Borgarstjórinn grínaðist með að skíra borgina „Tompa Bay“ ef Brady vinnur Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 16:31 Tom Brady er búinn að leiða lið Tampa Bay Buccaneers alla leið í Super Bowl leikinn á sínu fyrsta tímabili. Getty/Dylan Buell Tom Brady hefur gert magnaða hluti á fyrsta tímabili sínu með Tampa Bay Buccaneers og er nú aðeins einum sigri frá því að færa nýja félaginu sínu sigur í Super Bowl. Leikurinn um Ofurskálina er á sunnudagskvöldið og þar verður Tampa Bay Buccaneers fyrsta félagið í sögunni til að spila á heimavelli í Super Bowl. Mótherjarnir eru ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs. Jane Castor er borgarstjóri Tampa í Flórída fylki en hún er mikil íþróttaáhugakona. Hún sló á létta strengi í samtali við ESPN íþróttastöðina í aðdraganda Super Bowl. „Ég sagði honum að við ætlum ekki að fara pæla neitt í því að breyta nafni borgarinnar fyrr en hann komi heim með Lombardi bikarinn. Ég og Tom munum ræða þetta betur þegar að því kemur,“ sagði Jane Castor sem er sextug og hefur verið borgarstjóri frá því í maí 2019. Drop your captions below... pic.twitter.com/EeVX1Mq2gW— Tom Brady (@TomBrady) February 2, 2021 „Já við munum ræða það hvort við breytum nafni Tampa, nú þegar við erum orðin titlabær, í ‚Tompa Bay'. Við munum ræða það,“ sagði Castor í léttum tón. Þau eiga sér smá sögu því Tom Brady var rekinn úr almenningsgarði í apríl í fyrra þegar hann braut sóttvarnarreglur með því að vera að æfa í garðinum. Castor skrifaði í framhaldinu afsökunarbréf og talaði um misskilning en skaut um leið aðeins á Brady. „Tom, þetta er Tampa Bay. Ekki Tampa Brady. Ef þú færir okkur sigur í Super Bowl þá getum við rætt Tampa Brady,“ skrifaði Jane Castor. Tom Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots þar sem hann spilaði í tuttugu ár. Hann var hins vegar ekki lengi að breyta í Tampa Bay Buccaneers í lið sem getur farið alla leið. Liðið hefur ekki verið inn í myndinni síðustu ár en það beyttist snögglega með komu Brady. Day of @CityofTampa #BucsSpiritWeek - my office is repping the Bucs all the way! Details on how to participate throughout the week: https://t.co/Ub4ekUwfZm. Don t forget to tag @CityofTampa and @Buccaneers. pic.twitter.com/q0IIrT5mx5— Jane Castor (@JaneCastor) February 1, 2021 Jane Castor lofar því jafnframt að ef Tampa Bay Buccaneers liðið vinni leikinn á sunnudaginn þá muni borgin halda hér eftir upp á Tom Brady daginn. Super Bowl leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Ofurskálin Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Leikurinn um Ofurskálina er á sunnudagskvöldið og þar verður Tampa Bay Buccaneers fyrsta félagið í sögunni til að spila á heimavelli í Super Bowl. Mótherjarnir eru ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs. Jane Castor er borgarstjóri Tampa í Flórída fylki en hún er mikil íþróttaáhugakona. Hún sló á létta strengi í samtali við ESPN íþróttastöðina í aðdraganda Super Bowl. „Ég sagði honum að við ætlum ekki að fara pæla neitt í því að breyta nafni borgarinnar fyrr en hann komi heim með Lombardi bikarinn. Ég og Tom munum ræða þetta betur þegar að því kemur,“ sagði Jane Castor sem er sextug og hefur verið borgarstjóri frá því í maí 2019. Drop your captions below... pic.twitter.com/EeVX1Mq2gW— Tom Brady (@TomBrady) February 2, 2021 „Já við munum ræða það hvort við breytum nafni Tampa, nú þegar við erum orðin titlabær, í ‚Tompa Bay'. Við munum ræða það,“ sagði Castor í léttum tón. Þau eiga sér smá sögu því Tom Brady var rekinn úr almenningsgarði í apríl í fyrra þegar hann braut sóttvarnarreglur með því að vera að æfa í garðinum. Castor skrifaði í framhaldinu afsökunarbréf og talaði um misskilning en skaut um leið aðeins á Brady. „Tom, þetta er Tampa Bay. Ekki Tampa Brady. Ef þú færir okkur sigur í Super Bowl þá getum við rætt Tampa Brady,“ skrifaði Jane Castor. Tom Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots þar sem hann spilaði í tuttugu ár. Hann var hins vegar ekki lengi að breyta í Tampa Bay Buccaneers í lið sem getur farið alla leið. Liðið hefur ekki verið inn í myndinni síðustu ár en það beyttist snögglega með komu Brady. Day of @CityofTampa #BucsSpiritWeek - my office is repping the Bucs all the way! Details on how to participate throughout the week: https://t.co/Ub4ekUwfZm. Don t forget to tag @CityofTampa and @Buccaneers. pic.twitter.com/q0IIrT5mx5— Jane Castor (@JaneCastor) February 1, 2021 Jane Castor lofar því jafnframt að ef Tampa Bay Buccaneers liðið vinni leikinn á sunnudaginn þá muni borgin halda hér eftir upp á Tom Brady daginn. Super Bowl leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Ofurskálin Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira