Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Elín Margrét Böðvarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 14. febrúar 2021 23:40 Rannsóknardeild lögreglu við rannsókn á vettvangi í dag. Vísir/Vésteinn Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Líkt og fréttastofa greindi frá fyrr í dag var karlmaður á fertugsaldri skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík skömmu fyrir miðnætti síðustu nótt. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um slasaðan karlmann á fertugsaldri fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Maðurinn var svo fluttur á Landspítla þar sem hann var úrskurðaður látinn. Heimildir fréttastofu herma að skömmu síðar hafi lögregla handtekið karlmann á fertugsaldri í Garðabæ vegna gruns um aðild að málinu. Málið sé talið tengjast einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Hinn látni og sá sem er í haldi lögreglu eru báðir af erlendum uppruna. Í tilkynningu frá lögreglu segir að áverkar eftir skotvopn hafi fundist á líki mannsins. Heimildir fréttastofu herma að hann hafi verið skotinn nokkrum sinnum með byssu. Þegar fréttastofa var á vettvangi í dag var tæknideild lögreglunnar að störfum. Studdist hún meðal annars við málmleitartæki og dróna sem sveif yfir vettvangi. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vildi hvorki veita viðtal né tjá sig um það að öðru leyti enda málið á viðkvæmu stigi. Í tilkynningu frá lögreglu frá því fyrr í dag segir að rannsókn málsins sé í algjörum forgangi. Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum vegna málsins nú í kvöld segir að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögreglumál Reykjavík Morð í Rauðagerði Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Líkt og fréttastofa greindi frá fyrr í dag var karlmaður á fertugsaldri skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík skömmu fyrir miðnætti síðustu nótt. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um slasaðan karlmann á fertugsaldri fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Maðurinn var svo fluttur á Landspítla þar sem hann var úrskurðaður látinn. Heimildir fréttastofu herma að skömmu síðar hafi lögregla handtekið karlmann á fertugsaldri í Garðabæ vegna gruns um aðild að málinu. Málið sé talið tengjast einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Hinn látni og sá sem er í haldi lögreglu eru báðir af erlendum uppruna. Í tilkynningu frá lögreglu segir að áverkar eftir skotvopn hafi fundist á líki mannsins. Heimildir fréttastofu herma að hann hafi verið skotinn nokkrum sinnum með byssu. Þegar fréttastofa var á vettvangi í dag var tæknideild lögreglunnar að störfum. Studdist hún meðal annars við málmleitartæki og dróna sem sveif yfir vettvangi. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vildi hvorki veita viðtal né tjá sig um það að öðru leyti enda málið á viðkvæmu stigi. Í tilkynningu frá lögreglu frá því fyrr í dag segir að rannsókn málsins sé í algjörum forgangi. Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum vegna málsins nú í kvöld segir að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Lögreglumál Reykjavík Morð í Rauðagerði Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira