Ekki fyrstu ummæli Ólafs sem fari yfir öll velsæmismörk Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. janúar 2021 12:42 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vonar að samfélagsleg umræða fari nú fram, af fullum þunga, um framgöngu gagnvart stjórnmálafólki. Vísir/vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið skýra opinbera afstöðu varðandi ummæli sem Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi flokksins, lét falla í gærkvöldi. Hún hefur farið fram á að oddviti flokksins takið málið upp á fundi forsætisnefndar. Málið verði að hafa afleiðingar. Hildur segir að aukin harka sé komin í samfélagsumræðu um kjörna fulltrúa og stjórnmál. Við þetta tilefni sé þörf á að fólk líti sér nær og endurskoði talsmáta sinn. Kjörnir fulltrúar séu fólk sem eigi fjölskyldu og hafi tilfinningar eins og aðrir. Sjá nánar: Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Þetta eru sannarlega ekki fyrstu ummælin sem fara langt yfir velsæmismörk sem koma frá þessum varaborgarfulltrúa en mér þykja ummælin sem hann birti í gær sérlega ógeðfelld. Ég mun fara fram á að þau hafi afleiðingar, ég hef til að byrja með farið fram á að oddvitinn taki málið upp á fundi forsætisnefndar sem fer fram í dag og svo þarf bara að skoða næstu skref en það er skýr krafa frá mér að málið þurfi að hafa afleiðingar.“ Því skal haldið til haga að Ólafur sendi borgarstjóra afsökunarbréf vegna ummælanna fyrir hádegi. Hildur kveðst hafa áhyggjur af ákveðinni óheillaþróun í samfélaginu hvað þetta varðar. „Ég hef bara miklar áhyggjur því þetta eru ekki fyrstu ógeðfelldu ummælin sem maður sér. Við þurfum svolítið að hugsa hvert við erum að fara sem samfélag í okkar lýðræðislegu umræðu til að mynda þegar kjörnir fulltrúar eru farnir að láta hafa annað eins eftir sér.“ Hafi það verið einhverjum vafa undirorpið, þá fordæmi ég þessi dapurlegu ummæli Ólafs. Það hlýtur að vera algjört grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að fólk geti tekið þátt í pólitískri umræðu án þess að öryggi þess sé ógnað eða friðhelgi heimilis og fjölskyldu rofin. https://t.co/aASAI58pOQ— Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) January 29, 2021 Hildur segir að henni hafi brugðið mjög við fréttirnar af skotárásinni um helgina. „Eðlilega vekur þessi árás mikinn óhug og maður hefur auðvitað bara miklar áhyggjur af þessari þróun. Maður hefur séð að það er ákveðin undiralda sem er til dæmis ríkjandi í Bandaríkjunum í kringum Trump; hvernig fólk leyfir sér að haga sér gagnvart kjörnum fulltrúum og fólki sem tekur þátt í stjórnmálaumræðu og svo koma þessi ummæli ofan á það sem eru auðvitað verulega ógeðfelld og full ástæða er til að fordæma.“ Nú þurfi að fara fram samfélagsleg umræða um þau mörk sem við viljum hafa í stjórnmálaumræðu hér á landi og grípa í taumana. Þetta hafi verið þróun sem hafi átt sér stað á síðustu árum með aukinni notkun samfélagsmiðla en nú sé hún komin yfir öll velsæmismörk. „Það hlýtur að vera algjört grundvallaratriði í heilbrigðu lýðræðissamfélagi eins og við teljum okkur búa við hér á Íslandi að fólk geti tekið þátt í stjórnmálum og tekið þátt í opinberri umræðu án þess að þurfa að óttast um öryggi sitt og án þess að fjölskylda þeirra þurfi að sæta árásum, ógnum eða líða eins og friðhelgi heimilisins hafi verið rofin. Þetta er eitthvað sem hefur viðgengist síðustu ár, svona ógeðfelld umræða um stjórnmálamenn og um stjórnmál en þessi ummæli voru auðvitað sérlega ógeðfelld og tilefni til að við förum að líta okkur nær og endurskoða hvernig við tölum.“ Reykjavík Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Hún hefur farið fram á að oddviti flokksins takið málið upp á fundi forsætisnefndar. Málið verði að hafa afleiðingar. Hildur segir að aukin harka sé komin í samfélagsumræðu um kjörna fulltrúa og stjórnmál. Við þetta tilefni sé þörf á að fólk líti sér nær og endurskoði talsmáta sinn. Kjörnir fulltrúar séu fólk sem eigi fjölskyldu og hafi tilfinningar eins og aðrir. Sjá nánar: Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Þetta eru sannarlega ekki fyrstu ummælin sem fara langt yfir velsæmismörk sem koma frá þessum varaborgarfulltrúa en mér þykja ummælin sem hann birti í gær sérlega ógeðfelld. Ég mun fara fram á að þau hafi afleiðingar, ég hef til að byrja með farið fram á að oddvitinn taki málið upp á fundi forsætisnefndar sem fer fram í dag og svo þarf bara að skoða næstu skref en það er skýr krafa frá mér að málið þurfi að hafa afleiðingar.“ Því skal haldið til haga að Ólafur sendi borgarstjóra afsökunarbréf vegna ummælanna fyrir hádegi. Hildur kveðst hafa áhyggjur af ákveðinni óheillaþróun í samfélaginu hvað þetta varðar. „Ég hef bara miklar áhyggjur því þetta eru ekki fyrstu ógeðfelldu ummælin sem maður sér. Við þurfum svolítið að hugsa hvert við erum að fara sem samfélag í okkar lýðræðislegu umræðu til að mynda þegar kjörnir fulltrúar eru farnir að láta hafa annað eins eftir sér.“ Hafi það verið einhverjum vafa undirorpið, þá fordæmi ég þessi dapurlegu ummæli Ólafs. Það hlýtur að vera algjört grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að fólk geti tekið þátt í pólitískri umræðu án þess að öryggi þess sé ógnað eða friðhelgi heimilis og fjölskyldu rofin. https://t.co/aASAI58pOQ— Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) January 29, 2021 Hildur segir að henni hafi brugðið mjög við fréttirnar af skotárásinni um helgina. „Eðlilega vekur þessi árás mikinn óhug og maður hefur auðvitað bara miklar áhyggjur af þessari þróun. Maður hefur séð að það er ákveðin undiralda sem er til dæmis ríkjandi í Bandaríkjunum í kringum Trump; hvernig fólk leyfir sér að haga sér gagnvart kjörnum fulltrúum og fólki sem tekur þátt í stjórnmálaumræðu og svo koma þessi ummæli ofan á það sem eru auðvitað verulega ógeðfelld og full ástæða er til að fordæma.“ Nú þurfi að fara fram samfélagsleg umræða um þau mörk sem við viljum hafa í stjórnmálaumræðu hér á landi og grípa í taumana. Þetta hafi verið þróun sem hafi átt sér stað á síðustu árum með aukinni notkun samfélagsmiðla en nú sé hún komin yfir öll velsæmismörk. „Það hlýtur að vera algjört grundvallaratriði í heilbrigðu lýðræðissamfélagi eins og við teljum okkur búa við hér á Íslandi að fólk geti tekið þátt í stjórnmálum og tekið þátt í opinberri umræðu án þess að þurfa að óttast um öryggi sitt og án þess að fjölskylda þeirra þurfi að sæta árásum, ógnum eða líða eins og friðhelgi heimilisins hafi verið rofin. Þetta er eitthvað sem hefur viðgengist síðustu ár, svona ógeðfelld umræða um stjórnmálamenn og um stjórnmál en þessi ummæli voru auðvitað sérlega ógeðfelld og tilefni til að við förum að líta okkur nær og endurskoða hvernig við tölum.“
Reykjavík Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33
Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55