Formaður flugvirkja segir Frontex-verkefni Landhelgisgæslunnar í uppnámi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2021 23:33 Guðmundur segir Gæsluna hafa haft töluverðar tekjur af Frontex-verkefnum sínum, sem nú séu í uppnámi. Myndin er tekin um borð í TF-SIF, sem hefur sinnt landamæragæslu erlendis. Landhelgisgæslan Landhelgisgæslan hefur „skipað“ flugvirkjum að fara utan þrátt fyrir að ekkert sé fjallað um störf utan landsteinanna í nýjum kjarasamning. Þetta segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. Guðmundur segist ekki sjá hvernig Gæslan ætli að sinna verkefnum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópu, án þess að ganga til samninga við FVFÍ. Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríkið lauk á dögunum með niðurstöðu gerðardóms. Forsvarsmenn FVFÍ eru síður en svo sáttir við málalok en Alþingi hafði áður sett lög á verkfall félagsmanna í nóvember síðastliðnum. Síðustu daga hefur FVFÍ legið yfir samningnum en Guðmundur segir löngu ljóst að ýmislegt sé enn ófrágengið, þar á meðal hvernig hátta skal málum þegar flugvirkjar eru beðnir um að taka að sér verkefni erlendis. Samningsumboðið hjá félaginu, ekki einstaka starfsmönnum Í gamla samningum voru ákvæði um kaup og kjör vegna fyrrnefndra verkefna en þau voru tekin út og er hvergi að finna í nýja samningnum, að sögn Guðmundar. Þessu var mótmælt þegar samningaviðræður stóðu yfir, bætir hann við, án árangurs. Að sögn Guðmundar kveður kjarasamningurinn á um að Gæslan verði að gera sérstakan samning við FVFÍ vegna verkefna erlendis. Nú sé sú staða hins vegar komin upp að Gæslan sé að „skipa“ mönnum út, án þess að samningur liggi fyrir. „Við höfum sent þeim bréf og beðið þá um að láta af þessum ágangi á okkar félagsmenn og bent á að þeir þurfi að virða nýjan kjarasamning,“ segir Guðmundur. „Samningsumboðið er hjá félaginu en ekki hjá einstaka flugvirkjum.“ Formaðurinn segist fullviss um að Landhelgisgæslan muni lenda í vandræðum ef hún gengur ekki til samninga við félagið, þar sem það sé ekki freistandi fyrir flugvirkja að fara út eins og mál eru stödd. „Mínir félagsmenn sjá sér engan hag í því að fara á sömu launakjörum í erlend verkefni og vera burtu frá fjölskyldum sínum.“ Túlkunaratriði? Annar kafli nýs kjarasamnings flugvirkja og ríkisins fjallar um vinnustað og vinnutíma. Þar segir fyrst að fastur vinnustaður flugvirkja sé á varanlegum starfsstöðvum Landhelgisgæslu Íslands, í framhaldinu að vinnuvika starfsmanna í fullu starfi séu 40 stundir og síðan er fjallað um dagvinnu, yfirvinnu, hvíldartíma og annað. Spurður að því hvort stjórnendur Landhelgisgæslunnar líti ekki einfaldlega svo á að umrædd ákvæði eigi við um störf bæði heima og hérlendis, og því sé ekki þörf á sérsamningi, svara Guðmundur játandi. Hins vegar sé alveg ljóst að það sem kveðið sé á um í samningnum eigi alls ekki við um störf erlendis, þar sem starfsaðstæður séu allt aðrar. Þar sé unnið á alls konar vöktum og undir allt öðru álagi. Því hafi lögmenn FVFÍ komist að þeirri niðurstöðu að umrætt ákvæði samningsins gildi varðandi vinnu utanlands: „Heimilt er að haga vinnu með öðrum hætti en í kafla þessum greinir með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar og með skriflegu samþykki samningsaðila.“ Vinnumarkaður Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Flugvirkjar afar ósáttir við úrskurð gerðardóms Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríki lauk með niðurstöðu gerðardóms. Hún var birt á vef á vef ríkissáttasemjara í dag. 18. febrúar 2021 16:27 Deilan komin til gerðardóms Gerðardómur mun úrskurða um laun og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Í gær var kjaradeilu flugvirkjanna og ríkisins vísað til gerðardóms þar sem ekki tókust kjarasamningar fyrir þann tíma. 5. janúar 2021 13:02 Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna. 27. nóvember 2020 20:47 Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Guðmundur segist ekki sjá hvernig Gæslan ætli að sinna verkefnum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópu, án þess að ganga til samninga við FVFÍ. Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríkið lauk á dögunum með niðurstöðu gerðardóms. Forsvarsmenn FVFÍ eru síður en svo sáttir við málalok en Alþingi hafði áður sett lög á verkfall félagsmanna í nóvember síðastliðnum. Síðustu daga hefur FVFÍ legið yfir samningnum en Guðmundur segir löngu ljóst að ýmislegt sé enn ófrágengið, þar á meðal hvernig hátta skal málum þegar flugvirkjar eru beðnir um að taka að sér verkefni erlendis. Samningsumboðið hjá félaginu, ekki einstaka starfsmönnum Í gamla samningum voru ákvæði um kaup og kjör vegna fyrrnefndra verkefna en þau voru tekin út og er hvergi að finna í nýja samningnum, að sögn Guðmundar. Þessu var mótmælt þegar samningaviðræður stóðu yfir, bætir hann við, án árangurs. Að sögn Guðmundar kveður kjarasamningurinn á um að Gæslan verði að gera sérstakan samning við FVFÍ vegna verkefna erlendis. Nú sé sú staða hins vegar komin upp að Gæslan sé að „skipa“ mönnum út, án þess að samningur liggi fyrir. „Við höfum sent þeim bréf og beðið þá um að láta af þessum ágangi á okkar félagsmenn og bent á að þeir þurfi að virða nýjan kjarasamning,“ segir Guðmundur. „Samningsumboðið er hjá félaginu en ekki hjá einstaka flugvirkjum.“ Formaðurinn segist fullviss um að Landhelgisgæslan muni lenda í vandræðum ef hún gengur ekki til samninga við félagið, þar sem það sé ekki freistandi fyrir flugvirkja að fara út eins og mál eru stödd. „Mínir félagsmenn sjá sér engan hag í því að fara á sömu launakjörum í erlend verkefni og vera burtu frá fjölskyldum sínum.“ Túlkunaratriði? Annar kafli nýs kjarasamnings flugvirkja og ríkisins fjallar um vinnustað og vinnutíma. Þar segir fyrst að fastur vinnustaður flugvirkja sé á varanlegum starfsstöðvum Landhelgisgæslu Íslands, í framhaldinu að vinnuvika starfsmanna í fullu starfi séu 40 stundir og síðan er fjallað um dagvinnu, yfirvinnu, hvíldartíma og annað. Spurður að því hvort stjórnendur Landhelgisgæslunnar líti ekki einfaldlega svo á að umrædd ákvæði eigi við um störf bæði heima og hérlendis, og því sé ekki þörf á sérsamningi, svara Guðmundur játandi. Hins vegar sé alveg ljóst að það sem kveðið sé á um í samningnum eigi alls ekki við um störf erlendis, þar sem starfsaðstæður séu allt aðrar. Þar sé unnið á alls konar vöktum og undir allt öðru álagi. Því hafi lögmenn FVFÍ komist að þeirri niðurstöðu að umrætt ákvæði samningsins gildi varðandi vinnu utanlands: „Heimilt er að haga vinnu með öðrum hætti en í kafla þessum greinir með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar og með skriflegu samþykki samningsaðila.“
Túlkunaratriði? Annar kafli nýs kjarasamnings flugvirkja og ríkisins fjallar um vinnustað og vinnutíma. Þar segir fyrst að fastur vinnustaður flugvirkja sé á varanlegum starfsstöðvum Landhelgisgæslu Íslands, í framhaldinu að vinnuvika starfsmanna í fullu starfi séu 40 stundir og síðan er fjallað um dagvinnu, yfirvinnu, hvíldartíma og annað. Spurður að því hvort stjórnendur Landhelgisgæslunnar líti ekki einfaldlega svo á að umrædd ákvæði eigi við um störf bæði heima og hérlendis, og því sé ekki þörf á sérsamningi, svara Guðmundur játandi. Hins vegar sé alveg ljóst að það sem kveðið sé á um í samningnum eigi alls ekki við um störf erlendis, þar sem starfsaðstæður séu allt aðrar. Þar sé unnið á alls konar vöktum og undir allt öðru álagi. Því hafi lögmenn FVFÍ komist að þeirri niðurstöðu að umrætt ákvæði samningsins gildi varðandi vinnu utanlands: „Heimilt er að haga vinnu með öðrum hætti en í kafla þessum greinir með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar og með skriflegu samþykki samningsaðila.“
Vinnumarkaður Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Flugvirkjar afar ósáttir við úrskurð gerðardóms Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríki lauk með niðurstöðu gerðardóms. Hún var birt á vef á vef ríkissáttasemjara í dag. 18. febrúar 2021 16:27 Deilan komin til gerðardóms Gerðardómur mun úrskurða um laun og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Í gær var kjaradeilu flugvirkjanna og ríkisins vísað til gerðardóms þar sem ekki tókust kjarasamningar fyrir þann tíma. 5. janúar 2021 13:02 Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna. 27. nóvember 2020 20:47 Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Flugvirkjar afar ósáttir við úrskurð gerðardóms Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríki lauk með niðurstöðu gerðardóms. Hún var birt á vef á vef ríkissáttasemjara í dag. 18. febrúar 2021 16:27
Deilan komin til gerðardóms Gerðardómur mun úrskurða um laun og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Í gær var kjaradeilu flugvirkjanna og ríkisins vísað til gerðardóms þar sem ekki tókust kjarasamningar fyrir þann tíma. 5. janúar 2021 13:02
Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna. 27. nóvember 2020 20:47
Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?