Segir fjölda fólks í framlínunni og sérstaklega konur hafa fengið alvarlegar hótanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2021 18:01 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að árásin hafi breytt viðhorfi hans til að kjósa sig fram aftur. Hann vilji þó ekki setja slæmt fordæmi að ógn geti hrakið fólk af pólitísku sviði. Vísir/Einar Borgarstjóri segir mikilvægt að stjórnmálin séu hluti af samfélaginu. Það sé varhugavert að fólk í stjórnmálum eða framlínufólk þurfi aukna öryggisgæslu vegna hættu á ofbeldi en það sé nauðsynlegt berist þeim hótanir eða ofbeldi beinist gegn þeim. „Ég vil gjarnan geta gengið um göturnar eða boðið fólki heim á Menningarnótt eða hvað það nú er. Stjórnmálin eiga að vera hluti af samfélaginu og hluti af góðu samfélagi,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Öryggi stjórnmálamanna hefur verið mikið til umræðu í vikunni eftir að skotið var á bíl borgarstjóra og á skrifstofu Samfylkingarinnar með byssu. Í kjölfarið kom í ljós að skotið hefur verið á höfuðstöðvar fleiri stjórnmálaflokka á undanförnum tveimur árum. Dagur segist hafa orðið þess áskynja að fjöldi fólks, sem tekur þátt í stjórnmálum og opinberri umræðu, sé hrætt vegna hótana sem þeim hafa borist. „Ég hef fundið það mjög sterkt að það er fjöldi fólks, bæði í stjórnmálum og sérstaklega stjórnmálakonur, sem hafa fengið hótanir, nafnlausar jafnvel og alvarlegar, en líka fjölmiðlafólk, lögmenn og alls konar fólk sem á sögu um það að hafa fengið hótanir og oftar en ekki er þetta ekki gert opinbert og kemst ekki í hámæli,“ segir Dagur. Aukin harka í samskiptum Hann telur að þarna megi greina einhverja þróun sem þurfi að ræða. „Því að ég held að við viljum öll búa í friðsamlegu og öruggu samfélagi,“ segir Dagur. Hann segir að einnig megi greina aukna hörku í umræðunni. Sífellt sé verið að færa siðferðislínuna og telur hann að ef þróunin heldur svona áfram verðum við komin á stað sem enginn vill vera á. „Það eru mjög margir sem bera vitni um aukna hörku í samskiptum, ákveðna óbilgirni, mjög mikla óþolinmæði oft og það er líka mjög stutt í vantraust. Það er kannski alþjóðleg þróun líka að það eru grafnar miklar skotgrafir,“ segir Dagur. „Mér finnst mikilvægt að við sem samfélag speglum okkur í þessu, hvort að þetta sé leið sem við viljum fara. Það sem mér hefur fundist einkenna borgina og Ísland og þetta góða samfélag er það að geta um frjálst höfuð strokið.“ Hann segir mikilvægt að mannlegi þátturinn sé dreginn fram. Mikilvægt sé að allir geti greint frá sínum skoðunum án þess að verða fyrir aðkasti og þá sé mikilvægt að fólk geti skipst á skoðunum af virðingu. „Ég held að við verðum betur að draga fram þennan mannlega þátt og þessa augljósu staðreynd að stjórnmálin endurspegla og eiga að endurspegla samfélagið. Þar er fólk af öllum sviðum samfélagsins, með alls konar bakgrunn. Þannig á það að vera.“ Vill ekki setja það fordæmi að ógn hreki fólk af pólitísku sviði Aðspurður hvort hann ætli að bjóða sig fram aftur sem leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni í komandi sveitarstjórnarkosningum segist hann ekki ætla sér það. „Ég hef alltaf haft þann háttinn á að leyfa mér að velta því fyrir mér á kosningahausti hvað ég vilji gera. Ég neita því ekki að þessir atburðir hafa fengið mann til þess að hugsa ýmislegt,“ segir Dagur. „Ég staldra við af því að það getur ekki gengið út yfir allt og manns nánustu. Heldur vill maður ekki tala þannig eða setja það fordæmi að einhver ógn hreki fólk af hinu pólitíska sviði,“ segir Dagur. Reykjavík Víglínan Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri í Víglínunni Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri verða gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag til að ræða nýlegar skotárásir á bíl borgarstjórans og skrifstofur stjórnmálaflokka. Áhrif kórónuveirukreppunnar á borgina verða einnig til umræðu ásamt stefnumörkun ríkislögreglustjóraembættisins. 31. janúar 2021 16:30 Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51 Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
„Ég vil gjarnan geta gengið um göturnar eða boðið fólki heim á Menningarnótt eða hvað það nú er. Stjórnmálin eiga að vera hluti af samfélaginu og hluti af góðu samfélagi,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Öryggi stjórnmálamanna hefur verið mikið til umræðu í vikunni eftir að skotið var á bíl borgarstjóra og á skrifstofu Samfylkingarinnar með byssu. Í kjölfarið kom í ljós að skotið hefur verið á höfuðstöðvar fleiri stjórnmálaflokka á undanförnum tveimur árum. Dagur segist hafa orðið þess áskynja að fjöldi fólks, sem tekur þátt í stjórnmálum og opinberri umræðu, sé hrætt vegna hótana sem þeim hafa borist. „Ég hef fundið það mjög sterkt að það er fjöldi fólks, bæði í stjórnmálum og sérstaklega stjórnmálakonur, sem hafa fengið hótanir, nafnlausar jafnvel og alvarlegar, en líka fjölmiðlafólk, lögmenn og alls konar fólk sem á sögu um það að hafa fengið hótanir og oftar en ekki er þetta ekki gert opinbert og kemst ekki í hámæli,“ segir Dagur. Aukin harka í samskiptum Hann telur að þarna megi greina einhverja þróun sem þurfi að ræða. „Því að ég held að við viljum öll búa í friðsamlegu og öruggu samfélagi,“ segir Dagur. Hann segir að einnig megi greina aukna hörku í umræðunni. Sífellt sé verið að færa siðferðislínuna og telur hann að ef þróunin heldur svona áfram verðum við komin á stað sem enginn vill vera á. „Það eru mjög margir sem bera vitni um aukna hörku í samskiptum, ákveðna óbilgirni, mjög mikla óþolinmæði oft og það er líka mjög stutt í vantraust. Það er kannski alþjóðleg þróun líka að það eru grafnar miklar skotgrafir,“ segir Dagur. „Mér finnst mikilvægt að við sem samfélag speglum okkur í þessu, hvort að þetta sé leið sem við viljum fara. Það sem mér hefur fundist einkenna borgina og Ísland og þetta góða samfélag er það að geta um frjálst höfuð strokið.“ Hann segir mikilvægt að mannlegi þátturinn sé dreginn fram. Mikilvægt sé að allir geti greint frá sínum skoðunum án þess að verða fyrir aðkasti og þá sé mikilvægt að fólk geti skipst á skoðunum af virðingu. „Ég held að við verðum betur að draga fram þennan mannlega þátt og þessa augljósu staðreynd að stjórnmálin endurspegla og eiga að endurspegla samfélagið. Þar er fólk af öllum sviðum samfélagsins, með alls konar bakgrunn. Þannig á það að vera.“ Vill ekki setja það fordæmi að ógn hreki fólk af pólitísku sviði Aðspurður hvort hann ætli að bjóða sig fram aftur sem leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni í komandi sveitarstjórnarkosningum segist hann ekki ætla sér það. „Ég hef alltaf haft þann háttinn á að leyfa mér að velta því fyrir mér á kosningahausti hvað ég vilji gera. Ég neita því ekki að þessir atburðir hafa fengið mann til þess að hugsa ýmislegt,“ segir Dagur. „Ég staldra við af því að það getur ekki gengið út yfir allt og manns nánustu. Heldur vill maður ekki tala þannig eða setja það fordæmi að einhver ógn hreki fólk af hinu pólitíska sviði,“ segir Dagur.
Reykjavík Víglínan Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri í Víglínunni Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri verða gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag til að ræða nýlegar skotárásir á bíl borgarstjórans og skrifstofur stjórnmálaflokka. Áhrif kórónuveirukreppunnar á borgina verða einnig til umræðu ásamt stefnumörkun ríkislögreglustjóraembættisins. 31. janúar 2021 16:30 Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51 Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri í Víglínunni Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri verða gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag til að ræða nýlegar skotárásir á bíl borgarstjórans og skrifstofur stjórnmálaflokka. Áhrif kórónuveirukreppunnar á borgina verða einnig til umræðu ásamt stefnumörkun ríkislögreglustjóraembættisins. 31. janúar 2021 16:30
Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51
Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55