Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 18:30 Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. vísir/Egill Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi. Nýjar reglur gilda í þrjár vikur og samkvæmt þeim mega nú almennt fimmtíu manns koma saman í stað tuttugu. „Við erum áfram með tveggja metra regluna og grímur og þessi almennu varúðarsjónarmið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að lokum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá mega 200 vera á söfnum og í verslunum í stað 150. Þar gildir þó enn tveggja metra reglan og því miðast hámarksfjöldi við stærð rýmisins, eða að hámarki fimm manns á hverja tíu fermetra. Stórar breytingar eru gerðar á reglum um ýmsa viðburði. Í leikhúsum, bíó, á athöfnum trúarfélaga og á tónleikum er nú heimilt að taka á móti tvö hundruð gestum í sæti í hverju rými eða hólfi. Þar tekur eins metra reglan við af tveggja metra reglunni. Þetta á einnig við um íþróttaviðburði þar sem áhorfendur verða nú leyfðir á ný. Halda þarf utan um sætaskipulagið. „Þannig að við vitum hver situr í hvaða sæti og að þeim upplýsingum sé haldið til haga. Það eru líka ákveðin skilmerki um að það snúi allir í sömu átt þannig það séu ekki allir í kös. Það sé svona ákveði kerfi á því hvernig fólk situr,“ sagði Svandís. Þetta á að hjálpa til við smitakningu ef svo ber undir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.vísir/Vilhelm Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir þetta tímamót í menningarlífi landsins. „Það eiginlega bara brutust út fagnaðarlæti hér í morgun þegar ég sagði frá þessu og það hefur verið bros á hverju andliti í dag. Að taka tvo metrana niður í einn metra, það bara breytir öllu.“ Með hólfaskiptingu hefur að hámarki verið hægt að taka á móti þrjú hundruð og fimmtíu manns í Eldborg sem rúmar sextán hundruð manns. „Núna miðað við þetta, þegar það má vera metri á milli og það er auðvitað grímuskylda og við erum að nota fjögur sóttvarnarhólf hérna, að þá eru þetta 750 manns. Og í öðrum stærri sölum og í opnum rýmum að þá er þetta nánast tvöföldun,“ segir Svanhildur og bætir við að framboð á viðburðum muni eflaust aukast samhliða þessu. Frá og með morgundeginum mega tvö hundruð koma saman á menningarviðburðum. Gæta þarf að eins metra nándarmörkum.vísir/vilhelm Samkvæmt nýjum reglum mega einnig fleiri fara í sund, ræktina og á skíði þar sem fjöldamörk hækka úr 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda í 75 prósent. Þá mega fimmtíu vera inni á veitingastöðum og börum en þar virðist tveggja metra reglan enn í gildi. Heimilt verður að taka á móti fólki til klukkan tíu en gestir mega sitja áfram til ellefu. Í áskorun frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði var skorað á stjórnvöld að ganga lengra og víkka eins metra regluna út til veitingastaða. Heilbrigðisráðherra segir ágreining um reglurnar óumfýjanlegan. „Við erum náttúrlega með opnasta samfélag í Evrópu og sem betur fer erum við að stíga stór skref og erum að gera það núna strax en ekki í einhverri óskilgreindri framtíð. En það breytir því ekki að við þurfum að halda áfram að gæta okkar og þetta er dýrmætur árangur,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Nýjar reglur gilda í þrjár vikur og samkvæmt þeim mega nú almennt fimmtíu manns koma saman í stað tuttugu. „Við erum áfram með tveggja metra regluna og grímur og þessi almennu varúðarsjónarmið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að lokum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá mega 200 vera á söfnum og í verslunum í stað 150. Þar gildir þó enn tveggja metra reglan og því miðast hámarksfjöldi við stærð rýmisins, eða að hámarki fimm manns á hverja tíu fermetra. Stórar breytingar eru gerðar á reglum um ýmsa viðburði. Í leikhúsum, bíó, á athöfnum trúarfélaga og á tónleikum er nú heimilt að taka á móti tvö hundruð gestum í sæti í hverju rými eða hólfi. Þar tekur eins metra reglan við af tveggja metra reglunni. Þetta á einnig við um íþróttaviðburði þar sem áhorfendur verða nú leyfðir á ný. Halda þarf utan um sætaskipulagið. „Þannig að við vitum hver situr í hvaða sæti og að þeim upplýsingum sé haldið til haga. Það eru líka ákveðin skilmerki um að það snúi allir í sömu átt þannig það séu ekki allir í kös. Það sé svona ákveði kerfi á því hvernig fólk situr,“ sagði Svandís. Þetta á að hjálpa til við smitakningu ef svo ber undir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.vísir/Vilhelm Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir þetta tímamót í menningarlífi landsins. „Það eiginlega bara brutust út fagnaðarlæti hér í morgun þegar ég sagði frá þessu og það hefur verið bros á hverju andliti í dag. Að taka tvo metrana niður í einn metra, það bara breytir öllu.“ Með hólfaskiptingu hefur að hámarki verið hægt að taka á móti þrjú hundruð og fimmtíu manns í Eldborg sem rúmar sextán hundruð manns. „Núna miðað við þetta, þegar það má vera metri á milli og það er auðvitað grímuskylda og við erum að nota fjögur sóttvarnarhólf hérna, að þá eru þetta 750 manns. Og í öðrum stærri sölum og í opnum rýmum að þá er þetta nánast tvöföldun,“ segir Svanhildur og bætir við að framboð á viðburðum muni eflaust aukast samhliða þessu. Frá og með morgundeginum mega tvö hundruð koma saman á menningarviðburðum. Gæta þarf að eins metra nándarmörkum.vísir/vilhelm Samkvæmt nýjum reglum mega einnig fleiri fara í sund, ræktina og á skíði þar sem fjöldamörk hækka úr 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda í 75 prósent. Þá mega fimmtíu vera inni á veitingastöðum og börum en þar virðist tveggja metra reglan enn í gildi. Heimilt verður að taka á móti fólki til klukkan tíu en gestir mega sitja áfram til ellefu. Í áskorun frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði var skorað á stjórnvöld að ganga lengra og víkka eins metra regluna út til veitingastaða. Heilbrigðisráðherra segir ágreining um reglurnar óumfýjanlegan. „Við erum náttúrlega með opnasta samfélag í Evrópu og sem betur fer erum við að stíga stór skref og erum að gera það núna strax en ekki í einhverri óskilgreindri framtíð. En það breytir því ekki að við þurfum að halda áfram að gæta okkar og þetta er dýrmætur árangur,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira