Finnur Freyr: Maður er bara auðmjúkur að vera í þessari stöðu sem maður er í núna og hlakkar til framhaldsins Árni Jóhannsson skrifar 12. febrúar 2021 22:56 Finnur Freyr var eðlilega sáttur í leikslok. Vísir/Bára Finnur Freyr Stefánsson var sáttur með óvæntan sigur sinna manna á toppliði Keflavíkur í kvöld. Valur vann 13 stiga sigur er Keflvíkingar heimsóttu Hlíðarenda í síðasta leik kvöldsins, lokatölur 85-72. „Er þetta ekki bara ástæðan fyrir því að íþróttir eru skemmtilegar“, sagði sigurreifur þjálfari Valsmanna þegar hann var spurður að því af hverju íþróttir eru svona skrýtnar en Valsmenn höfðu tapað þremur leikjum í röð og Keflvíkingar á toppnum. Valsmenn hinsvegar lögðu Keflvíkinga og það fullkomlega verðskuldað. „Það eru þessar sveiflur og deildin hefur boðið upp á þessar sveiflur í þessu mánaðar hraðmóti og það er eins og það er. Mér fannst við hinsvegar líkari því sem við viljum vera í dag og héldum dampi út allan leikinn í staðinn fyrir að missa orkustigið niður og fókusinn. Strákarnir gerðu bara virkilega vel að halda fókus og leita að lausnum því það er erfitt að spila á móti þessari vörn Keflvíkinga því hún er hreyfanleg og er að gera hluti sem maður býst ekki alltaf við. Mér fannst mínir nýta sína krafta til að leysa það vel.“ Pavel Ermolinskij var algjörlega frábær í kvöld á báðum endum vallarins og Finnur var beðinn um að ræða hans frammistöðu í kvöld. „Það er gríðarlega erfitt að eiga við Mikla og hann náttúrlega vaxinn eins og ég veit ekki hvað og Pavel er ekki vanur því að vera léttari en mennirnir sem hann er að dekka. Hann er töluvert léttari en Milka sem er fyrst og fremst frábær leikmaður. Pavel gerði virkilega vel og las hann vel auk þess sem að strákarnir gerðu mjög vel í að koma í veg fyrir að Keflvíkingar kæmu boltanum inn á hann. Liðsframmistaðan í vörn var svo mjög góð og ég er bara virkilega ánægður með frammistöðuna“, sagði Finnur hálfhlæjandi. Augljóslega himinlifandi. Nú tekur við landsleikjahlé við og menn eru að koma til baka og bandarískur leikmaður á leiðinni inn í hópinn og Finnur var spurður að því hvort hann væri ekki sáttur við að fá þetta hlé á þessum tímapunkti. „Já ég er það og svo er maður að ná fleiri leikmönnum inn. Sinisa Bilic átti góðan leik í fyrsta sinn í langan tíma og það er mjög mikilvægt að fá hann inn í þetta og fleiri. Menn eru svo hvíldinni fegnir því þetta hraðmót hefur hentað liðum misvel og það hefur hentað okkur illa sérstaklega út af ákvörðun okkar að bíða með Bandaríkjamanninn. Núna getum við brosað í kvöld og kannski á morgun en svo þurfum við að einbeita okkur því þetta er rosaleg barátta í þessari deild. Frábærir leikmenn og þjálfararnir að standa sig frábærlega og virkilega gaman að taka þátt í þessu. Maður hefur verið svo heppinn að hafa verið á hinum enda töflunnar og maður er bara auðmjúkur að vera í þessari stöðu sem maður er í núna og hlakkar til framhaldsins.“ Valsmenn hafa verið gagnrýndir undanfarið en þeir hafa ekki náð að tengja saman sigra og var Finnur, að lokum, spurður að því hvort þessi sigur sendi einhver skilaboð inn í deildina. „Þetta snýst meira um okkur sjálfa að við höfum ekki verið að vorkenna okkur sjálfum þó að við höfum lent í hinu og þessu á tímabilinu. Gagnrýnin hefur verið réttmæt, liðið hefur verið að spila illa. Skipulagið hefur verið lélegt og ég hef verið lélegur ásamt fleirum og ég held bara að við höfum verið að sýna okkur sjálfum að það býr miklu meira í okkur en við höfum sýnt. Það er svo verkefni næstu vikna að hrista þetta enn þá betur saman og vera klárir í seinna hraðmótið.“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Valur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Keflavík 85-72 | Vængbrotnir Valsarar unnu toppliðið sannfærandi Vængbrotið lið Vals - sem hafði tapað þremur leikjum í röð - pakkaði toppliði Keflavíkur saman að Hlíðarenda í Dominos-deild karla í kvöld. Lokatölur 85-72 og annað tap Keflavíkur á tímabilinu staðreynd. 12. febrúar 2021 22:00 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
„Er þetta ekki bara ástæðan fyrir því að íþróttir eru skemmtilegar“, sagði sigurreifur þjálfari Valsmanna þegar hann var spurður að því af hverju íþróttir eru svona skrýtnar en Valsmenn höfðu tapað þremur leikjum í röð og Keflvíkingar á toppnum. Valsmenn hinsvegar lögðu Keflvíkinga og það fullkomlega verðskuldað. „Það eru þessar sveiflur og deildin hefur boðið upp á þessar sveiflur í þessu mánaðar hraðmóti og það er eins og það er. Mér fannst við hinsvegar líkari því sem við viljum vera í dag og héldum dampi út allan leikinn í staðinn fyrir að missa orkustigið niður og fókusinn. Strákarnir gerðu bara virkilega vel að halda fókus og leita að lausnum því það er erfitt að spila á móti þessari vörn Keflvíkinga því hún er hreyfanleg og er að gera hluti sem maður býst ekki alltaf við. Mér fannst mínir nýta sína krafta til að leysa það vel.“ Pavel Ermolinskij var algjörlega frábær í kvöld á báðum endum vallarins og Finnur var beðinn um að ræða hans frammistöðu í kvöld. „Það er gríðarlega erfitt að eiga við Mikla og hann náttúrlega vaxinn eins og ég veit ekki hvað og Pavel er ekki vanur því að vera léttari en mennirnir sem hann er að dekka. Hann er töluvert léttari en Milka sem er fyrst og fremst frábær leikmaður. Pavel gerði virkilega vel og las hann vel auk þess sem að strákarnir gerðu mjög vel í að koma í veg fyrir að Keflvíkingar kæmu boltanum inn á hann. Liðsframmistaðan í vörn var svo mjög góð og ég er bara virkilega ánægður með frammistöðuna“, sagði Finnur hálfhlæjandi. Augljóslega himinlifandi. Nú tekur við landsleikjahlé við og menn eru að koma til baka og bandarískur leikmaður á leiðinni inn í hópinn og Finnur var spurður að því hvort hann væri ekki sáttur við að fá þetta hlé á þessum tímapunkti. „Já ég er það og svo er maður að ná fleiri leikmönnum inn. Sinisa Bilic átti góðan leik í fyrsta sinn í langan tíma og það er mjög mikilvægt að fá hann inn í þetta og fleiri. Menn eru svo hvíldinni fegnir því þetta hraðmót hefur hentað liðum misvel og það hefur hentað okkur illa sérstaklega út af ákvörðun okkar að bíða með Bandaríkjamanninn. Núna getum við brosað í kvöld og kannski á morgun en svo þurfum við að einbeita okkur því þetta er rosaleg barátta í þessari deild. Frábærir leikmenn og þjálfararnir að standa sig frábærlega og virkilega gaman að taka þátt í þessu. Maður hefur verið svo heppinn að hafa verið á hinum enda töflunnar og maður er bara auðmjúkur að vera í þessari stöðu sem maður er í núna og hlakkar til framhaldsins.“ Valsmenn hafa verið gagnrýndir undanfarið en þeir hafa ekki náð að tengja saman sigra og var Finnur, að lokum, spurður að því hvort þessi sigur sendi einhver skilaboð inn í deildina. „Þetta snýst meira um okkur sjálfa að við höfum ekki verið að vorkenna okkur sjálfum þó að við höfum lent í hinu og þessu á tímabilinu. Gagnrýnin hefur verið réttmæt, liðið hefur verið að spila illa. Skipulagið hefur verið lélegt og ég hef verið lélegur ásamt fleirum og ég held bara að við höfum verið að sýna okkur sjálfum að það býr miklu meira í okkur en við höfum sýnt. Það er svo verkefni næstu vikna að hrista þetta enn þá betur saman og vera klárir í seinna hraðmótið.“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Valur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Keflavík 85-72 | Vængbrotnir Valsarar unnu toppliðið sannfærandi Vængbrotið lið Vals - sem hafði tapað þremur leikjum í röð - pakkaði toppliði Keflavíkur saman að Hlíðarenda í Dominos-deild karla í kvöld. Lokatölur 85-72 og annað tap Keflavíkur á tímabilinu staðreynd. 12. febrúar 2021 22:00 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Keflavík 85-72 | Vængbrotnir Valsarar unnu toppliðið sannfærandi Vængbrotið lið Vals - sem hafði tapað þremur leikjum í röð - pakkaði toppliði Keflavíkur saman að Hlíðarenda í Dominos-deild karla í kvöld. Lokatölur 85-72 og annað tap Keflavíkur á tímabilinu staðreynd. 12. febrúar 2021 22:00