Rektor MH: „Auðvitað er manni brugðið að fá svona tölvupóst“ Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2021 10:14 Steinn Jóhannsson er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. „Auðvitað er manni brugðið að sjá svona tölvupóst,“ segir Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð um sprengjuhótunina sem send var á skólann í nótt. Lögregla var með mikinn viðbúnað við skólann í morgun vegna málsins, en nú hefur verið greint frá því að sambærilegar hótanir hafi verið sendar á þrjár stofnanir til viðbótar í nótt og gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki þessum hótunum. Steinn segir að hótunin hafi borist á netfang skólans. „Tölvupósturinn var á ensku og þar var sagt að það væri sprengja í skólanum sem myndi springa í dag. Við vöknum greinilega snemma í MH, því ég fæ póstinn frá skrifstofunni rétt fyrir sjö, er svo sestur við mitt skrifborð um 7:20. Við vorum þrír starfsmenn í húsi svo við þurfum ekkert að rýma skólann. Við lokum skólanum strax og á meðan verið er að loka skólanum þá er haft samband við lögreglu sem er mætt um tíu mínútum síðar. Þeir voru bara komnir á staðinn um hálf átta. Þetta gekk mjög vel og lán að við skyldum geta brugðist við áður en einhver var kominn í bygginguna.“ Þekkir ekki til sendandans Steinn segist ekki þekkja til þess einstaklings sem sendi hótunina. „Ég hef aldrei séð þetta nafn áður sem kom fyrir í tölvupóstinum.“ Hann segir að auðvitað er manni brugðið að sjá tölvupóst sem þennan. „Maður tekur þetta alvarlega. Ég tel að við brugðust hárrétt við, það er ákveðin viðbragðsáætlun í gildi þegar svona kemur upp sem framhaldsskólar fylgja.“ Kennsla hefst á ný í skólanum 12:55 og segist Steinn gera ráð fyrir að nemendur mæti af fullum krafti í skólann. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Lögregla var með mikinn viðbúnað við skólann í morgun vegna málsins, en nú hefur verið greint frá því að sambærilegar hótanir hafi verið sendar á þrjár stofnanir til viðbótar í nótt og gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki þessum hótunum. Steinn segir að hótunin hafi borist á netfang skólans. „Tölvupósturinn var á ensku og þar var sagt að það væri sprengja í skólanum sem myndi springa í dag. Við vöknum greinilega snemma í MH, því ég fæ póstinn frá skrifstofunni rétt fyrir sjö, er svo sestur við mitt skrifborð um 7:20. Við vorum þrír starfsmenn í húsi svo við þurfum ekkert að rýma skólann. Við lokum skólanum strax og á meðan verið er að loka skólanum þá er haft samband við lögreglu sem er mætt um tíu mínútum síðar. Þeir voru bara komnir á staðinn um hálf átta. Þetta gekk mjög vel og lán að við skyldum geta brugðist við áður en einhver var kominn í bygginguna.“ Þekkir ekki til sendandans Steinn segist ekki þekkja til þess einstaklings sem sendi hótunina. „Ég hef aldrei séð þetta nafn áður sem kom fyrir í tölvupóstinum.“ Hann segir að auðvitað er manni brugðið að sjá tölvupóst sem þennan. „Maður tekur þetta alvarlega. Ég tel að við brugðust hárrétt við, það er ákveðin viðbragðsáætlun í gildi þegar svona kemur upp sem framhaldsskólar fylgja.“ Kennsla hefst á ný í skólanum 12:55 og segist Steinn gera ráð fyrir að nemendur mæti af fullum krafti í skólann.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira