Hvað tekur enga stund? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 17:01 Það eru ekki margar aðgerðir, hreyfingar eða hugsanir sem maður gerir sem raunverulega taka enga stund. Allt tekur einhvern tíma. Ef þú hins vegar ferð í Gleðibankann ehf. og skuldajafnar sekúntuna með því að búa til meiri tíma síðar getur maður þá sagt að það sem maður gerði taki enga stund? Án þess að setja fram of heimspekilegar pælingar þá má mögulega líkja þessu við að þurka upp egg sem sullast á borð strax eða síðar. Þeir sem hafa glímt við uppþorna eggjasubb vita hvað um ræðir. Þó það taki nokkrar sekúntur að þurka upp blautt eggjasubbið bliknar sá sekúntufjöldi í samanburði við þær mínútur sem það tekur að þurka upp hart og uppþornað subbið. Með því getur röggsamur húsbóndi með sanni sagt við börn sín, þegar hann kennir þeim réttu handtökin í eldhúsinu, það tekur enga stund að þurka þetta upp. Þessu er eins farið með hugleiðslu. Þó að manni finnist oft eins og maður hafi ekki tíma til þess að opna hugleiðslu appið sitt og byrja að hugleiða þá er það þannig að það tekur enga stund. Það sem þú færð í staðin fyrir mínúturnar sem fara í það að hugleiða er betra vinnsluminni í heilann ef við hoppum yfir í tækmnilegar myndlíkingar. Hoppum dýra í líkingarheimin og lítum á sívinsælan tölvuleik sem fyrst kom á markað það herrans ár 1984. Hægt er að hugsa sér Tetris kuppa sem verið er að reyna að raða upp í fallega og þétta röð. Kubbarnir eru verkefni sem þú vilt ljúka, hvort sem þau snúa að vinnu, sjálfum þér eða þínum nánustu. Bilið sem stundum vill myndast á milli er dauð stund sem þú ert ekkert að gera eða stund sem er ekki fullnýtt vegna þess þú varst ekki með fulla athygli á því sem þú varst að gera. Stundum líður manni eins og tetris kubbarnir dritist niður á mann og maður hefur ekkert vald á því að raða þessum verkefnum niður þannig að hægt sé að búa til fallega línu og niðurstaðan er hálfkláruð verkefni, fullt af bilum á milli, verkefnastjóri sem æðir úr einu í annað og endar uppi svekktur með sjálfan sig. Þegar þú hugleið hefurðu betra vald á því að raða kubbunum upp í rökrétta línu og fækkar þar með bilunum á milli kubbana. Hvert andartak getur orðið að hugleiðslu en bara ef þú veist hvað þú þarft að gera. Það er ekki flókið. Þú þarft bara að opna appið kveikja á hugleiðslu og gera það sem leiðbeinandi röddin býður þér að gera. Þegar þú svo hefur æft þig í nokkurn tíma finnurðu að þú hefur betra vald á því að beita æfingunum úr hugleiðslun í daglegu lífi og raðar því tetris kubbum þínum skipulega í röð á þess að líða eins og þú sért í skotárás allan liðlangan daginn. Flestir vilja læra að breyta fókusnum, frá hröðum hugsunum hugans og finna það sem skiptir mann máli í þessum erilsama heimi en það gerist ekki nema maður æfi sig. Með tíð og tíma og því fleiri mínúrtur sem þú leggur inn í hugleiðslurnar þínar sérðu meiri árángur. Eins og með gleðibankann, þú leggur inn og tekur svo út. Það sama passar hins vegar ekki öllum og stundum þarf maður að púsla ferhyndum Tetris kubbum inn í daginn sinn en aðra daga eru langar kubbalengjur það sem vefst fyrir manni. Það er einmit þess vegna sem Flow býður upp á sex aðferðir til að hugleiða. Við þurfum fjölbreytt úrval aðferða sem geta styrkt okkur hvenær sem er dagsins. Markmiðið með þessu öllu saman er svo kannski bara að reyna að öðlast meiri hugarró og gleði hvar og hvenær sem er. Við getum líklega öll verið sammála um að við viljum verja meiri tíma í hugarró og gleði. Er það ekki? Kristín Hrefna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Flow Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það eru ekki margar aðgerðir, hreyfingar eða hugsanir sem maður gerir sem raunverulega taka enga stund. Allt tekur einhvern tíma. Ef þú hins vegar ferð í Gleðibankann ehf. og skuldajafnar sekúntuna með því að búa til meiri tíma síðar getur maður þá sagt að það sem maður gerði taki enga stund? Án þess að setja fram of heimspekilegar pælingar þá má mögulega líkja þessu við að þurka upp egg sem sullast á borð strax eða síðar. Þeir sem hafa glímt við uppþorna eggjasubb vita hvað um ræðir. Þó það taki nokkrar sekúntur að þurka upp blautt eggjasubbið bliknar sá sekúntufjöldi í samanburði við þær mínútur sem það tekur að þurka upp hart og uppþornað subbið. Með því getur röggsamur húsbóndi með sanni sagt við börn sín, þegar hann kennir þeim réttu handtökin í eldhúsinu, það tekur enga stund að þurka þetta upp. Þessu er eins farið með hugleiðslu. Þó að manni finnist oft eins og maður hafi ekki tíma til þess að opna hugleiðslu appið sitt og byrja að hugleiða þá er það þannig að það tekur enga stund. Það sem þú færð í staðin fyrir mínúturnar sem fara í það að hugleiða er betra vinnsluminni í heilann ef við hoppum yfir í tækmnilegar myndlíkingar. Hoppum dýra í líkingarheimin og lítum á sívinsælan tölvuleik sem fyrst kom á markað það herrans ár 1984. Hægt er að hugsa sér Tetris kuppa sem verið er að reyna að raða upp í fallega og þétta röð. Kubbarnir eru verkefni sem þú vilt ljúka, hvort sem þau snúa að vinnu, sjálfum þér eða þínum nánustu. Bilið sem stundum vill myndast á milli er dauð stund sem þú ert ekkert að gera eða stund sem er ekki fullnýtt vegna þess þú varst ekki með fulla athygli á því sem þú varst að gera. Stundum líður manni eins og tetris kubbarnir dritist niður á mann og maður hefur ekkert vald á því að raða þessum verkefnum niður þannig að hægt sé að búa til fallega línu og niðurstaðan er hálfkláruð verkefni, fullt af bilum á milli, verkefnastjóri sem æðir úr einu í annað og endar uppi svekktur með sjálfan sig. Þegar þú hugleið hefurðu betra vald á því að raða kubbunum upp í rökrétta línu og fækkar þar með bilunum á milli kubbana. Hvert andartak getur orðið að hugleiðslu en bara ef þú veist hvað þú þarft að gera. Það er ekki flókið. Þú þarft bara að opna appið kveikja á hugleiðslu og gera það sem leiðbeinandi röddin býður þér að gera. Þegar þú svo hefur æft þig í nokkurn tíma finnurðu að þú hefur betra vald á því að beita æfingunum úr hugleiðslun í daglegu lífi og raðar því tetris kubbum þínum skipulega í röð á þess að líða eins og þú sért í skotárás allan liðlangan daginn. Flestir vilja læra að breyta fókusnum, frá hröðum hugsunum hugans og finna það sem skiptir mann máli í þessum erilsama heimi en það gerist ekki nema maður æfi sig. Með tíð og tíma og því fleiri mínúrtur sem þú leggur inn í hugleiðslurnar þínar sérðu meiri árángur. Eins og með gleðibankann, þú leggur inn og tekur svo út. Það sama passar hins vegar ekki öllum og stundum þarf maður að púsla ferhyndum Tetris kubbum inn í daginn sinn en aðra daga eru langar kubbalengjur það sem vefst fyrir manni. Það er einmit þess vegna sem Flow býður upp á sex aðferðir til að hugleiða. Við þurfum fjölbreytt úrval aðferða sem geta styrkt okkur hvenær sem er dagsins. Markmiðið með þessu öllu saman er svo kannski bara að reyna að öðlast meiri hugarró og gleði hvar og hvenær sem er. Við getum líklega öll verið sammála um að við viljum verja meiri tíma í hugarró og gleði. Er það ekki? Kristín Hrefna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Flow
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar