í öldungadeildinni eftir um tvær vikur. Til að sakfella forsetann fyrrverandi þurfa tveir þriðjuhlutar þingmanna öldungadeildarinnar að vera samþykkir. Það þýðir að allir þingmenn demókrata þurfa að segja já og að minnsta kosti sautján þingmenn repúblikana. Í dag var hins vegar gengið til atkvæða um frávísunartillögu repúblikanans Rand Paul, sem hefur haldið því fram að ákærurnar standist ekki stjórnarskrá landsins þar sem Trump er ekki lengur forseti. Tillagan var felld en aðeins fimm þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði á móti; Lisa Murkowski, Susan Collins, Mitt Romney, Ben Sasse og Patrick Toomey, sem öll hafa verið gagnrýnin á forsetann fyrrverandi. Auðvitað gæti eitthvað breyst á næstu tveimur vikum en miðað við þessar niðurstöður eru afar litlar líkur á að Trump verði fundinn sekur í öldungadeildinni. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með tillögu Paul var Mitch McConnell, leiðtogi minnihlutans, sem er þó sagður þeirrar skoðunar að Trump eigi sannarlega nokkra sök á því hvernig fór. Greint var frá því í fjölmiðlum vestanhafs í dag að McConnell og Trump hefðu ekki rætt saman frá 15. desember síðastliðnum. New York Times greindi frá.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. 26. janúar 2021 13:33 Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. 26. janúar 2021 13:33
Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38